Jólaljósin og skemtilegur tími.

Góðan dag gott fólk!

desember er runninn upp.og samt finnst manni ekkert langt síðan síðustu jól voru.Og það gerist margt í hjörtum okkar á þessum árstíma, enda hér mikið skammdegi.Þ'a förum við af stað til þess að tendra jólaljósin. Setjum á tré og svalir ljós,og í glugga setja margir marglitar perur. Fyrir utan allann baksturinn sem einkennir þennan árstíma,þá er viss stemning sem ríkir meðal okkar.Gleði og eftirvænting heitir hún.Þetta ár hefur einkennst af  bankahruninu, og margir eru skelkaðir.En það er mjög gott að vera jákvæður.Og það er val! Veljum kæru vinir að vera jákvæð,því það er miklu betra fyrir sálina.Þó svo að okkur sé sagt að ríkisstjórnin komi varla til með að  geta leyst þann mikla vanda sem landið er í ,þá verður lendingin góð! Þetta fer allt vel!  Við skulum bara tendra öll þau ljós sem við getum og setja upp jóladúka og skraut.Mest er þó gaman að setja upp skraut eftir börnin sín.Bæði fyrir þau sjálf og líka okkur stóru börnin. Svo mæli ég með því að fjölskyldur drekki saman kakó á kvöldin og  njóti saman börn og fullorðnir.Gott er að ræða saman um það sem gerðist yfir daginn og gleðjast saman.Það er ekki holt að belgja sig út fyrir nóttina,en heitt kakó og fjölskyldan saman  gerir okkur bara gott.Svo mæli ég með því að foreldrarnir setjist við rúm barna sinna og biðji  með þeim  faðir vor. Njótum ljósanna og samfélagsins við hvert annað á þessum fallega tíma.

        Guð veri með okkur öllum!

                                         Kveðja úr Garðabæ

                                                        Halldóra.


mbl.is Mikil eftirspurn eftir jólaskreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Christmas Glitter Pictures

Hæ og hó.

Próf kl 13 á morgunn.

Guð veri með þér jólastelpa.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.12.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Blessuð Rósa mín!

Gangi þér vel í prófinu.

Takk fyri þessa flottu mynd.

 Sofðu rótt, og Guð geymi þig.

 Kveðja úr kuldabolanum í Garðabæ

       Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 2.12.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband