Hugleiðing.

SEt hér inn úrdrátt úr hugleiðingu sem ég flutti á fundi hjá Kristniboðsfélagi kvenna á dögunum.Ég hef verið að kynna mér starf þekktra guðsmanna á fyrri tíð.Og það er þeim öllum sammerkt að þeir voru miklir bænamenn, og lögðu mikið á sig í bæn.
Þeir voru marga klukkutíma á bæn, og sumir upplifðu mikla syndaneyð á þeim stöðum sem þeir fóru.
Charles Finney var einn þessara manna, og hann segir frá nokkrum mönnum í æfisögu sinni.Meðal annars segir hann frá mönnum sem voru svo miklir bænamenn ð þeir þjáðust á líkama og sál vegna hinna ófrelsuðu.Eitt sinn kom Finney þessi að manni sem var svo mikill bænamaður að hann stundi þar sem hann kraup við rúmið sitt.En á þeim tíma hafði verið drungi yfir söfnuði hans.Það varð gegnumbrot og vakning braust út í söfnuðinum hans.Þetta var 1830.
Og hann segir frá öðrum manni,sem var lamaður og átti þessvegna ekki heiman gengt,en hann var mikill bænamaður, og það varð merkileg vakning í þeirri kirkju sem hann tilheyrði og bað svo heitt fyrir.
Svo voru það tveir menn sem fóru að hittast og tóku hreinlega á í bæn.Þeir báðu Guð að hreinsa huga sinn og hjarta og auðmyktu sig fyrir Guði.Og hinn himintendraði logi breiddist fljótt út um allann söfnuðinn sem þeir tilheyrðu, í einni öflugust vakningu sem hafði þá orðið í þeirri borg.Þetta var 1825.
Önnur mikil vakning varð á Írlandi 1859 og margir héldu að þetta undursamlega starf heðfði hafist fyrirvaralaust,án undirbúnings,en fáir vissu að það hafði verið tveggja ára undirbúningur í bæn, og sérstakar bænasamkomur. En það voru fjórir ungir menn sem komu saman í gamalli skólabyggingu, og tveimur árum síðar braust út vakning.Söfnuðir sprengdu utan af sér salarkynni og samkomur voru haldnar undir berum himni, oft með fólki í þúsunda tali.Oft játuðu mörg hundruð syndir sínar á sömu samkomunni.Á sumum stöðum var sakadómstólum og fangelsum lokað vegna fæðar sakborninga.Máttur heilags anda opinberaðist á undursamlegan hátt og sannaði að hann er engu síður fús til að vinna á okkar dögum, eins og á dögum postulanna.
En undan þessu fer áhrifamáttur bænarinnar sem riður veginn,segir Charles Finney.
Allt kristilegt starf er borið uppi af bæn.Og mig langar til að segja ykkur þessar sögur til að minna okkur á hversu bænin er áríðandi þáttur.
Vegna trúfesti nokkurra manna kom mikil vakning á Írlandi.Fólk hélt að hún hefði komið af sjálfri sér en það var bænin sem ruddi braut.
Starf Kristniboðsins hér á landi er fyrst og fremst það sem það er fyrir bæn, og fórfúsa þjóna.Trúfastar bænir kristniboðsvina hér á landi hafa verið drifkrafturinn.Án þessara bæna væri ekkert starf.
Það mætti halda að sumt gerðist bara af sjálfu sér.En boðskapur Biblíunnar er að biðja! Biðja Konung Konunganna um að gefa iðrun og að Jesús verði herra og Drottinn í lífi okkar sjálfra og annarra.Við höfum þá ábyrgð kristið fólk að bera starfið í Guðsríkinu uppi.Drottinn vill hreina og ómengaða kirkju.
Þið munið eftir sögunni um meyjarnar tíu.Fim þeirra hugsuðu um að hafa olíu á lömpum sínum, og þær hugsuðu um að hafa næga olíu á lömpunum.Hinar fim tóku enga auka olíu með.Og það fór illa fyrir þeim.

Þessi saga á að kenna okkur það að við séum vel nærðar í orði trúarinnar ,og góðu kenningarinnar.Og að við eigum ekki rétt að skrimta í trúarlífinu okkar.
Þessar fim rétt skrimtu,svo kom brúðguminn og þær áttu ekkert auka.Bara þær sem voru viðbúnar gengu inn til brúðkaupsins.Sagan um hinar fim endaði dapurlega þær fóru að ná sér í meiri olíu og snéru svo aftur,því þær langaði í veisluna,en þegar þær báðu um að fá að koma inn fengu þær að heyra þessi döpru orð: "Sannarlega segi ég yður,ég þekki yður ekki" Við hér hefðum ekki viljað heyra þessi orð sögð við okkur.Kaflinn um meyjarnar endar á þessum orðum:Vakið því þér vitið ekki daginn eða stundina.
Sögurnar hér að framan af bænamönnunum eru mjög kvetjandi fyrir okkur.Og góðar fyrirmyndir.Maður heyrir ekki oft á vorum dögum um slíka fyrirbiðjendur.
En ég veit að meðal okkar eru margir hljóðir fyrirbiðjendur.Fólk sem er trúfast í fyrirbæn en lítið ber á. Þínar bænir eru mikilvægar.Bæði fyrir ríki Drottins hér á jörð og líka fyrir þínu fólki.Þegar við skoðum stöðu okkar útfrá þessu sjónarhorni,þá sjáum við best hversu hlutverk okkar er mikilvægt,hverrar og einnar.
Það er ein persóna Biblíunnar sem ég ber mikla virðingu fyrir og það er Epafras.Greinilega bara venjulegur maður í söfnuðinum í Kólossus.Um hann segir Páll postuli, og mér finnst það einn stærsti vitnisburður sem hægt er að fá.En hann segir: Hann er þjónn Krists Jesú og berst jafnan fyrir yður í bænum sínum til þess að þér megið standa stöðugir,fullkomnir og fullvissir í öllu því sem er vilji Guðs.Þann vitnisburð gef ég honum að hann leggur mikið á sig fyrir yður.
Ríki Guðs þarf á fólk sem biður.Fólk eins og Epafras "einum úr yðar hópi"Og
Okkur bara venjulegu fólki en sem á hjarta sem slær í takt við anda Guðs.

Við höfum heyrt um marga bænamenn og konur sem sem Guð gat notað til að fara með kærleiksboðskap Jesú Krists.Þið þekkið örugglega nöfn eins og Lars Olsen Skrefsrud sem leiddi marga til Jesú á sinni tíð.Hann starfaði í Indlandi.Það var ekki átakalaust,því þegar konan hans dó og það átti að búa kistu undir hana,fékkst ekki nægt timbur á þessum slóðum, og varð annar kristniboði,Börresen að nafni að taka hurðina af húsi sínu og hafa í kistu.
Skrefarud var fársjúkur þegar þetta var og urðu tveir innfæddir menn að bera hann svo hann gæti farið út að leiðinu.Eftir það hresstist hannog þjónaði Guði í mörg ár í viðbót.Og blessaði marga á sinni æfi.
Það sem mér finnst svoo stórkostlegt er að þessir menn áttu sömu trú og við,sama áhuga á að fólk frelsist og við og sama Drottinn Jesú eins og við.
Og hann er í gær og í dag hinn sami og um allar aldir.Jesús hefur aldrei breyst ,og mun aldrei breytast.Elska hans er sönn!

Þegar maður les sögur genginna Guðsmanna og kvenna sér maður tvennt,annarsvegar að þeir lögðu mikið á sig í bæn og áttu ríkann bænaanda, og upplifðu oft mikla hluti.Og sáu marga frelsast,sem gaf þessu fólki hugmóð í starfi sínu. Svo var það hin hliðin,að þeim var ekkert sérstaklega hlíft fyrir áföllum lífsins.Ef þið hafið lesið bókina um himna manninn þá hafið þið séð að sá styrkur sem hægt er að fá í samfélaginu við Guð er meiri en orð fá lyst. Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt um kristniboða sem hét John Gibson Paton en hann var uppi í lok átjándu aldar og fram á nítjándu öldina.Hann starfaði meðal mannæta sem kallaðir voru Tannverjar og bjuggu á einhverri eyju sem hét Tanna.John þessi var kallaður "Kristniboðinn með englavörðinn kringum sig" En það var mikið andlegt myrkur á þessum slóðum sem hann starfaði.Og margoft komu innfæddir að húsi hans og ætluðu að drepa hann og fjölskyldu hans.En æfinlega þegar hann varð þess var,fór hann á kné og bað Guð að hrekja mannæturnar í burtu.Ávallt var eins og þeir lippuðust niður í æsingnum og fóru.Og það vakti undrun þeirra sjálfra að þeir skyldu ekki koma fram ætlunar verki sínu.

John þessi náði til þessara heiðnu manna á undraverðann hátt, og einn og einn komst til trúar.Dag einn veiktist hann og gat ekki hreyft legg né lið án hjálpar,þá komu tveir innfæddir menn og fylgdu honum hvert fótmál,en það voru fyrrverandi mannætur sem tekið höfðu kristna trú.
Ég gæti sagt ykkur meira um þennan mann ,en læt þetta duga.

Í Hebreabréfinu 13:7 stendur:
Verið minnugir leiðtoga yðar sem Guðs orð hafa talað til yðar.Virðið fyrir yður hvernig æfi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra.
Það sem heillar mig hvað mest,er hvað þessir menn lögðu mikið á sig í bæninni. Þeir áttu úthald! Já, og svo þurftu þeir að reiða sig algjörlega á vermd Drottins Guðs, og það virkaði!
Það virkaði sem stendur í sálmi 20: Drottinn bænheyri þig á degi neyðarinnar og Guð verndi þig.Hann sendir þér hjálp frá helgidómi sínum styðji þig frá Síon.
Ég spyr mig þá í kjölfar þessarra hugsana hvort ég reiði mig svona algjörlega á Drottinn í öllum aðstæðum lífsins? Það brynir mig ímínu trúarlífi, og vonandi ykkar líka.
Ó að það mætti vera vitnisburður um okkur líka,það sem sagt er svo fallega um Stefán,að hann var gagntekinn af trú og heilögum anda.
Í Róm. 14:23 stendur: Haltu fast við trúna sem þú átt með sjálfum þér fyrir Guði.Sæll er sá sem ekki þarf að fyrirverða sig fyrir það sem hann telur vera rétt.
Boðskapur Biblíunnar á alltaf við og kvetur okkur til að nálgast Guð,eins og það sem stendur í Filippíbréfinu "Haltu fast við orð lífsins"
Og svo þetta: Hann á að vaxa ,en ég á að minka" Í því felst leyndardómurinn,því að um leið og Jesús fær meira pláss,þá vöxum við og þráin eftir honum verður dypri.
þetta upplifðu þessir miklu Guðs menn á sinni tíð.MÆtti það vera reynsla okkar líka.
Að lokum,kvatningarorð frá Maríusystrum.
Þjónaðu Guðsríki fyrst og fremst með því að biðja.
Kraftur og myndugleiki þjónustu þinnar verður
alltaf í réttu hlutfalli við það hve einlæglega
þú gefur þig að þjónustu bænarinnar,þegar þú ert einn
með Drottni í bæn.
Því meiri trúmennsku sem þú synir í bæn og því meiri verða
ávextirnir og þeim mun meir mun Jesús Kristur vegsamast.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Takk fyrir þessa góðu hugleiðingu Halldóra.

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.5.2011 kl. 00:15

2 identicon

Þetta er frábært orð hjá þér Halldóra. Mjög uppörvandi, akkúrat það sem að ég þurfti að heyra í dag.

Takk kærlega fyrir þessa hugleiðslu. :)

Unnur Arna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband