Merkis dagur 6. september

Guð gefi ykkur góðan dag,kæru vinir!

Dagurinn í dag er sérstakur hjá mér, því við hjónakornin eigum 22 ára brúðkaups afmæli  í dag.

Man ekki eftir mörgum laugardögum ,sem bera uppá þennan dag,það getur þó vel verið.Merkilegur  og góður dagur í okkar lífi.

Annað merkilegt sem ég vil minnast á hér,og það er að ég hef verið að lesa sæluboðin úr fjallræðu Jesú í 5 kafla Matteusarguðspjalls.Hef verið að lesa þetta sama efni í enskri Biblíu,og með því að gera það  þá fær maður allt aðra dypt í þennan texta, og hvað þau þyða fyrir okkur.Ég er reyndar með Amplified Bible, sem útskyrir vel  og víkkar sjóndeildar hringinn.Þar er notað orðið Blessed, sem mér finnst eiginlega vera betra orð.Því þetta orð þyðir í raun yfirflæði, ef ég skil það rétt. Og hver vill ekki vera í yfirflæði frá himni Guðs?  Og þar sem stendur sælir eru fátækir í anda,því þeirra er himnaríki.Stendur,

for theirs is the kingdom of heaven! Við að lesa þetta á enskunni opnaðist fyrir mér hversu mikil blessun og auðleggð  drottinn á fyrir okkur.

Kann ekki við að færa inn færslu á ensku,en bendi ykkur á að lesa þetta á ensku til samanburðar.

      Drottinn blessi ykkur öll, og úthelli yfir sín börn yfirflæði frá himni Guðs!

Ætla að halda uppá daginn í rólegheitum , og hvíla undir blessandi höndum hans.

    Þar til næst             Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Halldóra.

Ég ætla að byrja á því að óska ykkur hjónunum til hamingju með daginn.

Það er alltaf fögnuður yfir farsælu hjónabandi.

Gangi ykkur allt það besta í haginn --------------liðlangan daginn,og alla daga.

Algóður Guð veri með ykkur í blíðu og stríðu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 15:23

3 identicon

Sæl og blessuð bæði tvö!

Hjartans þakkir fyrir hamingjuóskirnar!

Þetta var bara góður dagur.Bakaði skonsur og helti uppá könnuna fyrir okkur tvö

uppi í sumarbústað.

Verið Guði falin       Kveðja Halldóra.

Halldóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 13:14

4 identicon

Sæl Halldóra ,

Ekki sveik ég mætinguna,heldur fékk ég slæmt Astmakast.

Vertu Guði falin.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 00:04

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll vertu Þórarinn!

Þegar ég horfði yfir söfnuðinn sá ég engann sem gæti verið þú

Sjáumst bara næst!

                                            Halldóra.

Ps. sendi þér sálm 139;1-3,.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 9.9.2008 kl. 00:34

6 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Til hamingju svona eftirá með afmælið

Ragnar Kristján Gestsson, 12.9.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband