28.10.2008 | 10:04
Gamall fallegur sálmur.
Góðan daginn kæru vinir!
Í þetta sinn er það gamall sálmur,sem ég lærði einhverntíma.
Blessuð kæra bókin mín
blöðin slitnu gömlu þín
Minna ljúft á sæla löngu liðna tíð
mig í anda oft ég sé
ungann dreng við móður kné.
Móður minnar Guð
ég elska orðin þín.
Orðin þín
orðin þín.
Móðurgjöfin blessuð kæra bókin mín.
Mig í anda oft ég
ungann svein við móður kné
Mér þá kenndi móður orðin mild og blíð.
Las hún þar um mikla menn ,
menn sem hæstir gnæfa en.
Drenginn Jósef Drottins mesta dyggða ljós
Drottins vinin Daníel
Davíð kong sem barðist vel.
Hetjur Guðs sem allra tíða unnu hrós.
Las hún þar um lausnarans
líf og starf og elsku hans
er hann lagði blessun yfir börnin smá.
Um hans kvalir sorg og sár
kyssti hún mig og þerrði tár.
Vegna þín hann varð að deyja
sagði hún þá.
Kæru vinir!
Þið sem eruð foreldrar,vandiið ykkur í uppeldi barna ykkar meðan þið hafið
stjórnina, Kennið þeim bænir og bænavers.Lesið úr Biblíu litlu barnanna. Kennið þeim Faðir vorið
og kennið þeim að signa sig.Ef þið lesið þennan sálm ,þá sjáið þið hvað þetta er gífurlega mikið atriði.Biðjið líka fyrir börnunum ykkar,leggið þau í Guðs hendur á hverjum degi.Minnið þau sem hafa fengið Nyja testamenti að gjöf á að lesa það.Það gætu nefnilega komið þær stundir í lífi barnsins að það það lenti í svo mikilli neyð einhverntíma á lífs leiðinni að það gæti ekki leytað til eins eða neins,en þá er það trúin á Guð sem er haldreypið.Ég væri ekki að nefna þetta hér nema af því að ég veit að þessi trú á Guð verndar og hjálpar í allri neyð.Það er líka mikilvægt að við sem eldri erum lesi Guðs orð okkur til blessunar og hjálpar,það skaðar engan,að bara hjálpar.
Drottinn Guð varðveiti útgöngu ykkar og inngöngu í dag ,og alla daga í Jesú nafni. Amen.
Þar til næst Halldóra
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
1. Biblíuna elska ég, Af því hún er guðdómleg. Hún mér segir, hvað ég er, Helgan fjársjóð veitir mér.
2. Hún mér gefur heilnæm ráð, Hún mér sýnir Drottins náð, sorgleg afdrif syndarans, Sem að smáir kærleik hans.
3. Hún á réttan vísar veg, Villtur þegar ráfa ég, Hún er ljós og hjálp í neyð, Huggun bæði' í lífi og deyð.
4. Biblían er bókin mín, Blessun hennar alrei dvín, Hana alla elska ég, Af því hún er guðdómleg.
T.T. - Sigurbj. Sveinsson.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:33
Elskulega Rósa mín!
Æ hvað þetta er fallegt.
Börnin syngja BIBLÍA er bókin bókanna
á orði Guðs er allt mitt traust BIBLÍA.
Bestu kveðjur
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 28.10.2008 kl. 23:43
Sælar báðar tvær Halldóra og Rósa.
Ef að þið væruð ekki vakandi yfir okkur hinum ?
Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 04:25
Þórarinn elskulegur!
Augu Drottins vaka yfir þér,alla daga hvar sem þú fer.
Undir borði, uppá stól
úti í móa uppá hól.
Hann vakir yfir þér.
Það er einhvernvegin svona sem börnin syngja,
og nú syng ég þetta fyrir þig!
Vertu Guði falinn.
Kærleiks kveðja
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.10.2008 kl. 10:33
Halldóra þú ert flottust
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 11:38
Sæl elsku Halldóra! Takk fyrir að biðja trúfastlega fyrir okkur. Það er svo uppörvandi að lesa bloggið þitt og heyra í þér á Lindinni af og til. Áfram Halldóra!!!!!!
Knús, Kolbrún
Kolbrún og Ágúst (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.