28.5.2008 | 09:48
Getur einhver ráðið drauminn?
Heil og sæl öll!
Mig dreymdi svo mikið í nótt og mig langar til að segja ykkur frá því , ef vera kynni að einhver geti ráðið drauminn. Dreymdi að það fylgdi mér og manninum mínum risa stór engill, hvert sem við fórum.Hann var ljós yfirlitum afar fallegur með gull belti um sig miðjan og sverð í sliðri sem ég tók sérstaklega eftir að var úr því fallegasta gulli sem ég hef séð. Og ég tók eftir að þar sem hann steig niður glitraði á eitthvað, og ég sá að það var eitt og eitt gull korn í fót sporum hans.Daginn út og inn fylgdi hann okkur og ég fékk fallegt bros öðru hvoru frá englinum, sem ég skildi að væri tákn um að hann væri sáttur við líf mitt og gjörðir.Svo kom að því að hann syndi mér rúmið sem mér var ætlað, og í því var
einhvers konar dúnn, sem glitraði af gulli, en ég fann að var mykri en allt sem ég hef snert.En rúnið fannst mér minna á gömlu rúmin sem forfeður okkar notuðust við.Og engillinn sagði að þó að rúmið væri stutt og liti út fyrir að vera stutt og óþæginlegt, þá skipti það engu, því dúnninn myndi bæta það allt upp.Svo fannst mér við hafa sofið þarna, og vaknað að morgni, og engillinn var þarna í herberginu hjá okkur.Og hann segir við mig um leið og ég var að klæða mig,þvo mér og snyrta fyrir daginn, þú skalt lesa sálm 41 þegar þú vaknar.Fljótlega vaknaði ég og mundi þetta allt svo vel.
Getur einhver ráðið drauminn?
Englar Guðs vaki yfir ykkur í Jesú nafni.
Kær kveðja
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Dóra mín!
Ekki hefur þetta nú verið leiðinlegur draumur. En eftir lestur sálmsins þá finnst mér nú bara Drottinn okkar vera að lýsa velþóknun sinni á þér og láta þig vita að þú ert í hendi Hans og Hann fylgir þér hvert fótmál.
Kveðja. Árný
Árný (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:58
Sæl og blessuð Árný!
Þakka þér fyrir. Mér leið allavegana vel í þessum draum, og man hann vel.
Hjartans þakkir. Kv, Dóra.
Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 16:03
Kæra Halldóra.
Þessi draumur er yndisleg gjöf til þin á afmælisdaginn þinn 28.mai. Ef ég ætti leggja inn ráðningu mundi ég ráða drauminn þinn svona.
Þessi draumur er til ykkar Ásgeirs og fyrir þann tíma sem er framundan að hvíla í Guði og treysta honum.Sálmur 41; er Orð Guðs til þín,ekki hafa áhyggjur af fjármálum né sjúkdómum því Guð mun alltaf vel fyrir sjá.
Engill með sverð = Engill hernaðar sem berst fyrir þig.
Gull = guðdómleiki,konungdómur
Rúm=Hvíld,frelsi,nærvera Guðs,friður,sáttmáli
Þú ert blessuð kona því Drottinn Guð er frelsari þinn og skjöldur.
Þín vinkona
Helena
Helena Leifsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:39
Opinberun Halldóru :D
Jakob (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:25
Helena mín!
Takk fyrir þetta, og góða útskyringu.
Þú ert bara blessun!
Vinkonu kveðjur Halldóra.
Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 20:33
Sæl Halldóra mín .
Merkilegur Draumur og skýr merking, en um það hef ég enga þekking.
Gangi þér og þínum sem best í Guðs Friði.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 06:11
Sæll Þórarinn!
Takk fyrir hlyjuna og blessunar óskirnar.
Gott að fá þig aftur á bloggið eftir fjærveruna.
Guð blessi þig. Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 31.5.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.