21.6.2008 | 12:10
Lifandi orð.
Góðan dag!
Hér eru nokkur vers úr Kólossusbréfinu, eins og þau standa í Lifandi orði(en það er þyðing á nyjatestamentinum á daglegu máli)
Með lífi Jesú og starfi opnaði Guð allri sköpun sinni, bæði á himni og jörðu, leið til sín.Með krossdauða sínum, blóði sínu ,kom hann frið á milli Guðs og alls á himni og jörðu, ykkar líka.Því að þið voruð eitt sinn fjærri Guði og óvinir hans.Þið vilduð ekkert af honum vita.Hugsanir ykkar og verk voru eins og veggur milli ykkar og hans.En þrátt fyrir það, hefur Jesús leitt ykkur til sín sem vini sína.Það gerði hann með því að deyja á krossi sem raunverulegur,sannur maður og því næst hefur hann leitt ykkur til samfélags við Guð.Þar standið þér fullsyknuð í hans augum.Það eina sem Guð krefst , er að þið standið í sannleikanum eins og hann er.Standið föst og óhagganleg í þeirri sannfæringu að gleðiboðskapurinn um að Jesú hafi dáið fyrir ykkur sé sannur og að þið hvikið aldrei frá þeirri trú að hann hafi frelsað ykkur.Þennan undursamlega boðskap fenguð þið að heyra hvert og eitt og nú breiðist hann út um allan heiminn, og hef ég Páll verið svo gæfusamur að taka þátt í því.
Mér finnst líka svo frábært það sem stendur í öðrum kafla Kólossusbréfsins og það er Páll postuli, sem talar og segir: Ég vil gjarnan að þið vitið hve mikið ég hef barist í bæn fyrir ykkur.Einnig fyrir mörgum vinum mínum sem hafa aldrei kynnst mér persónulega.Og þetta er bæn mín fyrir ykkur: Að
þið mættuð hljóta uppörvun, tengjast sterkum kærleiksböndum og eignast þá dyrmætu reynslu að kynnast Kristi náið og af eigin raun.Hann er sjálfur þetta leyndarmál Guðs sem nú loks hefur verið kunngjört.Í honum er að finna alla fjársjóði vísdóms og þekkingar.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Halldóra.
Takk fyrir fallegan texta úr Biblíunni okkar sem er leiðarbókin okkar. Ég var í Reykjavík og kom í Kristskirkju 8 júní sl. og sat hjá Guðsteini og Bryndísi. Það var gaman að hitta Keith og Ástu. Þau syngja alltaf jafn dásamlega. ég fór fram til fyrirbænar með bænarefni fyrir bloggvinkonu minni sem ég var að koma frá þegar ég kom á samkomuna. Hún er í bata. Guði sé lof.
Guð blessi þig.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 13:04
Sæl Rósa!
Yndislegt að fá þig aftu á bloggið, saknaði þín!
Ég var ekki á þessari samkomu, þar eð ég kemst ekki þegar
ég hef ekki bílinn.Maðurinn minn vinnur á nóttunni, og fer svo
snemma á vakt.Ég er því alltaf trúföst þar, þegar hann er ekki á helgarvakt.
Hefði verið gaman að hitta þig.Rósa, Guð blessi þig bak og fyrir !
Kveðja Halldóra.
Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 16:58
Sæl Halldóra mín, takk fyrir síðast gaman að hitta þig hjá frænku minni.´
Þetta var frábær færsla hjá þér, þakka þér fyrir hana, vonandi sjáumst við á samkomu fyrr en seinna.
knús
Linda, 21.6.2008 kl. 22:38
Sæl Linda mín!
Þakk þér fyrir mín kæra.Verð á mínum tíma í kirkjunni þe eftir viku.
Þú ert bara yndisleg guðs kona og gott að eiga þig sem blogg vinkonu !
Vertu Guði falin.
Kveðja Halldóra.
Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:22
Aida., 21.6.2008 kl. 23:39
Sæl Aida!
Takk fyrir innlitið, og fyrir þínar færslur!
Guð blessi þig og alla þína.
Halldóra
Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.