12.8.2008 | 11:12
Engin vonbrigði
Sæl verið þið!
Hef verið að hugsa um það hvað það er gott að eiga góðan stað til að fara á! Ég er ekki að hugsa um útlönd sumarbústaði eða þess háttar.Haltu áfram að lesa þá sérðu hvað ég meina.
Sumt fólk á erfiðar minningar um ákveðna staði og ákveðin hús, af því að reynsla þeirra þar var ekki góð.Ég ætla svo sem ekkert frekar út í þá sálma.En fyrir líklega um 25 árum kom ég inn í búð,en fékk svo vonda þjónustu að ég kom aldrei aftur þar inn,jafnvel þó hún sé löngu hætt, og margir aðrir hafi verið þar og hætt líka. Móttökurnar og viðmótið var þannig. Já það eru margar skrítnar kringumstæðurnar sem koma upp í lífinu. Hins vegar fæ ég lang oftast góðar móttökur bæði í verslunum og þar sem ég kem.
En einn veit ég stað sem maður verður ekki skúffaður við að koma á og það er Drottinn Guð.Hann sagði, komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.Sjálf veit ég ekkert betra en að halla mér upp að föður hjarta míns himneska föður.Hvað sem mætir í lífinu,þá er þar skjól að fá.Og minningin um að hafa komið til Jesú getur aldrei orðið vond.Hann segir svo undurblítt í hjarta manns,barnið mitt,syndir þínar eru þér fyrirgefnar.Svo er sá friður sem fyllir hjartað engu líkur.Þið verðið bara að prófa!
Og hann segir að hvern sem til hans komi muni hann ekki á brott reka. Lífið er eins og vígvöllur, en sá sem á trúna á Jesú á skjól sem hann verður ekki rekinn úr.Hann er eins og sálmurinn segir Bjargið aldanna,borgin mín,byrg mig þá í skjóli þín.Jesús þekkir þig með nafni,hann elskar þig og er ekki sama um þig. Í ólgu sjó lífsins er ekkert betra en að koma til Jesú.Hann mun ekki hafna þér!
Drottinn blessi þig í dag!
Kveðja
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
Takk fyrir þennan yndislega texta. við erum lánsamar að eiga andlegan föður sem við getum leitað til bæði í gleði og sorg. Alltaf er faðir okkar til taks fyrir okkur.
"Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver, sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." Jóh. 3: 16.
Guð gefi þér góðan dag í Jesú nafni.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:28
Sæl mín kæra!
Takk fyrir fallegt komment,þér líkt!
Blessun og friður umvefji þig!
Hlý kveðja Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.