Þetta þarf að lesa til enda.

    

                               Uppskeruhátíð.

 

E inu sinni á ári hverju

allt fær mál:og ávextir og ymsar jurtir

eignast sál.

Þá verður allt svo yndislegt

ég alveg gleymi tíma og stað;

og skelfing finnst mér skringilegt

hve skynjað fáir geta það;

þá verð ég eins og blessað barn

er brosir jólakerti við,

og hjartað skynjar himnaríkis

helgan frið.

 

Þá glöggt ég sé að grær og vex

hið góða sáð,

er flytur öllum föllnum mönnum

frelsi og náð.

Ég sé að ekkert er svo smátt

að ekki noti Drottinn það;

ég sé hans ríki léð fær lið

ein lítil jurt-eitt jarðneskt blað;

ég sé nú lífsins leyndardóm

um lítið mustaðskorn, er grær

og helgað Drottni heiðnum sálum

hundrað falda blessun ljær.

 

Ég heyri ávöxt til mín tala

tungumál,

erhrífur bæði hug og vilja

hjarta og sál

hver einn þeirra sína sögu

segir mér með gleðihreim

hvílík undra heill og gæfa

hafi verið gefin þeim.

Það leggur af þeim ljóma þann,

er lífgar hugann, eins og ber,

að krækiberjakassa fyrst

ég kom-og saga hans þessi er.

 

Á lyngi fæddust lítil ber

svo ljúf og björt.

Þau vildu fá að vaxa fljótt

og verða svört.

Þau keppast eins og kraftar leyfa

krækiberjum framast hér;

úr æðum lyngsins sífellt safna

safa hverja stundu er.

Þau bústin urðu og bikasvört,

er brosti sólin blítt við þeim

og sólargeislinn seiddi í þau

sætan mildan berjakeim,

þá óljóst fannst þeim, að þau hefðu

eitthvað sérstakt háleitt mið,

en þolinmóð þau þrauka urðu,

 og þreytandi og löng var bið.

 

En loksins fingur leystu þau

úr lyngsins kló

og kuldabólgin kvenmannshönd

í ker þau dró.

Af hamingju þau hoppa dátt,

er hentust niður í brúsa og dós,

og myrkrið þar var meira að segja

að mati þeirra skærara en ljós

- og krækiberin kolsvört munu

í Kína ljósið tendra brátt,

því arður þeirra umbreysst fær

í orðsins helga sigurmátt.

 

Og rabbabarinn raunir miklar

reynir nú.

Þeir allir segja:Ástæðan 

er aðeins sú,

að verðlaunanefndin virti okkur

svo voðalega lágt í haust,

að enginn getur okkur selt,

úr því sleppi skaðalaust;

við meigum gjarnan fúnir falla

foldar til, en þá er traust,

að kristniboðið kann að meta

kosti okkar líka í ár,

og von er því að verði stabbinn

vel í meðallagi hár;

þótt aðrir hafi tap og tjón,

því tókst að þéna nú sem fyr,

og framlag okkar opnar því

til ótal margra hjartna dyr.

 

Og kálhausar og kartöflur

þar kallast á.

Þau fundið geta engin orð

um upphefð þá,

að eiga að notast einmitt þau

til útbreiðslu á ríki hans,

er einn fær hverja uppfyllt þrá

og allar þarfir syndugs mans.

 

Að kálhaus skuli kristniboði

kraft og aðstoð meiri ljá

en höfuð,það sem hefur margur

hygginn maður búki á,

er grátlegt, en það er satt en samt,

þótt sé það ekki skammarlaust

-en kanski koma betri höfuð

til kristniboðsins næsta haust.

 

Nú hef ég ekki tíma til

að tína upp meir

af ávöxtum,því óteljandi 

eru þeir.

En eitt ég lærði unaðslegt

af öllu, sem ég heyrði og sá,

að Drottins náð vill nota mig

til neyðarbarna þeirra að ná,

sem hafa ekki heyrt það enn,

hve heitt þá Jesú elska vann

og hafa ekki hugmynd um

þá hamingju að trúa á hann.

Ég veit,fyrst kál og kartöflur

og kosvört lítil krækiber

fær Drottinn notað,á hann einnig

einhvern starfa handa mér.

 

Þetta ljóð er eftir Bjarna Eyjólfsson, sem þekktur var fyrir starf sitt á akri Drottins

í KFUM og kristniboðssambandinu.

 

Njótið lestursins og íhugið hve dyrmætir þjónar í ríki Drottins við getum verið.

 

                        Kær kveðja    Halldóra.
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Halldóra mín.

Þetta er svolítð öðruvísi kveðskapur en maður á að venjast, en samt mjög góður og tilefnið dálítið óvenjulegt.

Hafðu þökk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 21:20

2 identicon

Sæll vertu Þórarinn!

Varðandi þessa færslu, fannst mér svo flott hvernig Guð getur notað jafnvel krækiber til að efla ríki sitt.

Takk fyrir komuna,og hafðu þökk fyrir þínar færslur sem eru alltaf jafn spennandi lesning.

Með kærri kveðju og Guðs blessun

Halldóra.

Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Halldóra.

Takk fyrir símtalið góða. Er búin að gera tvær tilraunir og senda þér póst en fæ póstinn aftur.

Lúkasarguðspjall 10:2

"Og hann sagði við þá: ,,Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar. "

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.6.2008 kl. 12:37

4 identicon

Sæl Rósa mín!

Mikið var yndislegt að heyra í þér.Ætlaði sannarlega að senda póst strax.En ég hef eitthvað gert, sem er ofar mínum skilningi, og verð því að fá mér nytt netfang, því miður

Sonur minn ætlar að ganga í þetta í dag, en ef fólk þarf að ná í mig  er ég í símaskránni.

 Harmljóðin 3:22-26

                                 Sendi póst um leið og hægt er!

Drottinn blessi þig og mæti þörfum þínum á alla kanta Kv.Halldóra

Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 79327

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband