Frumvarp um flugvöll til framtíðar

Sælt veri fólkið!
Það er bjartur og fallegur dagur í dag,en nokkuð mikill snjór enþá.Mér varð á að kíkja á þessa frétt um flugvöllinn í Reykjavík.Og það fyrsta sem ég hugsaði var,hvert á hann að fara? Þegar ég var krakki var nokkuð mikill sjarmi kringum flugvöllinn í huga mínum,gamli flugvallarvegurinn svo ósléttur að maður fékk í magann þegar keyrt var greitt.Og það var mjög spennandi fyrir okkur krakkana.Mörgum áratugum seinna þegar undirrituð var á fæðingardeildinni fann maður fyrir því að smá ónæði var af vellinum. En ég naut þess að horfa á þegar þær hófu sig til flugs og komu til lendingar samt sem áður.Þannig eru oft margar hliðar á sama máli.Í dag finnst mér yndislegt að heyra í flugvélunum og sjá þær þaðan sem ég by.Og af persónulegum ástæðum þá finnst mér flugvélar eitt það stórkostlegasta sem menn hafa búið til.Og innst inni finnst mér ákveðinn sjarmi að hafa völlinn þar sem hann er.Hvað sem öryggi,hagkvæmni og öðru líður.
Þetta er nú bara svona smá þankagangur í hádeginu.

En það allra mikilvægasta er að biðja Guð að blessa land okkar og þjóð og fela honum allt sem gert er.
Njótið dagsins.Elskið friðinn. Og Guð veri með okkur öllum!

Bestu kveðjur.

Halldóra.


mbl.is Frumvarp um flugvöll til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Venjuleg Íslensk kristin kona" með flottan pistil. Algjörlega sammála.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 13:01

2 Smámynd: Friðrik Agnar Ólafsson Schram

Gott hjá þér, Halldóra, og ég er þér sammála. Mér finnst að við, öll þjóðin, þurfum að hafa innanlandsflugvöll í Reykjavík. Af hverju er mikilvægara að hafa þar hús og ennþá fleiri hús? Hverjum þjónar það -borgarsjóði? -til að fá meiri skattpeninga í borgarsjóð sem svo er farið illa með af misvitrum stjórnmálamönnum?  Nei, þá er betra að hafa þarna flugvöll sem er landsbyggðarfólkinu til hægðarauka þegar það þarf að sinna erindum í borginni og okkur sem þurfum að skeppa út á land.  Það er nóg pláss fyrir hús annars staðar hér á höfuðborgarsvæðinu, stærðar svæði út um allt. Sem sagt: Flugvöll áfram í Reykjavík

Friðrik Agnar Ólafsson Schram, 21.1.2012 kl. 13:01

3 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Ég er sammála því að flugvöllurinn var sjarmerandi í den. Hann er barn síns tíma og hægt er að byggja ennþá meira sjarmerandi borg án hanns.

Eins og er þá stendur hann í vegi fyrir samgöngubótum og ýmsu öðru sem betur mætti fara.

Skúli Guðbjarnarson, 21.1.2012 kl. 14:20

4 Smámynd: Stefán Stefánsson

Góður pistill hjá þér Halldóra og ég er sama sinnis og þú að það er gaman að fylgjast með flugvélunum.

Flugvöllurinn er á sínum rétta stað og það væri þvílík vitleysa og hjá nokkrum manni að fara að henda honum fyrir íbúabyggð.

Svo þarf að mynna andstæðinga flugvallarins á að Reykjavík er höfuðborg Íslands.... höfuðborg allra landsmanna og þar er stjórnsýslan og ýmsar ýmsar stofnanir sem fólk utan af landi þarf að komast í til að sinna ýmsum erindum. Þetta er ekki einkamál reykvíkinga.

Stefán Stefánsson, 21.1.2012 kl. 14:43

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Skúli, hvernig stendur völlurinn í vegi fyrir samgöngubótum, þegar rif hans myndi þýða enn fleiri að keyra til Keflavíkur og meira en tvöfalda tímann að fljúga til Akureyrar?

Ég hef stundum lent í Keflavík og tekið rútuna og svo leigubíl frá BSÍ til heimilis í Háaleitishverfinu. Þú ættir að prófa þetta eldsnemma að morgni með farangur og þreytt börn.

Það tekur alveg 1,5 klst. Bara aðra leið, labba út úr Leifsstöð:

1) bíða eftir rútunni, 2) keyra í rútunni og fara inn á BSÍ, hringja á leigubíl, 3) bíða, og svo 4) keyrir hann mann á lokastað.

20+50+10+10mín.=90mín. Ein leið.

Báðar leiðir gera sem sagt 3 klst auka-keyrslutíma og satt að segja tóm þreyta, sérstaklega með farangur og börn. Þessi tími eykst eftir sem umferðarstappan Hafnarfjörður-Reykjavík er meiri eða Flybus nýfarin.

Eitthvað til að huga að í rólegheitunum, því Reykjavíkurflugvöllur sjálfur er heilmikil samgöngubót. Reykvíkingar eru þrælheppnir að eiga svona stórann fínann völl og eiga að sinna honum, stækka, byggja betri flugstöð og gera þessa hluti sómasamlega og því hugarfari að vera þakklát fyrir það sem gott er.

Það væri nefnilega fínasta mál að fá að fljúga til Reykjavíkur í millilandavél, vonandi í náinni framtíð.

Ólafur Þórðarson, 22.1.2012 kl. 02:50

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl verið þið!

Takk fyrir öllþessi komment! Tek undir með ykkur að völlurinn á allra vegna að vera þar sem hann er.

Kærar þakkir!!

Halldóra

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 23.1.2012 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband