Draumurinn á Þingvöllum.

Sæl verið þið!

Ætla að setja hér inn draum sem mig dreymdi. Fannst ég standa við Almannagjá Þingvalla megin.

Hinum megin við gjána sá ég Geir Haarde og Ingibjörgu S. Gísladóttur,Geir kraup við gjána og dró upp úr gjánni furðulega hluti eins og Alþingishúsið,Stjórnarráðið og fleiri slíkar stofnanir, sem ég í draumnum gerði mér ekki grein fyrir hver eru.Svo sá ég Geir toga upp úr gjánni ymsa ráðamenn þjóðarinnar.Árna Mattiesen,Þorgerði Katrínu og Bjöörgvin G. Sigurðsson kannaðist ég vel við.Það var fleira fólk komið upp úr gjánni sem ég þekkti ekki.Svo voru einhverjir sem Geir dró upp með einhverskonar snörur um hálsinn,hann bysaði við að leysa af þessu fólki snörurnar áður en hann síðan dró þetta fólk upp.Mín megin sá ég seðlabankann í fjarska og þótti hann standa við sjóinn þar sem hann er.En mér stóð einhvernvegin stuggur af þessu ljóta húsi.Og mér þótti það vera í einhverri biðstöðu af því að einhver þar vildi fá Íslenska skjaldarmerkið á seðlabankann.Það sem ég dáðist mest að var hvað Geir var natinn við að draga allt þetta fólk og húsin upp úr gjánni,þó að honum bæri til þess engin skylda.Hann var í mjög fallegum jakkafötum með fallegt háls bindi og mér þótti hann vera með bindisnælu úr gull.Landslagið  á Þingvöllum þótti mér vera líkast því að þar væri engin mannvirki,hús eða vegir.Bara íslenska hraunið með mosa breiðum og vatnið á sínum stað.

Ég er ekkert sérstaklega pólitísk því finnst mér hálf furðulegt að mig dreymi slíkan draum, og bið ykkur um hjálp til að ráða í hann.

Ég hef þó lagt mig fram um, að biðja fyrir þessum ráðamönnum og konum í þeirra starfi.

Veit að bænin megnar mikið, og við þurfum öll að biðja fyrir hvert öðru og þjóðinni í heild.

Ætla ekki að hafa þetta lengra núna, sendi ykkur mínar bestu kveðjur og fel ykkur Drottni Guði !

Gaman væri ef einhver gæti túlkað þennan draum.

                          Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Mér voru ekki gefnir hæfileikar að ráða drauma. Nú hefði verið gott að Jósep Jakobsson hefði verið til taks eins og forðum þegar Faró dreymdi draumana um sjö nægtaár og sjö hallærisár. þannig mann hefðum við betur haft sem var búinn að láta okkur safna í forðabúrið áður en hallærisárin skullu á.  Vona að þau verði miklu færri en sjö.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 01:23

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Góðan dag Rósa!

Satt segir þú með Jósep Jakobsson.

Það er eitthvað við þennan draum sem ég skil, en skil ekki, og 

gott væri ef einhver draumspakur gæfi sig fram.

Hafðu það yndislegt í dag! Drífum okkur út að ganga þú og ég,það bætir heilsuna

     Blessunar óskir Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Dóra mín. Merkilegur draumur sem þig dreymdi, þú ert draumakona. Ef ég ætti að vera Jósefína og ráða í drauminn þinn sé ég drauminn skiptast í fjóra hluta.

1) Hann er að vinna en hún stendur hjá ( kannski vegna veikinda) sýnir vald hans innan stjórnarinnar, hann krýpur sýnir auðmýkt ( minnir á þegar Gídeon var að velja hermenn í liðið sitt) dregur upp stofnanir stjórnsýslunnar sýnir stöðu þeirra í þessum kringumstæðum. Sýnir einnig hug og heilindi Geirs sem forsætisráðherra.

2) Ráðamenn þjóðarinnar; Þorgerður, Árni og Björgvin ( Halldóra man þessi nöfn) segir mér að staða þeirra sé döpur tengd inní atburðarásina, fjárhagsleg staða þeirra og tenging inní bankakerfið

3) Fólk með snörur um hálsinn...ég sé tvennt hér annarsvegar þeir sem eru fjötraðir í skuldum ( hengingaról) og þá aðila sem eru saklausir Enginn getur bjargað þeim nema lög verði sett/ æðsta yfirvald þjoðarinnar er forsætisráðherra og Alþingi

4) Seðlabankinn... stuggur af þessu ljóta húsi ( staðfesting á þvi sem við höfum upplifað) EINHVER þar vildi fá Ísl. skjaldarmerkið á Seðlabankann ógnvekjandi staðreynd um valdabaráttuna sem á sér stað og drottnunarvald hans sem þar situr.

Blessun og friður fylli hjarta  í dag.
Helena

Helena Leifsdóttir, 21.11.2008 kl. 18:18

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Jósefína stendur sig bara vel í draumráðningum og örugglega er hún bænheit. Nú einhverra hluta vegna held ég að hún sé að biðja fyrir sumum sem vantar uppá blessanir og hver veit nema hún og fleiri verði bænheyrðir.

"Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast." Mark: 11:24.

"Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það." Jóh: 15:7.

Vertu Guði falin draumakona.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 18:59

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl mín kæra Helena!

Flest af því sem þú segir hef ég nú þegar skilið á sama hátt og þú.Sé auðmykt Geirs og áhuga hans á að bjarga fólki  með snörur um hálsinnVar ekki að skilja þetta með þessi nöfn,sem þú nefnir.

Svo þetta með skjaldarmerkið- Mér finnst það einhvernvegin svo óhuggulegt, og vona bara  að það drottnunarvald sem þar byr  verið að engu.

Takk fyrir að gerast Jósefína.

                               Vertu Guði falin. Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 19:19

6 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Sæl Halldóra þetta er stórmerkilegur draumur sem þig hefur dreymt og táknin í honum eru svo sterk . Ráðningin hjá Helenu er mjög góð að mínu mati.

Guð blessi þig og dreymi þig vel  

Kristín Ketilsdóttir, 21.11.2008 kl. 21:45

7 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Kristín !

Ég er sammála þer að þetta sé merkilegur draumur.

Dálítið sérstakt að mig dreymi  þesskonar drauma,þar

sem ég er nú betur að mér í því sem til Guðs ríkis til

heyrir!     Guð blessi þig 

                       Kv. Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Linda

Sæl Halldóra mín, rosalega athyglisverður draumur, og ég er sannfærð um að Helena hafi bara hitt naglann á höfuðið.  Ég vona svo sannarlega að Geir sé eins merkur maður og draumur þinn bendir til um.  Ég er engin aðdáandi hans og treysti honum ekki, en þó mun ég íhuga þennan draum og færa hann Guði og biðja Guð að sýna mér, hvort ég sé að dæma of harkalega þennan man.

Þú ert mikil og blessuð Guðskona Dóra mín.

bk.

Linda. 

Linda, 22.11.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband