Mælt með að konan sé yngri og klárari.

Komið þið sæl!

Þegar ég renndi augunum yfir þessa frétt  fannst mér hún tóm vitleysa,en þegar ég fór að hugsa betur um hana fannst mér hún en vitlausari. Ég hef nefnilega skoðun á þessum málum eins og örugglega flestir. Aldur er nefnilega afstæður.En fólk getur líka verið að gera ranga hluti í sambandi við sambúð eða hjónaband.Vissi af manni hér á árunum áður sem var rúmlega fertugur en konan sem hann var með var komin yfir sextugt.Og það skein út úr honum vansælan.Og hann minnt mig á karakter eins og okkar frábæra Ragnar Reykás.Því svo fór þessi náungi að yngja upp og það var hinn endinn á aldursmuninum,hún var jafnaldra mín eitthvað um tvítugt kanski nítján. Þannig að vel skal vanda það sem lengi skal standa! Það er annars merkilegt að hugsa umþað hvað það er sem dregur mann að konu? Er það útlitið? gáfurnar? trúar skoðun? eða önnur sameiginleg reynsla? Einhverntíma var talað um líkamslikt,að fólk ómeðvitað laðaðist að hvort öðru gegnum hana.Hvað svo sem það nú er þá tel ég ástina vera eins og innra segulstál sem laðar aðra manneskju að . Hér áður fyrr var það óskrifuð regla að konan væri yngri,væri heimavinnandi og hugsaði um börn og bú. Og öllum fannst það æði.Svo kom hippa tímabilið og þá fóru konur að menta sig meira og urðu kanski mentaðri en karlinn,af því að hann vann á sjónum eða sem bifvélavirki,svo dæmi séu tekin.Konan hafði bara meiri tíma til að lesa og fara í langskóla nám af því að maðurinn vann sína vinnu og börnin uxu upp.Hvað um það þá er tryggðin og ástin eitthvað sem best er að fara vel með.

Og ef eitthvað kemur upp í sambandinu þá mæli ég með að fólk sættist og hlúi hvort að öðru því það er ekkert víst að einhver önnur manneskja geti geert okkur hamingjusamari. Og ég mæli með að fólk í hjonabandi eða sambúð biðji saman,það gefur einlægninni  en stærra pláss í lífinu.

  Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi!

                    Kærar kveðjur.

                                              Halldóra.


mbl.is Mælt með að konan sé yngri og klárari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð mín kæra

Þið Ásgeir fallið vel inní þessa frétt með aldursmuninn en ég skal ekki dæma um með hvor er klárari.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa mín!

Hann  er hæst ánægður  með sína spúsu

Kveðja úr Garðabæ

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.10.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband