18.12.2008 | 22:12
Lamaður drengur gengur á ný.
Heil og sæl!
Nú get ég ekki þagað,verð að samgleðjast þessu fólki sem upplifir þetta kraftaverk fyrir barnið sitt.
Ég veit að margir foreldrar vildu vera í sporum þessa fólks, og sjá barnið sitt sleppa hjólastólnum.
Svo kemur í hugann af hverju sumir fá sitt kraftaverk en ekki aðrir. Ég á svo sem ekki svar við því .Kanski hefur þessi fjölskylda beðið Guð um hjálp,svo er líka hitt að læknisfræði nútímans er stórkostleg.Biblían segir á einum stað að maðurinn sé svo klár að lítið vanti uppá að hann sé jafn fær og Guð.Merkilegt þetta! Svo sjáum við líka hvað skurðlæknis fræðin eru mikil snilld, að geta hjálpað veiku fólki.En hvað sem sagt verður um læknisfræðina klárt og gott fólk,þá er það klárt að á bak við þetta stendur Guð faðirinn. Hann á allt vald á himni og jörðu. Hann stjórnar! Mér finnst það góð tilhugsun að við erum öll í almáttugri hendi hans.Guð hefur tilgang með hvert og eitt okkar, og hann ræður för.Að heyra um þetta kraftaverk fær mig til þess að þakka Guði fyrir að hafa alltaf, hvert skref lífs míns verið með mér. Hann vill líka fá að vera með þér og styðja þig í lífsins ólgu sjó.
Nóg í bili. Guð veri með ykkur
Halldóra.
Lamaður drengur gengur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Dýrð sé Guði.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 22:58
Amen. Já það er ástæða fyrir allt og öllum.
Eg er svo þakklát að geta treyst honum i öllu og sett allt sem eg vil i hendur hans.
Takk fyrir þig Halldóra og eg þakka lika Jesú fyrir þig.
Hann blessar þig og varðveitir i Jesú nafni.
Amen,amen.
Aida., 18.12.2008 kl. 23:16
Aida! Takk fyrir innlitið og hlý orð!
Og Rósa mín!
Þú færð bara stórt knús, svona rétt fyrir svefninn!
Felum okkur Guði og krafti máttar hans.
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 19.12.2008 kl. 00:57
Þetta hefur ekkert með læknisfræði að gera, enda höfðu læknar lýst því yfir að þeir ættu ekki von á að drengurinn myndi ganga framar.
Það sem þetta sýnir er undursamlegur sjálfsheilunarmáttur líkamans sem hann fær frá sálinni sem í honum býr, sem er neisti af hinu guðlega, þó margir hafi gleymt því. Þannig verða kraftaverk, fyrir máttinn sem sálinni er gefinn frá Guði, þar sem við erum sköpunarverk hans. Það er mátturinn sem Jesú virkjaði við kraftaverk sín, og sem við getum öll sótt til, alltaf, líka ef við veikjumst, til að efla okkur, þó ekki verði alltaf kraftaverk. Stundum er einfaldlega tími fólks í þessari jarðvist liðinn, eða það sem gerist örlög manns, það er að segja verkefni sem við þurfum að leysa. Aðeins Guð veit hvernig þessu er háttað, því við sjáum nú, í þessu jarðlífi, aðeins sem í skuggsjá brotabrot af dýrð hans, en þegar við göngum inn í dýrð hans munu augu okkar ljúkast upp. En nú varir þetta þrennt; trú, von og kærleikur, en þeirra er kærleikurinn mestur.
Bestu kveðjur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 10:43
Blessuð Greta!
Þakka þér fyrir þetta. Mér finnst líka svo undursamlegt að nú sjáum við hluttina aðeins skuggsjá,en þegar við göngum inní dyrð Drottins munu augu okkar ljúkast upp.Og einnig það að við meigum sækja okkur kraft í öllum aðstæðum lífsins til Jesú til þess að styrkja okkur og efla. Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir.
Gott að heyra frá þér . Vertu Guði falin og allt þitt hús!
Bestu óskir um gleðileg jól!
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 19.12.2008 kl. 14:23
Sem betur fer vitum við ekki af hverju Guð svarar sumum bænum en öðrum ekki. Ég er alveg óskaplega feginn því að Guð hefur ekki svarað öllum mínum bænum í gegnum tíðina, það veit Guð!!!
Guðni Már Henningsson, 20.12.2008 kl. 20:37
Sæll Guðni!
Ég held að þetta komment þitt sé talað út úr hjörtum margra annara!
Með kærri þökk fyrir innlitið!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:20
Linda, 20.12.2008 kl. 21:33
Linda mín!
Takk fyrir innlitið.
Geymi þig Guð mín kæra!
Sjáumst!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:42
Krakkar þið eruð of gömul til þess að trúa ævintýrum....
DoctorE (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 15:20
Doksi minn, þú trúir því sem þú vilt trúa og við sem trúum því að kraftaverk gerist trúum því sem við viljum trúa - ekki satt?
Á meðan við reynum ekki að neyða hvert annað til að trúa öðru hlýtur það að vera í góðu lagi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.12.2008 kl. 16:15
Eins og þú segir sjálfur í blogginu þínu: "When all think alike, no one thinks very much"
Ég er hins vegar sammála þér að trúin sem boðuð er í ofsatrúarhópunum sem þú skrifar um í blogginu þínu er ekki af hinu góða, sá guðsskilningur sem þar er boðaður ristir ansi grunnt og er oft frekar af hinu illa en hitt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.12.2008 kl. 16:18
DoctorE! Gaman að þú skulir heimsækja míns kristilegu síðu! Mér er spurn hvað ert þú gamall?
Og svo hverjir eru þessir ofsatrúar söfnuðir?
Greta! Takk fyrir að standa vaktina betur en greinarhöfundur! Eg er nefnilega á fullu í undirbúningi
fyrir hátíðirnar, og dvel lítið á þessum vetvangi,eins og er .
Hjartans þakkir!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 21.12.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.