13.12.2008 | 22:46
Aðventu hugleiðing.
Komið þið blessuð og sæl!
En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina .Þetta var fyrsta skrásetningin er gjörð var þá er Kýreníus var landsstjóri á Syrlandi.Fóru þá allir til að láta skrásetja sig,hver til sinnar borgar. Þá fór og Jósef úr Galileu frá borginni Nasaret til borgar Davíðs en hann var af ætt og kyni Davíðs , að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni sem þá var þunguð.En meðan þau voru þar kom sá tími er hún skyldi verða léttari.Fæddi hún þá son sinn frumgetinn,vafði hann reyfum og lagði hann í jötu af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsinu.
Þetta er jólaguðspjallið eins og það er í Lúkasarguðspjalli öðrum kaflanum.
Þessi frásaga hefur mannkynssögulegt gildi ,ekki bara vegna þess að þarna er sagt frá fæðingu frelsarans,heldur vegna þess að þessi skrásetning var sú fyrsta
Í heiminum.Hinn mikli stjórnandi Ágústínus var ekki að hugsa um það.Hann var að hugsa um að treysta undirstöður hásætis síns ,skattamálin áttu sem sé að komast í betra horf.Þetta var skattskráning.Og öll heimsbyggðin fór af stað . Boðum frá hásætinum varð að hlyða.Allir urðu að fara , hvernig sem á stóð,óléttu konurnar líka.Allir urðu að taka sig upp og fara til sinnar ættborgar til skráningar. Og við getum ímyndað okkur að það hafi verið mikil ös og mikil þröng.Meira að segja í Betlehem,borginni sem í huga okkar flestra er tákn mynd friðarins.Og þau tvö María og Jósef voru nú komin til Betlehem ,þegar verst á stóð.En það urðu allir að hlýða skipun Ágústínusar. Ég er viss um að þessi ferð var mjög erfið í hitanum og þurkinum, og allri þrönginni .Og svo fóru þau að leita sér að gistingu ,og María komin að því að fæða. Og allstaðar var fullt ,ekki einu sinni pláss í neyð.Kanski var það einhver góðviljaður maður sem átti líka barnshafandi konu inni hjá sér sem vísaði þeim á fjárhúsið, af því hann skyldi neyðina.Og þar fæddist frelsarinn okkar.En hann var barnið hennar Maríu ómálga lítill drengur og hún lagði hann við brjóstið sitt. Nóttin var dimm og köld en líklega hefur fæðing barnsins og gleði þeirra vegna þess hjálpað þeim í þessum aðstæðum.Barnið var lagt í jötu innan um öll dyrin . Við horfum svo oft á þessa jötu í hyllingum,finnst hún jafnvel jólaleg.Við höfum svo oft upphafið þessar kringumstæður,en það má aldrei gerast. Samt er þessi atburður í mannkynssögunni afar stór.
Jesús frelsarinn er meira en jólabarn í jötu. Hann er upprisinn frelsari .Og hann lifir í dag! Jesús þráir að koma inn í þitt hjarta, og inn á þitt heimili. Hann vill vera vinur þinn. Í sálmi 91 stendur: Sæll er sá ,er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttka,sá er segir við Drottinn : Hæli mitt og háborg
Guð minn er ég trúi á!
Jesús er að bjóða þér að veita þér skjól í stormvirðum lífsins, og vera þér við hlið og ganga með þér lífsveginn! Og áfram heldur sálmurinn og þar segir : Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar,hann skylir þér með fjöðrum sínum undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og verja. Stundum finnum við ekkert fyrir því að Jesús sé nálægur,en hann er það samt.Er til staðar og vill leiða okkur sér við hlið.Hann þráir að við eigum við sig bæna og trúar samfélag.Bíður eftir því að við tökum okkur stund með sér. Hann er fús að hlusta er við biðjum ,en hann vill líka fá að tala við okkur gegnum sitt orð .Efla og styrkja okkur í sér.Hann bíður eftir því að við drögum okkur afsíðis litla stund til þess að þyggja alla þá blessun sem hann á handa okkur.Það þarf ekkert að vera merkilegur staður þar sem við getum verið ein með Jesú, fjárhúsið dugði til þess að fæða þennan son Guðs.Ég kvet þig til að finna þér stað til þess að vera ein með Jesú og settu þér mark að vera t.d. fimtán mínútur.Reynsla mín er að þetta verða svo dyrmætar stundir að þessi tími verður miklu lengur. Setjum okkur markmið að taka okkur á nú þegar nytt ár gengur í garð.Leggjum líf okkar í hans hendur, og hvílum í honum.Hann mun alls ekki sleppa af okkur hendi sinni né yfirgefa okkur .Hann hefur líka fyrirætlun með okkur hvert og eitt ,fyrirætlanir til heilla ,en ekki til óhamingju, að veita okkur vonarríka framtíð.
Að lokum bið ég Drottinn Guð að gefa þér og þínum gleðileg jól og blessunarríkt nýtt ár í Jesú nafni. Amen.
Kæru vinir ! Þetta var jólahugleiðing sem ég var með á Aglow fundi nú í desember,og mig langar til þess að gefa ykkur þennan sama boðskap jólanna að Jesús lifir í dag!
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl kæra Halldóra
þetta er virkilega falleg hugleiðing sem þú hefur flutt á Aglow.
Takk fyrir að leyfa okkur að lesa hugleiðinguna.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:30
Sæl Rósa mín!
Takk fyrir hlyja kveðju.
Vertu Guði falin og sofðu vel.
Kveðja úr kuldabolanum
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:57
Takk fyrir að setja hugleiðinguna inná bloggið - FAlleg mynd sem Rósa setti inn hjá þér.
Guð blessi þig á Garðatorgi.
Helena
Helena Leifsdóttir, 15.12.2008 kl. 14:52
Heil og sæl Helena mín!
Takk fyrir þetta! Já hún Vopnafjarðar Rósa er svo mikil glimmer skvísa
og það er alltaf gaman að henni.
Svo er tilvalið fyrir okkur tvær að fá okkur kaffisopa saman,
ef okkur gefst tími til í öllu jóla stússinu, og nyjar smákökur með.
Við sleppum öllu tali um mjótt mitti á meðan
Vertu Guði falin
Kveðja af Garðatorginu Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.12.2008 kl. 16:38
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.12.2008 kl. 17:22
Sæl Rósa mín!
Þú ert orðin skemtilegt umræðu efni hér í
athugasemdunum,enda glimmer skvísa
af bestu gerð.Hef gert það sem þú baðst mig um
og það verður að veruleika! Þeir sem lesa þetta skylja ekki neitt í neinu
og fá heldur ekkert um þessi leyni skylaboð að vita.
Nú er ég að fara að bakarast, og kveð í bili Rósu glitter girl !
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.