Ef að sól í heiði sést

Komið þið sæl!

 

Ef að sól í heiði sést

á sjálfa Kindilmessu.

Snjóa vænta máttu mest

maður upp frá þessu.

 

Mér fannst frekar bjart yfir í dag,en engin glanna sól.

Svo hvað úr hverju fer sólin að kíkja yfir fjöllin  háu  úti á landi,þá verður sólarkaffi víðast hvar

sem mér finnst góður siður.

En það allra besta er að eins og fjöllin sem eru umhverfis firðina,borgir og bæi er Drottinn Guð kring um lyð sinn.

Hvort sem það snjóar eður ei,þá er gaman og gott að lifa!

Bara fara varlega og hafa Guð með í för!

 Kærar þakkir í dag. Og Guð veri með ykkur öllum!

                                      Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Sko mína, blogghvíld er lokið í bili. Tvær vinkonur mínar eru búnar að senda mér línu og spyrja hvar ég eiginlega sé. Verð að fara að hætta þessari leti.

Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn. Er sí og æ skín fyr' hann á heimili, í skóla, í hverjum leik, Sem honum geðjast kann.

Kór: Já, sólskinsbarn, já, sólskinsbarn, Guð vill, að ég sé honum sólskinsbarn, Já sólskinsbarn, já, sólskinsbarn, Já, það vil ég vera fyr' hann.

Guð vill, að ég reynist af hjarta hlý, Við hvern sem er með mér, Og geti æ sýnt, hve glatt og ljúft Í geði barn hans er.

Frá villu og freistni að vernda mig. ég vil biðja Frelsarann, Og láta mig muna lengstum það, að lýsa ég á fyr' hann.

Hans sólskinsbarn varð ég að sönnu þá. Að segja ef ég aðeins vil, Og erfi með Jesú himin hans Og heyr' honum ávallt til.  Nellie Talbot - B. Jónsson.

"Drottinn hefir heyrt grátbeiðni mína, Drottinn tekur á móti bæn minni." Sálm. 6:10

"Hann segir: Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðis degi hjálpaði ég þér. Nú er hagkvæm tíð, nú er hjálpræðis dagur." 2. Kor. 6:2.

 Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.2.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa!

Blogg hvíld- hvað? Blogga bara þegar "hugmyndirnar flæða inn í huga minn

Þú ert bara sólskinsbarn Rósa mín  halt því áfram

Þar til næst. Guð blessi þig!

                                  Halldóra.

ps. Vertu líka dugleg í pjattinu-þú skylur!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 2.2.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband