Draumur

KOmið þið sæl!

Dreymdi í nótt sniðugan draum.Hann var á þá leið að  mér fannst ég vera að tala við Guð um ástand þjóðarinnar,og ég spyr Guð þessarar spurningar,hvenær líkur öllu þessu óvissu ástandi þjóðarinnar?

Mér fannst ég reyndar sitja við glugga sem var allur mis stórar rúður og með rúllugardínum, og ég eer einhvernvegin að tala við Guð, og mér þykir ég finna fyrir nálægð hans þar sem ég sat.Þegar ég spurð Guð um það hvenær þessu lyki,þá sagði Guð,ég held í spottana og ég á alla tíma,svo togað hann í böndin á rúllugardínunum sitt á hvað ,í því koma fleiri spottar úr loftinu í herberginu sem við vorum í  og hann togaði í þessa spotta.En þeir voru svo hátt upp að það hefði verið lífsins ómögulegt fyrir nokkurn mann að ná í þessa spotta.Ég spyr þá Guð áfram  spurninga,því mér fannst ég verða að fá svör við ymsu fyrst ég var búin að ná sambandi við Guð.Og ég spyr Guð hvenær sá tími kæmi að þessu lyki, og nú vildi ég dagsetningar.Þá rann það upp fyrir mér að glugginn sem við Guð sátum við,var svo hár að það hefði enginn getað  með nokkru móti að sjá hvar glugginn endaði.En  á þessu augnabliki sé ég hillu beint fyrir framan mig, og Guð sagði mér að lesa sálm 49. og það gerði ég,en fannst allt breytast við þetta svar,það er að mér fannst ég vera komin inn í herbergi með grænu veggfóðri.En sálminn hef ég lesið vandlega, og það er merkilegt hvað kemur þar fram. Látum sálminn tala:

Heyrið þetta allar þjóðir,hlustið á þér heimsbúar,bæði lágir og háir,jafnt ríkir sem fátækir! Munnur minn talar speki ígrundun hjarta míns er hyggindi.Ég hneygi eyra mitt  að spakmæli ræð gátu mína við gígjuhljóm.Hví skyldi ég óttast á mæðudögum þá er hinir lævísu óvinir mínir umkringja mig með illsku þeir sem reiða sig á auðæfi sín og stæra sig af miklu ríkdæmi.Enginn maður fær keypt bróður sinn lausan né greitt Guði lausnargjald fyrir hannLausnargjaldið fyrir líf þeirra yrði of hátt svo hann yrði að hætta við það að fullu,ætti hann að halda áfram að lifa æfinlega og ekki líta göfina.Nei hann sér, og vitrir menn deyja,fífl og fáráðlingar farast hver með öðrumog láta öðrum eftir auðæfin sín.Grafir verða heimkynni þeirra að eilífu bústaður þeirra frá kyni til kyns,jafnvel þó þeir hafi kennt lendar við nafn sitt.Maðurinn í allri sinni vegsemsd stenst ekki,hann verður jafn skepnunum sem farast.Svona fer fyrir þeim sem er þóttafullur,og þeim er fylgja þeim og hafa þóknun á tali þeirra,þeir stíga niður til heljar eins og suðahjörð,dauðinn heldur þeim á beit,og hinir hreinskylnu drottna yfir þeim  þá er morgnar og mynd þeirra eyðist.Hel verður bústaður þeirra.En sál mína mun Guð endurleysa því að hann mun hrífa mig úr greipum heljar.Óttast þú ekki þegar ewinhver verður ríkur þegar dyrð húss hans verður mikil,því að hann tekur ekkert af því með sér þegar hann deyr auður hans fer ekki þangað niður eftir honumHann telur sig sælann meðan hann lifir .Menn lofa þig af því að þeim farnast vel.Hann verður þó að fara til kynslóðar feðra sinna sem aldrei að eilífu sjá ljósiðMaður í vegsemd er hyggindalaus verður jafn skeppnum sem farast.

 

                         Kv. Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Halldóra.

49.Sálmur. Já, nokkuð skýr skilaboð. Takk fyrir að birta drauminn þinn.

Kærleikskveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 15:13

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Heill og sæll Þórarinn!

Takk fyrir kommentið.Ég hef svolítið gaman að þessu.

En nú er líka kominn nyr flötur á þennan sálm í mínum huga.

Drottinn hressi þig og blessi

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 27.7.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Halldóra mín

Takk fyrir þennan pistill

Guð veri með þér góða kona = konungsdóttir.

Kær kveðja/Rósa Konungsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.7.2009 kl. 20:05

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Rósa! Takk fyrir þetta og allt hitt líka

´Eg hef lúmskt gaman að þér,í öllu konungs

dóttur talinu þínu.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 28.7.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband