Himneskar skonsur.

Sæl verið þið vinir!

Sagan af Jesú þegar hann mettaði fimþúsund mans er sérlega heillandi.

Drottinn gerði mikið úr litlu.Mér finnst það  góð ráðsmenska. Í okkar þjóðfélagi

hefur verið alið á græðgi, og margur kann ekki að spara. 

Á fyrstu hjónabands árum okkar hér var mikið sparað, og æ síðan höfum  við

reynt að fara vel með.Ég bakaði brauðið sjálf og reyndi að vera útsjónarsöm .

Þetta gekk í mörg ár,en svo urðu heimilis menn þreyttir á að fá allt heima bakað,

svo það hefur minkað mikið.Ein er þó sú uppskrift,sem hefur fylgt mér gegnum 

langa tíð, og er alltaf jafn vinsæl, og ég baka oft til að brjóta upp.En  þessi uppskrift

er ein sú allra besta, ef þröngt er í búi.Ég er löngu hætt að mæla nákvæmlega  í hana,

set bara slatt af hverju.Þetta eru skonsur.

Nákvæmt mælt er hún svona:

HALLDÓRU SKONSUR:

3. bollar hveiti

3. bollar mjólk

3 egg ( ég nota oftast 2 egg)

3. tesk ger

 1. tesk. salt

Hrært þar til deigið er kekkjalaust,

deigið á að vera frekar þykkt.

Bakað á pönnuköku pönnu, sem er 

hituð á mesta hita, pönnuna þarf að smyrja

svo auðvelt sé að losa skonsuma.Fljótlega þarf að minka hitann.

Skonsunni er best að snúa þegar það koma loftbólur.

Baksturinn er mjög líkur pönnuköku bakstri.

Ofboðslega góðar ny bakaðar.

Það er ákveðin saga á bak við hvernig ég fékk þessa uppskrift, en hún er of löng til

að segja frá því hér. En í grunninn er hún sú að ég fékk uppskriftina í danskri eða norskri uppskrifta bók. Ég var þá að leita að uppskrift sem duga átti fyrir  rúml. fjörtíu mans, en þessi uppskrift er 

fjörar heilar skonsur , svo ég lærði að minka og stækka hana strax. Með smjöri og osti eru skonsurnar algjört lostæti.

Guð hefur oft blessað okkur hér með einföldum og góðum uppskriftum,þessi er efst á listanum.

  Verði ykkur að góðu og Guð blessi ykkur.

                                 Halldóra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Girnilegt.

Á að taka okkur í bakaríið núna eða hvað???

Jeremía 33:6.

Guð veri með þér

Rósa Konungsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Aida.

Bakariið já hmmmm.

Mer finnst reyndar heimabakað best.

Og bakast öll brauð og lika kökur heima.

Sparnaðurinn er griðaleg en svo er þetta lika miklu betra en bakarisdót.

Blessi þig Halldóra.

Aida., 24.10.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sælar og blessaðar!

Rósa ! Bökum heima ekki fara í bakarí Takk fyrir orðið

mæin kæra.

Aida!Sammála þér heimabakað er best!

Bakaði sjálf bananabrauðið sem Helena bloggvinkona mín er með á sinni síðu, það

kom líka vel út. Prófið það líka.        Kveðja Halldóra

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 24.10.2008 kl. 19:15

4 identicon

Sæl Halldóra mí.

Nú hittir þú á veikan streng, ég hef aldrei verið hrifin( bragðlega séð af skosnsum( að sjálfsögðu borða ég ef að mér er rétt í veislum og slíku)..En örugglega á þessi uppskrift þín að koma að góðu gagni fyrir marga.

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 06:22

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Þórarinn!

Þessar skonsur eru himneskar! 

Engu öðru líkar. En takk fyrir hlyjuna,minn kæri.

Drottinn blessi þig !

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 25.10.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kanntu brauð að baka.

Já það kann ég.

Svo úr því verður kaka.

Já það kann ég.

Ertu alveg viss um.

Já það er ég eða ertu ef til vill að gabba mig.

Atjú.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2008 kl. 20:37

7 identicon

Prestinn vil ég panta

Já það vil ég.

Hann má ekki vanta

já það skyl ég.

Ertu alveg viss um 

Já það er ég , eða ertu eftilvill að gabba mig.

Atjú.

     Kveðja úr Garðabænum  Halldóra

Halldóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:42

9 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa mín!

Þessi er flott!

Glimmer,eins og hæfir rósum!

Drottinn blessi þig í dag1

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 26.10.2008 kl. 11:06

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Sunday Glitter Pictures

Sæl og blessuð

Þau eru flottust

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband