27.9.2008 | 10:54
Geimganga
Komið þið sæl!
Æ, mér finnst það alltaf jafn ógeðfellt þegar svona "merkilegir" atburðir eiga sér stað,að einhver sé að spássera úti í geimnum.En mér ætti ekki að finnast það,heldur ætti mér að finnast það eðlilegt,vegna þess að þekking og tæki þessa heims er slík. Og Biblían,sem skrifuð var löngu fyrir okkar daga tekur á slíkum málum og segir um manninn,þú lést hann verða litlu minni en Guð! Með sæmd og heiðri kryndir þú hann.Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum,allt lagðir þú að fótum hans.
Takið eftir ! Guð gaf manninum slíka þekkingu, að maðurinn er litlu minni en Guð.
Mér kemur alltaf þessi setning Biblíunnar í hug þegar,maðurinn er að gera eitthvað sem er ,næstum einum of! Og svo er það líka næstum svakalegt til að vita að þessum atburði er sjónvarpað beint í Kína.
Ég er nú ekkert gamaldags í mér og púkó í hugsun,held ég,en það er samt eitthvað við svona gjörning sem,mér er illa við.Kanski er það bara sú hugsun ef eitthvað brygði út af, og þeir kæmust ekki til jarðarinnar aftur, sem gerir það.Veit það ekki En hitt geri ég,ég óska Zhai Zhigang og félögum alls hins besta.
Fyrir okkur sem höldum okkur bara hér niðri á jörðinni, eru hér yndisleg orð úr Biblíunni:
Svo segir Drottinn,sá er skóp þig, og myndaði þig.Óttastu eigi,,því að ég frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni ,þú ert minn!
Með kveðju og Guðs blessun Halldóra.
Zhai í geimgöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kína er að taka við kyndli lúsifers um þessar mundir frá bandaríkjamönnum, því er eðlilegt að þér finnist svona tákn, svona yfirlýsingar til heimsins, ógeðfelldar. Það er hrollvekjandi að Kína sé fyrirmyndarríki sameinuðu þjóðanna og það ríki sem þeir vilja að öll ríki líkist, þrældómur, alræði, skriffinnska og mannréttindi fótum troðin.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:04
Sæll vertu Gullvagn!
Æ þetta er allt einhvernvegin svo tjúllað!
Það er víst margt rétt sem þú segir.
Kv. Halldór
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 27.9.2008 kl. 23:54
Sæl Halldóra.
Einhvern vegin svo "tjúllað",
En nú ætla menn að fara að eigna sér himintunglin í röðum og sýna okkur jarðarbúum að ÞAR SÉ HÆGT AÐ BÚA Í SÁTT OG SAMLYNDI.
Er nú ekki eitthvað að?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 06:29
Sæll vertu Þórarinn!
Það er rétt sem þú segir,svo hefur maður heyrt að fólk borgi fúlgur fyrir að láta dreyfa öskunni af sér þar þegar það
yfirgefur þennan heim, er það ekki bara ennþá meira "tjúllað"
Nema að svo fari að við,þú og ég sækjum um lóð á tunglinu og verðum þar nágrannar?
Það er varla vitlausara en öll hin vitleysan
Afi minn sagði alltaf þegar yfir hann gekk"Ekki er öll vitleysan eins,þó hún sé svipuð"
Ætla í Guðshúsið mitt í kvöld,til að njóta fagurrar tónlistar og hlusta á Guðs orð.
Gaman ef þú.......................þú veist Kv. Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 28.9.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.