16.6.2008 | 17:43
góða kvatningin!
Góðan dag!
Hef verið að hugsa um það hvað það er mikilvægt fyrir okkur kristið fólk að halda okkur fast við Drottinn Guð. Það er nefnilega svo auðvelt að falla frá eða sofna á verðinum.Kristið fólk á samfélag við Drottinn Guð. Tókstu eftir þessu, kristið fólk á samfélag við Drottinn Guð! það er næring trúarlífsins.Sé slakað á er voðinn vís! Kem með kvatningu í dag um að halda sér fast við samfélagið við drottinn, því það er ekki svo langt síðan ég ræddi við aðila sem var svo glaður að hafa frelsast fyrir nokkrum árum, en í raun hafnaði trúnni þegar við ræddumst við, fyrir nokkru.Mér var sannarlega brugðið.Hann var hættur að lesa hættur að sækja sér styrk og blessun í kirkjuna sem hann sótti, og þóttist vera kominn á þann stað sem hann kallaði"gömlu góðu barnatrúna ". Þvílík blekking. Barnatrú eins og svo margir kalla sína trú, getur alveg verið lifandi og sönn trú.en þegar fólk notar þetta heiti yfir sitt fráhvarf, þá
er mikil blinda til staðar. Það stendur svo í Opinberunarbókinni:Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur eða heitur.Betur að þú værir kaldur eða heitur.En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur mun ég skyrpa þér út af munni mínum. Er þetta ekki alvarlegt? Drottinn vill að við séum heil og sönn í okkar trú á hann.Og þá mun hann blessa líf okkar.
Því bryni ég ykkur sistkyn að þér vegna miskunnar Guðs bjóðið fram sjálfa yður að lifandi heilagri Guði þóknanlegri fórn.Það er sönn og rétt guðsdyrkun af yðar hendi.Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnyjun hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna hver sé vilji Guðs, hið góða fagra og fullkomna.
Þarna erum við brynd til þess að gefast Guði heilshugar, og og haga okkur eins og þeim sæmir sem Kristi fylgja.Og svo erum við brynd til þess að endurnyja hugarfarið!
Vá er það hægt, hugsar þú kanski.Já það er hægt með því að hleypa inn hugarfari trúarinnar , hinu góða, fagra og fullkomna. Og þá eignastu gleði trúarinnar, sem víkur ekki frá þér, þó að þér mæti
kanski daprir dagar. Og ef þú efast einhverntíma um hvort Jesús vilji vera vinur þinn,þá eru hér góð og yndisleg orð til þín.Sjá ég stend við dyrnar og kny á, ef einhver heyrir raust mína mun ég fara inn til hans, og neyta kvöldverðar með honum. Jesús stendur við þínar hjartadyr núna!
hver sem þú ert. Hvort sem þú ert heill og sannur í trúnni þinni eða hvort þú hefur sofnað á verðinum,þá er Jesús að bíða eftir að heyra röddina þína,röddina sem skiptir hann svo miklu máli.
Af því að þú ert einstakur/einstök.Drottinn Jesús elskar þig, með óendanlegum kærleika!
Kveð með hinni fögru kveðju
Bless
Halldóra
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.