25.11.2008 | 14:08
Sporin í sandinum.
Góðan dag gott fólk!
MIG DREYMDI MIKINN .Mig dreymdi mikinn draum:Ég stóð
með Drottni háum tindi á
og horfði yfir lífs míns leið
hann lét mig hvert mitt fótspor sjá.
Þau blöstu við þá brosti hann
" Mitt barn" hann mælti,sérðu þar
ég gekk með þér og gætti þín
í gleði og sorg ég hjá þér var"
Þá sá ég fótspor frelsarans
svo fast við mín á langri braut.
Nú gat ég séð hvað var mín vörn
í voða,freistni, raun og þraut.
En annað sá ég síðan brátt:
Á sumum stöðum blasti við,
að sporin voru aðeins ein,
-Gekk enginn þá við mína hlið?
Hann las minn hug . Hann leit til mín
og lét mig horfa í augu sér:
Þá varstu sjúkur,blessað barn,
þá bar ég þig á herðum mér"
Sigurbjörn Einarsson biskup
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Halldóra mín.
Og enn einu sinni ertu komin með Hjartanærandi efni og er vel.
Kærleikskveðja og vertu Guði falin.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:12
Hjartans þakkir kæri Þórarinn!
Var ekki staðin upp frá þessari færslu þegar þetta fallega komment kom!
Takk minn kæri og Guð blessi þig!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 25.11.2008 kl. 14:19
Sæl aftur.
Yndislegur texti hjá Sigurbirni.
Var ekki búið að semja lag við þennan texta Sporin í sandinn?
Helena Leifsdóttir, 25.11.2008 kl. 15:36
Sæl og blessuð
Flottur texti og vel skrifaður. Kannast við hann.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:28
Spor í sandi
Nótt eina dreymdi hann drauminn.
hann dreymd‘i að hann gengi á strönd.
Hann dreymd‘i að hann gengi með Guði.
Þeir gengu þar hönd í hönd.
Hann leit um öxl og líf sitt
gat lesið af sporum þeim,
sem geymd vor‘u og greypt í sandinn.
og gengin af báðum tveim.
Hann sá þau samhliða liggja
og sólin í heiði skein.
Þá sá hann á spotta og spotta
að sporin voru ein.
Það vakt‘i honum vafa og furðu,
það virtist oft gerast þar,
sem sorti á líf hans sótti
og sorgir að höndum bar.
Hann leit aftur líf sitt yfir.
og litla stund hann beið,
en eftir það yrti á Drottin
eitthvað á þessa leið:
„Þú hafðir mér heitið forðum,
ef hlýða ég vildi þér,
og þér myndi þjóna og treysta,
að þú skyldir fylgja mér.
En hví sé ég spor þín hvergi.
þá harmi sleginn var?"
Drottinn brosti og bragði:
„Barnið mitt ég var þar.
Þar sem í fjörunni finnst þér
fótsporin vera tvenn,
við hönd mér þig löngum leiddi,
líkt og ég geri enn.
Þar för eftir eina fætur
fjaran einungis ber.
það var á þrautastundum.
þegar ég hélt á þér:"
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:32
Sæl Helena mín!
Söng við þennann texta kann ég ekki,en það má vel vera að hann sé til.
Rósa mín! Velkomin aftur! Hafði þig í bænum mínum meðan á ferðalaginu stóð.
Þessi texti sem ég er með er klárlega eftir dr. Sigurbjörn.Veit ekki um höfundinn
á þínum sálmi. Guði faldar vinkonur mínar til sjávar og sveita! Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.