Hrein samviska

Góðan dag!

Ég rakst á grein í bók þar sem fjallað er um synd  gegn heilögum anda.Eitt af því sem talað var um  er hvernig við særumheilagann anda.Ég átti samtal við mann sem sagði ákveðna hluti um Jesú son Guðs,frelsarann minn og ég fann hvernig þessi orð særðu hjarta Jesú,því ég sjálf varð svo særð fyrir hönd Drottins  míns.Bók þessi sagði að þegar við verðum særð eða einhver særir okkur þá særum við Jesú. Þegar eitthvað nystit hjarta þitt,nystir það einnig hjarta Jesú.Þegar einhver lygur að þér  og særir þig þar með þá særir það Jesú,því þú tilheyrir hjarta Drottins.Hver sá sem játar Kristur er Drottinn,er hans!

Tökum við kanski sjálf þátt í að að særa hjarta Drottins?Þú og ég?Með því að gera öðrum illt?Með því að svíkja,ljúga og segja ósatt? Mitt í öllum þessum hugleiðingum kemur orð Drottins, sannleikurinn mun gera yður frjáls!Það er frelsi í sannleikanum. Sá sem lygur eða hagræðir sannleikanum   er eins og fangi með með keðju með kúlu um fót sinn.Ég talað eitt sinn við tvær konur þær voru mæður ungra hjóna.Ég spurði um ungu hjónin, hvernig þeim liði og eitthvað nánar út í þá sálma.Önnur sagðist hafa áhyggjur  af þeim því þauværu að færast of mikið í fang.En hin var ekki alveg á þeim buxunum ,sagði að allt gengi voða vel,og þau væru svo hamingjusöm.Samt vissi ég að þeim leið ekki vel.Allt átti að lyta svo vel út.Þá fór ég að hugsa um það hvernig má koma í veg fyrir að þurfa ekki að segja ósatt um hluti ef maður vill ekki láta hafa eftir sér.Það er kúnst.´Trúuð kona vann í búð og  yfirmaðurinn hennar vildi ekki láta ná í sig ,og og bað hana að segja að hann væri ekki við.Svo kom einhver  og hún sem trúuð kona, vildi ekki ljúga og sagði,hann bað mig að segja að hann væri ekki við! Hvernig eigum við að leysa svona mál? Yfirmaðurinn er ekki við,hefði verið betra að segja, eða

eitthvað álíka.Ég trúi að við getum sagt sannleikann án þess að þurfa að grípa til lyginnar.Lygin er líka svona vopn sem óvinurinn notar  og reynir að fella okkur.Við þurfum að vera vís og passa okkur á óvininum sem er svo lúmskur.

En munum að sannleikurinn gerir okkur frjáls!

Þetta eru hugsanir mínar í dag, og vonandi blessa þær þig sem lest þennan pistil minn,

Þar til næst.   Verið Guði falin.

                                        Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Halldóra mín.

Á hverjum einasta degi er og reynir lygin að smeygja sér inn í líf okkar með ótrúlegustu aðferðum eins og þú bendir hér á. Ég hef verið að "stúdera" lygina og er hún ótrúlega ríkur þáttur í daglegu lífi okkar fólksins. Þess vegna eigum við að segja henni STRÍÐ Á HENDUR.!

Sannleikurinn sigrar lygina! Það er ekki flóknara en það.

Góður pistill hjá þér og orð í tíma töluð. Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Halldóra Konungsdóttir.

"Þakkið Drottni því hann er góður, því miskunn hans varir að eilífu." Sálm. 107:1

"Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: "Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa."

Þeir svöruðu honum: "Vér erum niðjar Abrahams og höfum aldrei verið nokkurs manns þrælar. Hvernig getur þú þá sagt: ,Þér munuð verða frjálsir`?" Jóh. 8: 31.-33.

Blessaðir karlarnir áttu greinilega eftir að fæðast á ný!!! Ekki bara nóg að trúa á Jesú!!!

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa Konungsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:55

3 identicon

Sæl og blessuð Þórarinn og Rósa!

Þetta efni hefur verið í huga mínum í þó nokkurn tíma.

Það alvarlega er að særa heilagan anda!

Í gömlum sálmi segir um óvininn" Eitt orð má fljótt hann fella"

Það er nafnið Jesús!

                              Kveðja og blessun til ykkar beggja

                                 Ykkar í Garðabænum

Halldóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þessa hugleiðingu....

Guðni Már Henningsson, 14.11.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Takk fyrir kveðjuna Guðni Már!

Þú kemur líka með margt yndislegt,

Guð blessi þig fyrir það!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 14.11.2008 kl. 23:08

6 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Kærleikskveðja til þín Halldóra mjög góð hugleiðing  sem áminnir okkur og styrkir.

Kristín Ketilsdóttir, 15.11.2008 kl. 17:39

7 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Kærar þakkir Kristín!

Sömuleiðis gott að kíkja á þitt framlag!

Guð blessi þig.

     Halldóra

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.11.2008 kl. 21:18

9 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Rósa mín elskuleg!

Takk fyrir þessa sendingu, sem minnir mann á þakklætið!

Þér líkt í alla staði.Vertu Guði falin. Og Guð styrki þig að öllu leiti.

Farðu vel með þig!

 Kveðja úr Garðabæ

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 16.11.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband