5.6.2008 | 11:48
Mismunandi þyðingar .
Góðan dag!
Í gær fjallaði ég um nyju þýðingu Biblíunnar, sem sumir fagna og aðrir hafna.Ég sjálf hef verið að
skoða tilfinningalíf mitt gagnvart þessari mætu bók.Ég finn að ég er mjög tengd eldri þyðingunni þ.e. 81 útgáfunni.Kanski er það bara af því ég rata svo vel í henni, enda útkrotuð á spáss síðum og undirstrikað með rauðu á mörgum stöðum.Hef verið að lesa aðrar þyðingar og bera saman.
Ég ætla nú að færa inn sama versið úr 5 mismunandi íslenskum þyðingum, og leyfa ykkur að njóta með.
Rómverjabréf 5: 5En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthelt í hjörtum, fyrir heilagan
anda sem oss er gefinn. (81 útg.)
----------------------
Og vonin bregst okkur ekki.Því kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda
sem okkur er gefinn. ( 2007, útg.)
-------------------------
En vonin bregzt ekki:því að elsku Guðs er úthelt í hjörtum vorum fyrir Heilagan Anda, sem oss er gefinn: ( nyjatestamenti gefið út 1866)
-----------------------------
En vonin lætur eigi að hneykslun verða því að Guðs kærleiki er út heltur í vor hjörtu fyrir heilagan anda, þann oss er veittur. ( nyjatestamenti Odds Gottskálkssonar)
-----------------------------
Þegar þessu marki er náð, getum við verið hughraust, hvað sem á dynur, þá vitum við að allt mun fara vel.Vð vitum, að Guð elskar okkur og hann hefur gefið okkur heilagan anda og fyllt hjörtu okkar af kærleika sínum.Við finnum að við erum umvafin kærleika hans! (Lifandi orð, nyjatestamentið á daglegu máli)
Það er mjög fræðandi og gott að skoða Guðs orð útfrá öðrum þyðingum.Kem ekki með erlendar þyðingar í þetta sinn.
Mér finnst svo merkilegt hvað eitt orð í svona texta getur skipt mann máli "úthelt" eða "streymir"
Fyrir mér er orðið " úthelt" eitthvað sem kemur í miklu magni, en orðið " streymir"eitthvað sem
streymir í sífellu, lítið eða mikið. Samt þyðir þetta það sama. Hvað finnst fólki í þessu samhengi?
Kveð núna,en megi náð Drottins streyma ríkulega yfir ykkur í Jesú nafni.
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Halldóra, ég er að finna þig fyrst nú eftir ábendingu frá Guðsteini (reyndar fyrr í vetur-svona er viðbragðstíminn stundum slakur) En þessi biblíuþýðingamál eru mjög spennandi, sjálfur held ég mest uppá ´81 þýð. En oft hef ég rekist á aðrar þýðingar sem lyfta anda mínum hærra, finn trúna vaxa betur. T.d. á 23. Sálmi stendur að bikar minn sé barmafullur og eins er það í Luther þýðingunni. í Revised Standard Version er hinsvegar talað um overflowing cup, yfirflæði - og þýska Elberfelderþýðingin segir það sama: mein Becher fließt über. Bara smá dæmi um það hvernig hægt er að þýða í trú... sumsé í meiri trú !!
Ragnar Kristján Gestsson, 5.6.2008 kl. 17:18
Sæll vertu Ragnar! Gaman að heyra frá þér.Var svolítið efins um manninn út af þessari vígalegu mynd, en kemst svo að því að þar fer heilsteyptur guðsmaður.Því fleiri guðs menn og konur því betra!
Takk fyrir þessa útskyringu.Ég er að skoða það sem er best .Takk fyrir að fylgjast með!
Kveðja úr Garðabæ Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 5.6.2008 kl. 20:55
Já, þegar ég var að byrja á blogginu fannst mér þetta vígalegasta myndin sem ég fann. Nei, grínlaust þótti mér þetta sniðugt og hef einhverntíman hætt að hugsa um þetta. Takk fyrir að minna mig á þetta. Þakka þér boðið, þygg það með þökkum.
Ragnar Kristján Gestsson, 6.6.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.