6.10.2011 | 14:42
Sjálfvirk skráning í trúfélög afnumin.
Góðan dag gott fólk!
Hér kemur ein frétt til viðbótar.
Við ættum öll að falla kné og biðja Drottinn um en meiri miskunn!
Sjálfvirk skráning í trúfélög afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er að því að fólk skrái sig sjálft í trúfélag ef það svo kýs þegar það hefur aldur til að velja?
Ekki þurfti ég að skrá mig úr Alþýðubandalaginu, Kattavinafélaginu eða Golfklúbbnum Keili. Ég þurfti hinsvegar að hafa fyrir því að skrá mig úr þjóðkirkjunni sem setti mig þar inn að mér forspurðum einhverra hluta vegna.
Hvernig þætti þér að fá æviáskrift að karlatímariti inn um lúguna hjá þér, bara af því að einhverjum þætti það eiga að vera svoleiðis, einhverjum með áhuga á öðrum bókmenntum en þú segist hafa?
Björn I (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 14:53
Ágæti Björn, Ég virði alla menn hverju sem þeir trúa eða trúa ekki.
En ég hef lært það á lifsleiðinni að við erum öll með "hólf" innra með okkur
sem er "þörfin fyrir Guð" hólf.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 6.10.2011 kl. 15:01
Nú? Ég fyllti mitt hólf fyrir nokkru með ást á náttúru og vísindi..
Svo skilst mér að meirihluti manna á jörðinni fylli hólfin með einhverju öðru en guði biblíunnar - sumir Múhammeð, aðrir Shiva, eða bara einhverju allt öðru :)
Tómas (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 15:11
Öll? Nei takk pent.
Eitt sem ég hef lært á lífsleiðinni minni er að allar alhæfingar eru rangar, sama hverjum maður vill sjálfur trúa um þær.
Daníel (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 15:36
Nú telur einhver sig kannski hafa lært það á lífsleiðinni að allar konur hafi þörf fyrir að fá myndræna útrás fyrir lesbíska tendensa innra með sér. Er þá eðlilegt að skrá þig niður sem áskrifanda að karlatímaritinu Hustler að þér forspurðri?
Nú hef ég ekkert svona hólf eins og þú talar um, getur þú komið mér í skilning um hvaðan það hólf ætti að koma og hvernig ég get fundið það?
Björn I (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 15:40
Björn,Við nennum ekki svona útúsnúningum.
En þetta umrædda hólf, finnur fólk ekki fyrr en
virkilega reynir á,eða það stendur frammi fyrir dauðanum í sumum tilfellum.
Taktu eftir því heilla karlinn,næst þegar þú ert alveg að krebera,hvað þig vantar einhvern þér sterkari þér til hjálpar.Sú tilfinning er þráin eftir Guði.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 6.10.2011 kl. 15:52
Þetta umrædda hólf er hægt að fylla á marga vegu Halldóra, þó svo að þú kýst að fylla það með guði, þá þýðir það ekki að allir aðrir verði að gera eins og Þú, og allir aðrir hafi þessa sömu þörf og þú fyrir guði. Fólk er mismunandi, fólk hefur mismunandi þarfir.
Tryggvi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 16:07
Engir útúrsnúningar af minni hálfu Halldóra, bara einfalt dæmi um hvað þú ert að ástunda, sem er átroðningur vitleysu vegna fullvissu þinnar um eitthvað sem er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.
Ég lærði um þetta dauðadæmi þitt í fermingarfræðslunni í den. Þykir það jafn ógeðfellt nú og mér þótti það þá. Það eru aum rök að vísa til verstu lífsreynslu mannanna, en ég bendi þér þó á að ef þú hefðir fæðst annarsstaðar, þá beindi hólfið þitt þér í átt að Allah, Búdda, Míthra, Óðni eða hvað sem þessir 2.000 guðir heita nú allir saman.
Veistu hvað guðinn þinn heitir Halldóra?
Björn I (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 16:08
Þetta tal með 'hólf' er mjög kunnuglegt.
Það er reyndar bara hluti af þessu sama gamla, sem er mjög mannlegt, sem er að fólk á mjög erfitt með að fatta það að aðrir hugsi raunverulega öðruvísi en það sjálft.
Manns eigin reynsluheimur virkar svo sannfærandi á mann sjálfan, svo sjálfsagður og eðlilegur, að manni finnst út í hött að annað fólk upplifi hlutina öðruvísi.
Þetta er sama fyrirbærið og veldur því að fullt af fólki trúir því ekki að það sé hægt að 'raunverulega' vera samkynhneigður, t.d.
Það er alveg satt Halldóra að margir hafa þetta 'hólf', en það er einfaldlega rangt af þér að ætla að þarsem þú ert með það, og þeir sem þú átt reglulega samskipti við eru með það, þá hljóti það að vera þannig með allt mannfólk almennt.
Og jú, áður en þú ferð að spyrja þá hef ég alveg þurft að skoða dauðann í návígi. Bæði þegar fólk sem mér þykir vænt um hefur dáið, og eins þegar ég ligg andvaka og hef áhyggjur af eigin dauðleika, ég veit að það að trúa á eitthvað eins og guð eða endurholdgun myndi vafalaust vera 'þægilegra', en það breytir því ekki að mér finnst það ekki sennilegt.
Alexandra Briem, 6.10.2011 kl. 16:21
Fyrir utan að það kemur engu við.
Fólk á að vera skráð í trúfélög eftir því hverju það trúir. Ekki eftir því hverju foreldrar þeirra trúa. Ef þú finnur ekki 'Guð' fyrr en þú tekur eftir einhverju hólfi í þér þegar eitthvað slæmt gerist, þá áttu ekki að vera skráður í kirkju fyrr en þú finnur 'Guð' þegar eitthvað slæmt gerist.
Þetta er ekki mjög flókið sko.
Alexandra Briem, 6.10.2011 kl. 16:52
Andrés Helgi, ég tók nú bara svona sterkt til orða til að undirstrika þörf mannsins eftir Guði.Sjálf gafst ég Guði á unga aldri og vildi alls ekki vera án þess að eiga þessa lifandi trú.
Björn, Ég trúi á Jesú Krist.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 6.10.2011 kl. 17:49
Þín þörf endurspeglar ekki þörf allra.
Og guðinn þinn heitir ekki Jesús Kristur. Merkilegt að sjá að þú veist ekki einu sinni hvað guðinn þinn heitir.
Björn I (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 17:56
OK
Þú trúir á ~2000 ára gamlan galdrakarl. Fínt að það hjálpi þér að komast í gegnum lífið.
Ég er sjálfur ungur maður, en ég hef á minni æfi kynnst bæði öldruðu fólki sem hefur lifað sínu lífi án guðs eða drottins en hefur það samt gott, og þar að auki einstaklega ófullnægðu fólki sem hefur fyllt á sér öll möguleg hólf með trúnni á það að guð sé það besta sem til er, og að það sjálft eigi beinlínis að biðjast miskunnar og fyrirgefningar á því bara að vera til.
Ekki reyna að ýta þínum lífsþörfum yfir á saklaus börn.
Börn eiga skilið að fá tækifæri til að trúa eða trúa ekki því sem þeim sýnist.
Karl Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 18:07
Ég kannast nú ekki við að hafa neitt "hólf" sem er frátekið fyrir ósýnilega súperkarla....og mér líður bara ágætlega þrátt fyrir það.
Púkinn, 6.10.2011 kl. 18:28
Ég skil ekki alveg hvað þú átt við. Áttu við að afnám sjálfvirkrar skráningar sé ekki næg miskunn og því þurfi að biðja um meiri? Í hverju á sú miskunn að vera fólgin?
Þú áttar þig annars á að við afnám sjálfvirkrar skráningar í trúfélög þá skrást börn ásatrúarmanna ekki heldur sjálfkrafa í Ásatrúarsöfnuðinn, börn Votta Jehóva skrást ekki sjálfkrafa í söfnuð Votta Jehóva o.s.frv.?
Halldóra (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 19:38
All gods are homemade, and it is we who pull their strings, and so, give them the power to pull ours.
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 23:16
Hér er ég sammála, ég vona að sem flestir sannkristnir falli á kné og biðji af öllum lífs og sálar kröftum! Þannig getum við verið alveg viss um að nákvæmlega ekkert gerist, og Alþingi fær frið til þess að koma þessu frumvarpi í gegn.
Rebekka, 7.10.2011 kl. 06:28
Halldóra guð þinn heitir Jahve, ekki Jesú Kristur hans einkasonur. Týpískt fyrir kristna siðgæðisverði að vera svona illa að sér í kristnum fræðum.
Ásgrímur Hermannsson (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.