9.1.2008 | 08:10
Minn frið gef ég yður
Góðan dag!
Þegar ég vaknaði í morgun kl.6, settist ég niður með handavinnu.Allt var svo hljótt, og friðurinn mikill.
Þá kom í huga mér það sem Jesús Kristur sagði: Minn frið gef ég yður!
Og ég fann í hjarta mér hvað friður er mikils virði, þegar ég sat og saumaði út.'Eg fann innra með mér
frið frá himni Guðs, það var eins og sjálfur Jesús stæði hjá mér, og kæmi með þennan djúpa frið.
Og ég trúi því að það hafi verið svona sterk nærvera hans sem fyllti hjarta mitt.
Ég á í raun margar slíkar stundir.Stundum þegar ég er úti að ganga kemur þessi ró og ÞESSI friður
sem ég fann svo sterkt í morgun yfir mig. Svo á ég í fórum mér stundir úti í sveit.Bara það að keyra
gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum um há sumar tíð, þegar landið klæðist grænni kápu, og fuglasöngurinn fyllir loftið,þá fyllist hjartað af friði sem er engu líkur, og ég nýt sköpunnar Guðs
Og svo það sem blasti við er ég leit út í morgun,hvít jörð, það minnir mig á það ,að fyrirgefning
Jesú er eins og þessi syn,maður fer úr óhreinu kápunni og fær nyja í staðin.
Ég get líka alveg nefnt það hér,hvað sum tónlist nærir og fyllir hug og hjarta, meðan önnur
ætlar alveg að gera útaf við mann.Þegar ég kveikti á útvarpinu í morgun var stillt á Lindina og þá hljómaði lag, sem heitir, á himnum, lag sem kemur alltaf með svo mikinn frið.
Ég ætla að leyfa þessu lagi að hljóma innra með mér í dag!
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl systir!
Til hamingu með bloggið.
Kv.
Pétur bróðir.
Pétur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 10:32
Halldóra,
Þú ert algjör guðsgjöf! Gott framtakk hjá þér að byrja með þetta blogg - það er blessun að lesa skrif þeirra sem eru undir áhrifum meistarans eins og þú :-)
Kær kveðja, Ágúst Valgarð
Ágúst Valgarð Ólafsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:48
Sæl og blessuð Dóra Lára, gaman að vita að þú skulir vera komin með blogg magnað segi ég nú bara þú ert tölvuvædd að drífa þig í að blogga og gott að lesa ykkhvað sem nærir líkama og sál. Þú ert frábær. Gangi þér og fjölskyldu þinni. Með kveðju og Guðsblessun frá Svíþjóð. Pétur
Jóh Pétur Ö. Husby (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 00:28
Kæri Ágúst!
Þakka þér fyrir hlý orð.Guð blessi ykkur öll, stór og smá!
Kveðja Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 10.1.2008 kl. 12:08
Jóhann Pétur!
Gaman að heyra frá þér! Og takk fyrir uppörfunina.
Blessun og friður
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 10.1.2008 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.