23.5.2011 | 17:59
Gosmökkurinn í 5-7 km hæð.
Sæl öll!
Eldvirknin hefur verið stöðug segir í fréttinni.Gjóskan er þó mikil og talsvert myrkur á þessum slóðum.Mér þótti það nokkuð broslegt þegar náunginn spáði heimsendi á dögunum,og en fyndnara að hann ætti að ganga yfir á mismunandi tímabeltum.Það var eins og Ísland,landið sjálft segði frat á þessi ummæli, og mótmælti með því að gjósa!Þannig varð það líka þegar Icesave deilan stóð sem hæst,mótmæltu bæði Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökull hraustlega!
Biblían segir ymislegt inn í þessi mál sem ég ætla að nefna hér.
Í Jesaja 54:10 stendur:Því þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði skal mín miskunnsemi við þi ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast-segir miskunnari þinn,Drottinn.
Hér er saft berum orðum að fjöllin og hálsarnir geti hreyfst.Og það gerist eins og við erum vitni að.
Um heimsendi segir þessi góða bók í Matteusarguðspjalli 24:29-31:
Eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína.Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast.Þá mun tákn mannsonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi.
Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skyjum himins með mætti og mikill dyrð.
Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta á milli.
Jesús mun sem sé koma á skyji og öll verölin sjá á sama tíma!
Það er betra að kunna eitthvað fyrir sér í Biblíufræðunum áður en maður spáir einhverri vitleysu og beitir fyrir sig þessu orði Guðs.
Guð blessi Ísland og fólkið sem hér býr og landið góða sem Guð gaf okkur!!
Í kærleika og friði Drottins!
Halldóra.
Gosmökkurinn í 5-7 km hæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.