18.11.2008 | 16:31
Hænan
Sæl kæru vinir!
Við lestur Biblíunnar kemur margt skemtilegt í ljós,því það líkingamál sem Biblían er full af er oft svo einfalt og auðskylið.Her er t. d. eitt; Sá sem aflar auðs og eigi með réttu,er eins og akurhæna,sem liggurá eggjum,er hún eigi hefur orpið. Á miðri æfinni verður hann að yfirgefa auðinn og við æfilokin
stendur hann sem heimskingi.
Eins og þú veist ekki hvaða veg vindurinn fer og hvernig beinin myndast í móðurkviði þungaðrar konu,eins þekkir þú ekki heldur verk Guðs ,sem allt gjörir.
Þegar við grand skoðum þessi vers sjáum við hvílíkri visku þau eru gædd.
Það er svo margt í lífi okkar sem skiptir miklu máli.En það skiptir líka miklu máli að leggja líf sitt í Guðs hendur.Svo mikilvægt að það getur skipt sköpum fyrir allt þitt. Einn maður sem Biblían segir frá bað mjög merkilega bæn,þetta var Jabes. Bæn þessi er orðin mjög þekkt og um hana hefur verið skrifuð bók.Bænin er svona:
Blessa þú mig og auk þú landi við mig og verði hönd þín með mér,og bæg þú ógæfunni frá mér, svo að engin harmkvæli komi yfir mig.Og Guð veitti honum það sem hann bað um. 1. kron. 4:10
Við meigum biðja Drottinn Guð að bægja frá ógæfu, og biðja hann einnig að hafa hönd sína á öllu okkar lífi.Vernda okkur og varðveita.Ég trúi því að ef við leggjum okkur þannig í Guðs almáttugu hendur, verða áföll og erfiðleikar ekki eins slæm,því hönd Drottins er yfir okkar lífi.Hann varðveitir okkur. Mér finnst það gott veganesti í lífinu.
Ég hef lagt mitt líf í Drottins hendur, og ég finn fyrir þessari útréttu hönd Drottins Guðs.
Biblían segir að öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að vera Guðs börn,þessi réttur er líka fyrir þig! Misstu ekki af honum! Biddu bæn Jabesar: Blessa þú mig....
Þar til næst verið Guði falin
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta kæra vinkona...
Guðni Már Henningsson, 18.11.2008 kl. 16:52
Sæl Halldóra þetta er gott og yndislegt að lesa takk fyrir þetta .
Kristín Ketilsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:56
Hjartans þakkir Kristín og einnig hjartans þakkir til þín Guðni !
Drottinn hefur fyrirætlanir í hyggju með ykkur, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju
að veita ykkur vonarríka framtíð.Jer.29:11
Kveðja úr Garðabæ Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 18.11.2008 kl. 17:26
Sæl aftur Dóra mín.
Takk fyrir síðast, skemmtilegur stjórnarfundur í gær hjá okkur stelpunum. Ég held mikið upp á bæn Jabesar, gott innlegg.
Helena Leifsdóttir, 18.11.2008 kl. 17:28
Sæl Helena mín!
Já við vorum bara æðislegar stjórnarkonurnar í gær!
Verðum að hittast fljótt
Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá. Sálm. 37;5
Kveðja af torginu Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 18.11.2008 kl. 17:40
Animal Glitter Pictures
Sæl og blessuð.
Fann enga mynd af hænu til að setja hér en þessi mynd er ekkert síðri.
Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka,sá er segir við Drottin: "Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!"
Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar,
hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og verja.
Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga,
drepsóttina, er reikar um í dimmunni, eða sýkina, er geisar um hádegið.
Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín.
Þú horfir aðeins á með augunum, sér hversu óguðlegum er endurgoldið.
Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu.
Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt.
Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.
Þú skalt stíga ofan á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka.
"Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt.
Ákalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan.
Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt." Sálmur 91.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.11.2008 kl. 17:45
Rósa A!
Þú ert alveg milljón
Leita að mynd handa mér af hænu?
Einu sinni var ort
Ég er farin að þekkja þig væna
og veit alveg hvernig þú ert.
Eins og hjólbeinótt eldgömul hæna
þó drottning þú haldir að sért.
Þetta er mjög gömul vísa,kann enga aðra nema Rönku kvæðið
En hvað um það ,vísan er um hænu, en við erum þú veist
Smá bros fyrir svefninn Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 18.11.2008 kl. 19:51
Hæ yndislegust, takk fyrir síðast.
bk.
Linda.
Linda, 18.11.2008 kl. 23:02
Heil og sæl Linda mín !
Æ það var eitthvað svo notalegt að hitta þig og biðja saman!
Hafðu það sem allra best og Guð veri með þér
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 18.11.2008 kl. 23:09
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Fann þennan jú flotta Hana. Mömmu dreymdi Rauðann hana. Fljótlega eftir þennan draum kom hún til Vopnafjarðar og fann Rauða hanann sinn.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.11.2008 kl. 18:15
Segðu svo að hanar geti ekki verið áhrifavaldar
Annars finnst mér hanar og hænur dálítið vanmetin dyr,
ef þau væru ekki væru engin egg og engir kjúklingar,
sem við elskum jú vel flest að hafa á boðstólum
Ég er með litla stittu hjá mér af hænu með þrjá unga,sem ég hef mjög gaman af.
Myndin er bara flott,en ég myndi forða hlaupinu sem hann situr á ef þetta væri
í mínu eldhúsi!
Alltaf gaman af þínu kommenti-takk!!! Kveðja Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 19.11.2008 kl. 21:47
Sæl Halldóra.
Góður pistill sem endranær og mikinn hafsjó hefur þú að miðla til okkar....það er það sem við sækjumst í ,
að þekkja
að vita
og að geta sagt frá því.
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 04:40
Sæll Þórarinn!
Takk fyrir fallega kveðju!
Gott að þér líki færslurnar mínar, njóttu vel vinur minn!
Drottinn styrki þig, umvefji þig ,og veri með þér !
Kveðja úr Garðabænum
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 20.11.2008 kl. 08:54
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.11.2008 kl. 11:52
Jæja já! Gaman að sjá nyjustu bródreinguna þína.
Vissi alltaf að þú ert með mindarlegri konum
Takk fyrir kveðjuna vinkona!
Garðabæjar konan Halldóra.
Auðvitað bið ég Guð að geyma þig !!!!!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 20.11.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.