8.7.2008 | 11:27
Boðskapur dagsins.
Sæl og blessuð öll!
Í gær var ég með boðskap dagsins á Lindinni,og ætla ég að setja hann hér í dag.
Í Jóhannesarguðsspjalli stendur: Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.
Trúið á Guð og trúið á mig, segir Jesús.
Kæru vinir! Hér eru yndisleg orð, frá himni Guðs til þín .Allir menn og konur
upplifa einhverntíma á lífsleiðinni allskonar erfiðleika.Og núna þessa dagana
heyrum við fólk tala meira um hræðslu og ótta.Bara vegna þess sem er að gerast í
þjóðfélags málunum.En hvað segir ritningin? Hún segir:Hjarta yðar skelfist ekki
né hræðist. Af hverju ættum við ekki að hræðast eða vera kvíðafull?Af því að
Jesús er hjálpin. Hann sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.Hann er
sem sé vegurinn að hjálpinni þinni!Hann er sannleikurinn og lífið.Sá mikli
sannleikur fyrir þig,og lífið. Og Drottinn þekkir þær fyrirætlanir sem hann hefur
í hyggju með yður.Fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju. Ef einhvað hefur
gerst í þínu lífi, sem fór úrskeiðis,þá er það vegna þess að við klúðruðum sjálf
góðri og fallegri áætlun Guðs.við verðum og eigum að gera vilja Guðs í öllum hlutum.
Ef við gerum það munum við blessun hljóta.Og svo stendur í orði Guðs:Varpið allri áhyggjum yðar upp á hann,því hann bera umhyggju fyrir yður.Hann mun aldrei hafa augun af þér!
Það stendur svo fallega í orðinu: Þótt ég settist við hið ysta haf,einnig þar mundi hönd þín
leiða mig! Hjarta yðar skelfist ekki , þannig hóf ég þessi orð mín í dag.Og ég kvet okkur í
hvaða kringumstæðum sem er, til þess að taka þau til okkar. Og ég bið þess að Drottinn
megi gefa ykkur af ríkdómi dyrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra
með yður,til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar,og þér verða rótfestir og
grundvallaðir í kærleika.Ef við erum þannig þá þurfum við ekkert að óttast.Drottinn mun vel fyrir sjá.
Leggjum þessvegna alla hluti í Drottins hendur.Hann er sigurvegarinn.Hann reis upp frá dauðum,
og sigraði allt vald á himni og jörðu.Við sem tilheyrum honum getum þessvegna verið örugg
jafnvel þó lífs báturinn okkar ruggi duglega í ólgu sjó lífsins.
Bestu kveðjur Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
Ég heyrði boðskapinn fluttan í gær á Lindinni. Frábær boðskapur og dásamlegt að fá að lesa hann hér á netinu líka.
Megi Guð almáttugur blessa þig og þína ríkulega.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.