29.12.2008 | 21:04
Stofnaði fyrirtæki annan í jólum.
Sæl verið þið!
Það var fjölskylduboð hér á annan dag jóla sem er ekki í frásögu færandi nema hvað ég stofnaði fyrirtæki! Þannig er að ég hef tekið að mér ráðgjöf og sálgæslu gegnum tíðina, og synir mínir hafa orðið vitni að því alla sína tíð.Og ég hef unnið þetta verk með gleði, og oft séð mikinn árangur af þessu starfi.Gunnar sonur minn kom með þá uppástungu að nú væri kominn tími á að ég opnaði stofu og ég ætti að selja þessa þjónustu dyrt,enda væri mikill árangur af starfi mínu.En þar sem ég veit að þú ert svo góð í þér myndirðu aldrei taka neitt fyrir þessa þjónustu.Þá er best að ég sjái um þá hlið sagði hann! Þessi frásaga af okkur hér bar einmitt á góma í téðu jólaboði, nema hvað útfærslan varð heilt fyrirtæki. Þannig er mál með vexti að bróðursonur minn hann Ásgeir er að læra félagsráðgjöf, og okkur datt í hug að opna stofu með sálgæslu og félagráðgjöf í huga. Og þetta verkefni vatt heldur betur upp á sig,mamma sagðist geta verið við símsvörun og Ásgeir maðurinn minn gæti verið í móttökunni og kærastan hans Ásgeirs sem er í lögfræði gæti séð um að innheimta ef með þyrfti. Já! Og þar með varð þetta fyrirtæki okkar Ásgeirs til í jólaboði. Þetta gekk svo langt að við fundum nafn á þetta skemtilega fjölskyldu fyrirtæki " Ráðgjafastofa Dóru og Ásgeirs" Svo var hlegið og hlegið Þetta var virkilega skemtilegt jólaboð! Ekki má gleyma því að það var farið í alskonar skemtileg spil, sem allir höfðu gaman að,eftir allann hátíðarmatinn. Ég er ekki frá því að svona jólaboð eigi að vera oftar.
Kæru vinir! Drottinn Guð blessi ykkur öll!
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl mín kæra.
En þetta er nú samt nauðsynlegt að fólk geti komið og leitað sér hjálpar.
Þú hefur hæfileikana til að hjálpa þeim sem eiga í erfiðleikum.
Hvernig væri nú að biðja um handleiðslu Guðs í þessu máli.
MEgi almáttugur Guð vera með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 21:14
Sæl fröken Rósa!
Takk fyrir þetta.Mér fannst þetta bara svo skemtilegt jólaboð að ég mátti til með að
koma með þessa skemtilegu sögu.
Í kærleika Krists
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:06
Sæl konungsdóttir.
En þarna ert þú flottust og gætir náð að hjálpa fleiri aðilum með markvissum hætti.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:38
Þú ert frábær Halldóra mín, og það væri mörgum hjálp í að leita til þín með sína erfiðleika. Guð blessi þig kæra vinkona
Guðrún Sæmundsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:42
Sæl Halldóra mín.
Sjáðu bara, ég er komin með liðstyrk.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:49
Sælar!
Guðrún takk fyrir komuna og hlyleg orð í minn garð.
Rósa mín! Ég hef nóg að gera og þarf ekki þesskonar auglysingu
en takk fyrir samt. Ég fer ekki ofan af því að þetta jólaboð er með þeim betri!
Börnin okkar sem allt snérist um eru orðið fullorðið fólk og taka því allir virkan þátt í glensinu
Vináttu kveðjur Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.12.2008 kl. 23:34
Sæl systir,
Þetta er nú ekki svo vitlaus hugmynd á þessum erfiðu tímum. Svona verða fyrirtæki til. „hálfnað verk þá hafið er" Svo er nú hinn handleggurinn hvort það beri sig.
Bestu kveðjur,
Pétur
P.s. svo gæti Ásgeir sprautað bíla fyrir viðskiptiavini í kaupbæti og einnig gæti ónefndur aðili verið með fjármálaráðgjöf
Pétur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:48
Sæll Pétur minn!
Takk fyrir kommentið. Það var ákveðið þarna í veislunni að þessi ónefndi yrði fjármálastjóri, en ég bara gleymdi því i færslunni.Svo náttúrulega til þess að hafa rólega stemningu á biðstofunni þá eru tónlistarmenn í bunkum í familíunni.Svo er alltaf gott að hafa hjúkrunarfræðing við hendina. Vonandi eer ég ekki að gleyma neinum sem voru ráðnir í vinnu um jólin.
Kveðja Dóra systir.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 30.12.2008 kl. 11:30
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Takk fyrir frábær kynni á árinu sem er að líða.
Samúðarkveðjur til þín vegna þess að þú situr uppi með mig.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:26
Takk Rósa mín fyrir ljúf kynni, öll kommentin skrifuð og "glitteruð".
Ég skora á þig að koma með fallegri mynd af þér,óþolandi að svona lagleg kona sé
í felubúning daginn út og inn. Já og heilu árin Var búin að nefna það við þig að konungs-
dætur þurfa ekki að fela sig !
Bestu óskir um gleðilegt ár í Drottins nafni. Þín bloggvinkona Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:52
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 02:06
Gleðilegt ár vinkona!
Þetta er nú ekki lélegt fyrirtæki, allstaðar toppfólk í hverri stöðu.
Það hefur verið glatt á hjalla hjá ykkur. Kærar kveðjur til allra
Svala Erlendsdóttir, 1.1.2009 kl. 11:42
Sæl Svala mín! Gleðilegt ár!
Yfirsást þetta með toppfólkið,hlyt að vera svo metnaðargjörn
Takk fyrir að vekja athygli á þessu, en þessu verður ekki breytt,nema
að fyrirtækið gangi svo vel að ég þurfi að bæta við manskap,þá leita ég örugglega til þín!
Jer. 29:11 Kveðja Dóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 1.1.2009 kl. 13:16
Sæl Dóra mín.
Skemmtilegt jólaboð' á þínum bæ og vel valið í sveitina. Þú leyfir okkur náttúrlega að fylgjast með hvar þetta góða firma veður staðsett Ráðgjafastofa Dóru og Ásgeirs. Yndislegt þegar fólk hlær og skemmtir sér saman yfir kaffibolla og góðgæti.
Guðs blessun og náð veri með ykkur öllum á nýju ári.
Helena
Helena Leifsdóttir, 2.1.2009 kl. 13:18
Sæl Helena og gleðilegt ár!
Við erum ekki komin með kennitölu og heimilisfang
en hver veit? Læt þig vita.Þú ert velkomin.það verður boðið uppá kaffi
Ásgeir minn ætlar að vera við kaffikönnuna.
Annars er alltaf heitt á könnunni hér hjá mér .
Bestu kveðjur Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 2.1.2009 kl. 14:04
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.1.2009 kl. 14:26
Ó Rósa mín!
Bara yndisleg! Svo kemurðu með kött, og ég sem er með tvo fugla hér.
Sá selskapur væri ekki góður.
þú ert bara blessun!
Svo er nytt ár komið og við Guðs konurnar gengnar inn í nyja blessun!
Sæl að sinni Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 2.1.2009 kl. 17:52
Sæl Halldóra.
Ég skal sjá um Markaðssetningu
Trú, Von og Kærleikur sem er þeirra mestur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 08:19
Þórarinn blessaður öðlingurinn!
Ekki vantar hjálpsemina.Og þetta með markaðssetninguna það er algjört æði á síðustu og verstu.
Þetta fyrirtæki verður örugglega best rekna fyrirtæki landsins hvað starfsfólk varðar, og því þarf ég augljóslega
góðan mann eins og þig í þetta starf,því viljum jú auglysa okkur og fá viðskiptavini.Svo er mágur min,góður drengur
með aulysingastofu,þannig að þetta fer að vera klappað og klárt.
1. kron.4:10 Vertu Guði falinn
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 3.1.2009 kl. 12:00
Það verða ýmis tilboð í gangi í fyrirtækinu, t.d. þeir sem fá bæði sálgæslu og félagsráðgjöf fá bílinn sinn sprautaðann án endurgjalds eða 2 fyrir 1 tilboð, þú borgar fyrir sprautun á bílnum og færð sálgæslu í kaupbæti.
Þetta klikkar ekki! Við erum á grænni grein það sem eftir er.
Ásgeir Pétursson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 02:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.