29.10.2009 | 12:30
Góð ráð.
Góðan dag!
Mig langar til þess að kvetja ykkur kæru vinir til þess að leita Drottins Guðs undir öllum kringumstæðum lífsins.Þegar vel gengur líka,ekki bara í neyð.Það er reynsla mín að það hjálpar.
Jesús sagði eitt sinn Ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. Þetta loforð stendur en.
Það stendur líka í sálmunum Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá.
Þú skalt biðja Guð að vera með þér sjálfum og þínu fólki,síðan skaltu stækka sjóndeildarhringinn og biðja fyrir ráðamönnum þjóðarinnar að Guð gefi þeim visku og góða heilsu.
Verum samtaka í að biðja þannig blessun yfir landið okkar!
Bestu kveðjur
Halldóra.
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
- aglow
- stingi
- markusth
- gunnarasgeir
- arabina
- arncarol
- meyfridur
- baenamaer
- brandarar
- cakedecoideas
- christiancoaching
- einargisla
- fanneyogfjolnir
- fridrikschram
- gudnim
- alit
- zeriaph
- drengur
- eyfeld
- jonmagnusson
- bassinn
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kketils
- vonin
- margis
- mofi
- olijoe
- ragnarbjarkarson
- ragnargests
- rl
- rosaadalsteinsdottir
- sirrycoach
- snorribetel
- sur
- svala-svala
- svavaralfred
- hebron
- tb
- valdimarjohannesson
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl ,Halldóra mín.
Hér stigur þú fram og það er gott málefni og raunar það albesta sem í boði er. það er það, sem að þú býður samlöndum þínum.
Takk fyrir framtakið. Algóður Guð blessi þig !
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 12:44
Allmargir gyðingar treystu líka á Guð í seinni heimstyrjöldinni. Hvert skilaði það þeim. Í GASKLEFANNA.
Það er beðið fyrir veiku fólki og þegar því batnar þá þakkið þið Guði. Ef það deyr þá þegið þið.
Já já ég veit nú koma klisjurnar : Við skiljum þetta seinna. Guð hjálpar ekki þeim sem hjálpa sér ekki sjálfir. Vegir Guðs eru órannsakanlegir.
NEI, maðurin verður nr. 1,2, og 3 að treysta á sjálfan sig.
Kæmi mér ekki á óvart að þið hefðuð einhvern tíma leitað til læknis í veikindum ykkar. Af hverju ? Jú hann Guð ykkar getur verið svolítið mistækur í góðverkum sínum.
Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 13:40
Heill og sæll Þórarinn. Takk fyrir falleg orð í minn garð.
Guð veri með þér.
Egill: Takk fyrir innlitið.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.10.2009 kl. 16:24
Snubbótt var kveðja þín Halldóra.
Ég vil fá svör, ekki útúrsnúninga. Erum við Íslendingar virkilega það slæmir að við ættum þessa "efnahagskreppu" skilið og upplausn fjölskyldna og annarra aðila í þjóðfélaginu. Dugir bænin ein og trú á Guð til að leysa okkur úr þessum hörmungum ? Ég er efins.
Fyrir nokkrum árum horfði ég á þátt með Benny Hinn, hann var að tala við 44 ára gamla konu sem hafði læknast fyrir atbeina guðs af brjóstakrabbameini og bænir góðra manna. Guð var lofaður og batinn þakkaður. Svo jafnræðis væri gætt hefði ég líka viljað sjá "viðtöl við þær 40.000 konur sem létust úr brjóstakrabbameini í U.S.A þetta sama ár. Ætli að þær hafi verið sáttar við að deyja frá fjölskyldu sinni í blóma lífsins ? Ætlar þú að sannfæra mig að þær hafi dáið sáttar ? Ég efa að þær hafi gert það. Þær hafa eflaust margar beðið ásjár guðs en án árangurs. AF HVERJU ?
Ég vil svör: Af hveju er kærleika og miskunsemi Guðs svona misskipt ? Hættið að slá um ykkur með "háfleygum og djúpum" svörum. Svarið á mannamáli svo að ég og annað venjulegt fólk skiljum. Hjálpið mér og öðrum að skilja hinn miskunsama Guð.
Þ.e.a.s þeim sem horfði á þjóðarmorðin í Júgoslavíu og situr enn hjá varðandi þjóðarmorðin í Darfurhéraði Súdan.
HVERSKONAR GUÐ ER ÞETTA ?
