Litli fuglinn

Komið þið sæl !

Í sumar kom ég að litlum þrastar unga sem hafði flogið á gler vegg og beðið bana.

Það verður að segjast að ég var hálf partin með tárin í augunum,þegar ég tók litla skinnið upp og

bjó honum stað. Hann fór vitlausa leið, og það varð honum dyrkeypt. Þannig er það líka hjá okkur mannfólkinu.Biblían segir okkur að vegirnir sem hægt er að fara í gegnum lífið séu bara tveir!

Annar liggur til lífsins, hinn liggur til glötunar.Lífið er eiginlega vígvöllur, við verðum sífellt að vera að taka ákvörðun um hvora leiðina við förum.Hvort við framgöngum í ljósi Drottins Guðs eða göngum

myrkann veg án Krists.Biblían kvetur okkur til að gera hið góða og fagra og fullkomna.Hvernig er það hægt?Það er bara ekki hægt! Ekki án hjálpar.Og sá eini sem getur hjálpað er Drottinn Jesús Kristur.

Hann segir : Verið í mér! Og ekki bara það, heldur segir orð Guðs Biblían, að við eigum ekki að vera hálf volg, heldur brennandi. Og hvernig förum við að því? Jú með því að halda okkur fast við Drottinn .

Lesa Guðs orð, biðja og sækja samfélag heilagra. Og við erum svo heppin sem nú lifum að hafa  kristilega útvarpsstöð, sem við getum hlustað á. Það ætti að vera auðvelt fyrir okkur að vera heils hugar.Látum ekkert trufla okkur á göngunni með Guði. En  það vita allir sem ganga þennan veg að  það er vinna  að ganga þennan veg.Við verðum að rækta þessa dyrmætu trú daglega, svo við sofnum ekki á verðinum.Ég sagði að lífið væri eins og vígvöllur, og þannig er það. Það er stríð  á þessum lífs vegi okkar milli góðs og ills um okkur!Fuglinn litli flaug á vegg, förum varlega, svo það fari ekki illa fyrir okkur.

 

Kæru vinir, látið orð Drottins búa hjá ykkur, og göngum saman götuna sem liggur til lífsins! 

  Þar til næst,friður sé með ykkur!!!

                                                            Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Halldóra mín.

Litli fuglinn fór ranga leið og það varð hans bani. Mættum við gá að okkur því við eigum í baráttu við andaverur vonskunnar sem vilja granda okkur.

Datt í hug texti þar sem talað er um fuglana sem eru áhyggjulausir. Guð skapaði fuglana og þeir fá fæðu án þess að vera með áhyggjur og aftur áhyggjur eins og við.

"Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin?

Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?

Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?

Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.

En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.

Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir!

Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?`

Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa.

En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.

Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning." Matt: 6: 25. - 34.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl vertu Rósa mín!

Þú ert bara frábær, og skylur fagnaðarerindið mjög vel.

Í þessum texta sem þú kemur hér með eru loforð frá himni Guðs til okkar.

Forgangs röðin er að leita fyrst ríkis Guðs og hans réttlætis,þá muni hann veita okkur

af gnægð sinni,langt út fyrir það sem við biðjum eða skynjum. Við verðum að halda okkur fast við hann

alla daga, og vera heilshugar.

Rósa mín Takk fyrir að vera  sú sem þú ert! Knús frá mér!  Halldóra. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 9.8.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband