15.9.2008 | 13:46
Boðskapur dagsins.
Sæl og bless!
Var með boðskap dagsins á útvarpsstöðinni Lindin í morgun,læt hann vera minn boðskap hér í dag.
Í dag langar mig að uppörfa þig og gefa þér gull mola frá borði hins himneska Drottins Guðs.Það kemur oft fram í í Guðs orði hvað við erum mikið elskuð af honum.Það stendur drottinn þú rannsakar og þekkir mig hvort sem ég sit eða stend,þá veist þú það.Og meia að segja stendur svo fallega,Þú skynjar ´hugrenningar mínar álengdar,hvort sem ég geng eða ligg,þá athugar þú það. Alla vegu mína gjörþekkir þú.Ég vona að þú hafir tekið eftir þessum orðum frá himni Guðs til þín.Það smæsta og það stæsta í þessu lífi skiptir Drottinn Guð máli. Hann dó á krossi fyrir þig og blóð hans hefur afmáð alla synd. Við eigum hreinsun í blóði hans. Við erum hrein fyrir blóðið hans. Og Drottinn vill leiða okkur hvert sem við förum.Sumir erum kanski í táradalnum á þessari stundu.Drottinn er hjá þér,Drottinn er nálægur ! Án hans værirðu kanski en verr staddur. Hann heyrir bæna andvarpið þitt!
Það er frásaga í Jóhannesar guðspjalli þar sem sagt er frá undarlegu fyrirbæri en það var laug,þar sem vatnið hrærðist á ákveðnum tímum og sjúkir fóru ofan í og fengu lækningu. Sá sem fór fyrst fékk lækningu. Og þarna var maður sem hafði verið veikur í 38 ár, sem að okkar áliti er einn besti kafli lífsins.En þarna var þessi ágæti maður, en hann náði aldrei að komast ofan í,því það var alltaf einhver á undan honum.Svo kom Jesús þarna, og sá hann þar sem hann lá og vissi að hann hafði verið lengi sjúkur .Jesús kom til hans og spurði hvort hann vildiverða hreinn. En svar mansins var svo vonlaust, er hann svaraði: Herra éghef engann til að láta mig í laugina þegar vatnið hrærist og þegar ég er að reyna að koma mér ,fer alltaf einhver annar á undan. Herra ég hef engann til að láta mig í laugina.Jesús segir þá Stattu upp, tak rekkju þína og gakk.
Mér finnstþetta svo heillandi saga.Hún segir mér að Jesús kemur aldrei of seint.Við sleppum kanski ekki við þjáningu þessa heims. En ef við viljum hafa Jesús með mun hann koma.Líka til þín sem finnst þú vera í vonlausum aðstæðum.Lokum aldrei á að Guð geti gert hið ómögulega! Jesús er nær en þig grunar. Hann vill fá að koma og hressa sál þína.Nærvera hans er einstök. Og nú kvet ég þig til að ákalla nafnið hans þér til hjálpar og lausnar og blessunar.Og Jesús kemur þegar þú nefnir nafnið hans! Amen.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Halldóra.
Það fór ekki framhjá mér að það varst þú í morgun á LINDARBAKKANUM að ausa úr lindinni þaðan sem viskan kemur.
það var gaman að heyra þig tala,og efnistakan var góð.
Takk fyrir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 01:44
Sæll vertu Þórarinn!
Þakka þér fyrir að hlusta.
Mér er ljúft að boða fagnaðar erindi Drottins okkar, og bið Guð að blessa það.
Ég bið hinn hæsta að blessa þig líka, og vera með þér í lífsins ólgu sjó!
Kveðja Halldóra.
Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.