Svo vil ég minna þig á Halldóra að þú öðlaðist ekki þína trúarreynslu á eigin vegum. Þér var kynnt biblían og kristinn trú af öðrum. Já þú varst mötuð á kærleika Krists í upphafi. Svo vil ég benda þér á að við Íslendingar gerðumst ekki kristnir vegna eigin reynslu. Trúnni var þvingað upp á okkur með valdboði árið 1.000. Svo var aftur þvingað upp á okkur "endurbótum" á trúnni árið 1550.
Gerir þú þér ekki grein fyrir því að trú þinni var þröngvað upp á þig. Þar liggur sagan ljós fyrir.
Ef þú hefðisr fæðst í suðaustur asíu þá værir þú senni lega þessa stundina á hraðahlaupum með reykelsi í vinstri hendi og hrísgrjónaskál í þeirri hægri til að færa guði þínum fórn, og boðskapur þinn væri allt annar en sá sem við erum lesa hér á bloggi þínu.
Kv, Egill
Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:22
Sæll vertu Egill!
Ég er ekki að snúa út úr.Öðru nær. Ég er ekki heldur að fjalla um neitt af því sem þú kemur með. Aðeins að tala um það að eiga Guð sér til hjálpar.Með það að trúin hafi verið þröngvuð upp á mig er það mesta della,mér var sagt frá hjálpræðisverki Jesú Krists.Og ég hef sjálfstæðan vilja og þessvegna valdi ég trúna á Guðs son.Ég er alfarið á móti allri þeirri illsku sem þú telur hér upp.Og ef þú þekktir mig myndirðu sjá hvað trúin hefur gert mér gott.Ætla ekki að segja neitt um það hér á blogginu og það að ef ég væri fædd í austurlöndum væri ég með reykelsi og hrísgrjónaskál. Eins og mín mál eru þá væri það ekki tæknilega hægt.En það skiptir ekki máli.Mitt líf er það sem það er vegna þeirrar trúar sem ég á. Og mér er þvert um geð að karpa um það.Hitt er satt að ég hef séð fólk öðlast líf í fullri gnægð þegar það gafst Jesú Kristi. Og í ölduróti lífsins er ekkert betra en að eiga athvarf hjá Guði.
Svo það sé á hreinu þá er öll illska í hvaða mynd sem er ekki komin frá Guði .Því hann er hið góða ,fagra og fullkomna.
Þú manst, það eru tvö öfl í heiminum
Bestu kveðjur
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 29.10.2009 kl. 21:59
Hæ og hó.
Dró orð fyrir Egil: "Meistarinn er hér og vill finna þig." Jóh. 11:28.
Guð gaf okkur öllum frjálsan vilja. Ég tók ákvörðun sjálf að fylgja Jesú.
Skynsamleg ákvörðun sem var tekin fyrir 1000 árum. það sem er að hér á Íslandi er að við höfum fjarlægst Guð og hin kristnu gildi. Við þurfum öll að taka ákvörðun að fylgja Jesú og þá veit ég fyrir víst að Guð almáttugur mun snúa við högum þjóðar okkar. það var ekki Guð sem hefur kallað yfir okkur þessar þjáningar. það voru menn sem voru að dansa í kringum Gullkálfinn, menn sem dýrkuðu Mammon. "Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og Mammón." Matt. 6:24. Þú veist alveg hver Mammon er? Þú veist að Ísraelsmenn höfðu óhlýðnast Guði þegar þeir bjuggu sér til annan guð - Gullkálfinn. Þú veist að þar var Myrkrahöfðinginn að verki en hann er kominn til að stela, slátra og eyða. Hann gleðst yfir óhamingju okkar hér á Íslandi í dag en þetta á eftir að lagast því við og trúsystkinin okkar um allan heim erum að biðja Guð um að snúa við högum okkar og við verðum bænheyrð.
Egill, frásögnin hér fyrir neðan er um mann sem hafði verið lamaður í 38 ár. Við getum öll spurt okkur um af hverju Jesús læknaði ekki alla?
"Þessu næst var hátíð Gyðinga. Þá fór Jesús upp til Jerúsalem.
Við Sauðahliðið í Jerúsalem er laug, sem kallast á hebresku Betesda. Þar eru fimm súlnagöng.
Í þeim lá fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra og lamaðra [sem biðu hræringar vatnsins.
En engill Drottins fór öðru hverju niður í laugina og hrærði vatnið. Sá sem fyrstur fór ofan í eftir hræring vatnsins, varð heill, hvaða sjúkdómur sem þjáði hann.]
Þarna var maður nokkur, sem hafði verið sjúkur í þrjátíu og átta ár.
Jesús sá hann, þar sem hann lá, og vissi, að hann hafði lengi verið sjúkur. Hann segir við manninn: "Viltu verða heill?"
Hinn sjúki svaraði honum: "Herra, ég hef engan til að láta mig í laugina, þegar vatnið hrærist, og meðan ég er að komast, fer annar ofan í á undan mér."
Jesús segir við hann: "Statt upp, tak rekkju þína og gakk!"
Jafnskjótt varð maðurinn heill, tók rekkju sína og gekk." Jóh. 5. 1.-9
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2009 kl. 23:57
En það er nú bara þannig að við höfum ekki svör við öllu og þess vegna verðum við bara að vona að við fáum svör seinna.
Sá sem hefur gengið með Guði hefur séð að Guð er raunverulegur, bæði í daglega lífinu og þegar maður gengur í gegnum erfiða tíma. Við getum ekki skilið af hverju Guð læknar suma en ekki aðra. Ég hef stundum furðað mig á því og ekki skilið.
Biblían gefur þó upp margar skýringar. T.d. segir að Jesús gerði ekki mörg kraftaverk á einum stað vegna trúleysis fólksins. Af hverju það hefur áhrif veit ég ekki, en svona er þetta bara. Önnur ástæða sem Biblían nefnir fyrir því að Guð hlusti ekki á bænir fólks er sú að við hlustum ekki á hann.
Svo segir reyndar líka að eitt sinn verða allir menn að deyja. Ef allir fengju lækningu við öllu þá myndi enginn deyja.
Það er allavega víst að það er í mörg horn að líta fyrir Guð og líklega flókið að láta allt þetta batterý ganga upp á fullkominn hátt. En ég treysti því að Guð viti betur, ég get ekki annað. Ég hef fengið að reyna hann í lífi mínu og þess vegna legg ég líf mitt í hans hendur og reyni að segja eins og nokkrir Guðs þjónar úr Daníelsbók sem áttu á hættu að verða líflátnir: Ef Guð vill leysa mig úr því sem ég geng í gegnum þá gerir hann það, en ef hann gerir það ekki þá mun ég samt ekki afneita honum.
Andri (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 00:10
Sæll Egill.
Já, það er margt sem að við hugsum, þegar kemur að fagnaðarerindinu, sum okkar taka það trúanlegt frá byrjun, en svo eru aðrir sem vilja KRYFJA ÞAÐ OG gera því allt til foráttu. Það er bara þannig. Því Guð neyðir engan til fylgis við sig . Hann gaf okkur FRJÁLSAN VIJLA, og skýrði út fyrir okkur. hvað það þýddi að ef að við fylgdum honum, og svo hva ef að við fylgdum honum ekki.
Eftir að ég hafði lesið Biblíuna og leitað míns Drottins var ÉG EKKI í vafa með mig, og þannig er það í dag. Og sem meira er , mér líður betur og betur með honum !
Egill minn, mér finnst skína svo mikil neikvæðni frá þér í garð Drottins, og það getur verið ástæða til þess og ER ÁSTÆÐA, EINS OG MÉR finnst ég sjá á skrifum þínum.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 04:00
Sæll aftur Egill, (ég var ekki búinn) !
Það er svo margt sem að hvorki ég skil né þú, í djúphugsun um Biblíuna en þar eru hlutirnir sýndir mjög skýrt og eins eru þeir sýndir þannig að ég skil ekki.
En ég læt mér nægja að skilja það sem að ég skil, því það hefur verið þannig með mig að smátt og smátt skil ég hlutina betur og betur, og ÞAÐ FINNST MÉR NOTALEGT.
VIÐ verðum öll fyrir áföllum í lífinu, en ekkert okkar skynjar eða upplifir það eins.
"Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir" það er ekki stafkrókur um það í Biblíunni, og er hér til dæmis um það hvað menn bæta við og skrumskæla.
Þess vegna vitna allflestir í staðin í Biblíunni hvar það er skrá sem að þeir eru að segja frá eða tala um !
Eins og til dæmis. Jóh.14,6 eða Jóhannes 14 kafli 6 vers. og lesa þá menn þá TILVÍSUN.
Svo óska ég þér alls þíns besta og langar til að segja þér það að Jesus elskar alla og ÞIG LÍKA.
Svo bið ég Guð að blessa þig.
ps. Ef að þér snýst hugur og þig langar að kynnast hvað Jesús hefur fram að færa, þá myndi ég lesa til að byrja með.
Rómverjabréfið og Postulasöguna, Annað Korintubréf og síðan er frábært að lesa Sálmana og Orðskviðina, þetta er mín reynsla og hefur gefið mér meiri og betri skilning á boðskap Jesus Krists.
Og enn og aftur , Guð veri með þér.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 04:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.