Stóru orðin.

Kæru vinir!

Það hefur legið mér dálítið á hjarta hvernig fólk hefur talað um þá sem standa í eldlínunni til að leysa  málefni þjóðarinnar. Ég heyri svo oft ljót orð tölum um og yfir þessu fólki.Persónulega fæ ég illt í hjartað í hvert skipti sem fólk segir þessi ljótu orð.Ég hef ekki tekið þessi orð inn fyrir mínar varir og mun ekki gera. Hef ekki leyfi til að tala illa um aðra.Ég er alls ekki alltaf sammála öllu sem þetta fólk gerir eða segir, en ég mun ekki taka þátt í að dæma þau með orðum.Allir menn hafa eitthvað gott fram að bera,svo við verðum að gæta okkar hvað við segjum! Biblían segir að tungan sé lítill limur sem lætur mikið yfir sér.Sjá hvað lítill neisti getur kveikt í  miklum skógi. Við verðum að átta okkur á því að ljóti karlinn gleðst innilega ef við heiðrum hann með því að taka okkur í munn orðaforða hans. Þau sem eru að vinna að málefnum  þjóðarinnar ættu miklu frekar að fá blessanir okkar og fyrirbænir,þau þurfa virkilega á því að halda.Það mæðir mikið á þeim.Heilsa þeirra sem fremst standa gæti verið í veði,vegna alls álagsins. Ég held að allt myndi ganga miklu betur ef við sendum þessu fólki hlyjar hugsanir og bæðum fyrir þeim.Og fjölskyldur þeirra verða að sjá af tíma með sínum nánustu meira en oft áður.

Biðjum velvild Drottins Guðs yfir íslensku þjóðina.Biðjum einnig að þessi krísa vari stutt og blessanir

himinsins  komi yfir  okkur,og lausnir finnist vegna þess sem aflaga fór,á öllum sviðum.

Drottinn láti blessun fylgja þér í  forðabúrum þínum og í öllu ,sem þú tekur þér fyrir hendur ,og blessi þig í landinu sem Drottinn Guð gefur þér. 5. Mós.28:8

Verum varkár í orðum okkar,kæru vinir.Blessum en bölvum ekki.

Sendi ykkur öllum hlyja kveðjur hjarta míns!

                                                Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guð gefi þér góðan dag.

Aldeilis kraftur í minni. Sorry en ég hef nú skoðanir á þeim sem eru í eldlínunni og finnst þurfi að biðja Guð að gefa þeim visku. Finnst alls ekki allt gáfulegt sem þeir eru gera. Þarf að biðja fyrir þeim markvisst en ekki fara með innantómar þulur. Nú er ég heppin að vera ekki í nágrenni við þig því nú myndir þú tukta mig til. Lucky me.

"Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. En hann biðji í trú, án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu, er rís og hrekst fyrir vindi." Jak. 1: 5.-6.

Vertu Guði falin

Kær kveða/Rósa hin stórgallaða Konungsdóttir sem þarfnast fyrirbæna þinna.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Rósa mín!

Þú misskylur mig,ég er að fjalla um orðbragð. Og okkur hinum kristnu hæfir ekki að láta okkur um munn fara alskyns formælingar.Það hæfir ekki.Ég fer hina leiðina ég bið himna föðurinn fyrir þessu fólki og öðrum, sem þarfnast þess.

Við þurfum bara hvert um sig að skoða hvort við séum að standa okkur í að biðja markvisst.

 Njóttu kvöldsins við rómantískt kertaljós það geri ég,þó ég sé ein heima.

                              Kveðja frá mér og Jesú    Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.10.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 20:25

4 Smámynd: Aida.

Hjartanlega sammála þér Halldóra.

Ekki alltaf auðvellt, en vegur Krists er ekki auðveldur heldur þvert á móti og segir Drottinn sjálfur að við eigum að biðja fyrir þeim sem vald hafa svo að þeir reynast okkur vel.

Eins og þér dæmið munuð þér og dæmdir verða.

Hvað sem þér gjörið í orði eða verki,gjörið það allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður fyrir hann.

Þú ert yndisleg Halldóra og ég þakka innirlega fyrir ámininguna, ég þurfti á henni að halda.

Aida., 29.10.2008 kl. 20:50

5 identicon

Aida mín!

Guð þarf stundum að áminna okkur, og til þess notar hann ófullkomna menn eins og okkur.

Takk fyrir hlyja kveðju!

Rósa! Alltaf sjálfri þér samkvæm,rauðar rósir ,kerti og notaleg heit!

        Guð geymi ykkur!

Halldora Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband