Opið bréf.

Komið þið sæl!

Biblían segir á einum stað að við sem erum hans séum eins og opið bréf þekkt og lesið af öllum mönnum.Ábyrgð okkar er því mikil.Við erum erindrekar Krists,það er ekkert smá! Eiginlega erum við sendiherrar Drottins! Þessvegna þurfum við að vera samkvæm sjálfum okkur og orði Guðs.Orð Guðs segir að við séum salt í þessum heimi.Og hvernig má það vera? Jú saltið  er bragð bætandi.Og þannig eigum við að vera meðal fólks.Við eigum að koma með nærveru Jesú Krists,sem er friðarhöfðinginn,

allsstaðar þar sem við  förum.Og verkin okkar eiga aðvera eins og við séum að vinna fyrir Drottinn okkar og frelsara.Við skulum biðja saman þessa bæn

Verkin mín Drottinn þóknist þér

þau láttu allvel takast mér.

Ávaxtasöm sé iðja mín

yfir mér hvíli blessun þín.

Og við höfum engu að kvíða því Jesús sagði:Takið eftir!

Ég er með yður alla daga, allt til heimsins enda.

Þessvegna hvert sem þú ferð í dag,þá er Jesús með þér!

Drottinn blessi okkur hvert og eitt.

 

Guð veri með ykkur öllum í dag og alla daga

 

                                     Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Yndisleg færsla Halldóra, ég sá þig á samkomu á sunnudaginn var, þú ert hreint frábær, ekki spurning, hefði vilja heilsa þér, en ég náði því ekki.  Kannski þar næstu helgi.

Ég bið að Guð blessi þig og varðveiti.

bk.

Linda.

Linda, 7.11.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Linda mín!

Sá þig tilsyndar, og hugsaði eins og þú að ég hefði viljað  aðeins spjalla

og heilsa þér.En ég var upptekin í fyrirbænaþjónustunni. Sjáumst bara

við tækifæri.Örugglega á þeim tíma sem þú tiltekur.

         Kærleikskveðja Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 7.11.2008 kl. 10:53

3 identicon

Sæl Halldóra.

Já, satt segir Linda þetta er falleg Birting.

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 06:10

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll Þórarinn!

Takk fyrir hlyleg orð til mín.

Vonandi getur þú komið líka á þessa tilteknu samkomu,þá 

heilsa ég þér örugglega líka 

Kanski þarft þú að koma af fyrra bragði,því við höfum bara sést einu sinni

     Drottinn blessi þig og styrki á allann hátt.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 79533

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband