Engin jákvæð frétt í dag.

Marg blessuð gott fólk!

Það er ekki ein jákvæð frétt í dag.Allar neikvæðar,og sumar afar sorglegar.En svona eru fréttir,það er allt uppi á borðinu í dag.Það er samt ein jákvæð frétt sem ég get fært ykkur kæru þið sem lesið þett, og það er að ég fór í göngutúr í morgun í roki og rigningu,og í ullarpeysu með trefil og hanska.En þá hefði ég viljað hafa rúðuþurrkur á gleraugunum.Það hefði verið snilld. En hvað er svona jákvætt við það að ein kona íGarðabæ fór út að ganga? Jú það hressir hugann og hreinsar lungun og svo er það dásamleg hreyfing sem maður færSmile Ég er nefnilega mikð fyrir að ganga,en hef ekki gert mikið að því að ganga á fjöll. Svo gerði ég líka margt skemtilegt í dag,bakaði, og söng falleg lög meðan ég braut saman þvottinn. Svo er ég að gera ymislegt sem er mikil áskorun fyrir mig persónulega,en í bili segi ég ekki frá því. Helst væri ég til í að fara í sparifötin og fara á söng samkomu,þar sem allir tækju undir.Það hressir sálin.Vona að ég sé ekki ein um það.Svo er líka gott að brosa! Já lífið getuir verið svo ágætt, en við heyrum kanski minnst af því. Ef þið sáuð Ísland í dag,þá var hann Gunnar sonur minn að gefa stöðinni leyfi til að fylgjast með megrunar átaki sem hann hefur verið í um nokkurn tíma,og hann hefur lést um rúm tuttugu kíló.Það er jákvætt!

Gerðist eitthvað jákvætt hjá þér í dag? Segðu okkur söguna  af því hér í kommentin og söfnum jákvæðum  sögum af okkur sjálfum.Þau þurfa ekki endilega að vera svo merkileg,en við Íslendingar erum sagnaþjóð, og getum það vel. Vertu endilega með,ég er spennt að heyra þína sögu.

                              Kærar þakkir 

                                         Halldóra .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra

Flottur pistill. Hlakka til að fylgjast með Gunnari syni þínum en verð að fylgjast með án Stöðvar 2 því ég er ekki áskrifandi af Stöð 2 vegna þess að ég tími ekki að borga áskriftargjald. Ég er óbetranleg.

Ég fór að hitta fullt af konum í dag í Hvítasunnukirkjunni. Þær hafa sama hlutskipti og við. Það var mjög gaman að hitta þær aftur eftir sumarfrí.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.9.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Takk Rósa mín!

Flott saga af góðri stund á Vopnafirði!

   Knús!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 16.9.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband