Ísbirnir ung dyrategund.

Sælt veri fólkið!

Gat ekki annað en brosað með sjálfri mér er ég las þessa frétt,að ísbirnir hafi þróast frá brúnbjörnum  fyrir 150 þúsund árum.Ég sá þetta  einhvernvegin  fyrir mér gerast á tveimur sekúndum, og þann dökka upp á klakanum alveg ringlaðann.Þetta er nú bara mín fantasía.En einhvernvegin urðu þessar tvær tegundir til.Hvort Guð gerði þá í sitthvoru lagi eða að þetta var þróun,þá er sköpunarverkið samt þvílikt furðuverk,réttara sagt meistaraverk! Ég ber virðingu fyrir vísindunum, og sennilega hafa þeir mikið til síns máls.Biblían segir okkur að Guð skapaði manninn, og gerði  hann þannig að lítið vantaði uppá að hann væri eins og Guð. Svo hafa þessar merkilegu skeppnu ísbirnirnir komið af og til hingað og komið í fréttirnar og við fylgst vel með þeim fréttum.Man fyrst eftir að ísbjörn kom í Grímsey  líklega fyrir 1970.Þetta eru merkilegar skeppnur, geta rotað mann með annari loppunni með lítilli fyrirhöfn.Eins gott að verða ekki á vegi þessarra skeppna.Svo er það líka merkilegt hvað Guð gerði feldinn þeirra sterkann að þola öll veður og úthald á jöklum obbann úr lífi sínu.

Gaman að þessu!

                                      Góðar kveðjur úr Garðabæ

                                               Halldóra. 


mbl.is Ísbirnir ung dýrategund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér leikur alltaf forvitni á að vita hvernig Nói náði í Ísbjarnarparið til að hafa með í Örkina. Hvað þá Kengúruna, Lamadýrið og það allt.  Það er þó skýring á því hvernig svertingjarnir urðu til, sem er ágætt. Kam fékk þá bölvun að breytast í blökkumann eftir að hann flissaði yfir föður sínum þegar hann sá hann afvelta og berrassaðan eftir brennivínsdrykkju.  Það eru ekki nema rétt um 4 þúsund ár síðan samkvæmt bókinni þinni. Það er annar ágætt að þú teljir vísindamenn geta haft eitthvað til síns máls. Þú mátt þó ekki sannfærast um það, því þá lendirðu á heitum stað.  Það er því aldrei of varlega farið.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2010 kl. 23:53

2 identicon

Reyndar eru bjarnardýrin tvö svo skyld að þau geta eignast afkvæmi sem geta svo áfram eignast afkvæmi.

Þannig að samkvæmd skilgreiningu er þetta eitt og sama dýrið. Það komst nú samt ekki upp að ég held fyrr en í einhverjum dýragarðinum þar sem bæði bjarnardýrin voru og gömnuðust.

Síðustu 10.000 árin hafa verið mjög álíka í hitastigi sem er nokkuð óvenjulegt... mjög góðar aðstæður fyrir manndýrið. Þar á undan var mjög mikil ísöld og ísland allt undir ís í svo tugþúsunda ára skipti. Ísöldin fyrir u.þ.b. 150 þúsund árum skall á hratt og var mörgum dýrum erfið og aðlögun þurfti að gerast tiltörulega hratt...

Eiginlega er þetta hvorki vísindi né trú...

Svo sannarlega skemmtilegt að velta þessu fyrir sér.

kv e

Einar T (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 01:40

3 identicon

Það hefur lengi verið vitað að þar sem búsvæði skógarbjarna og ísbjarna liggja saman, t.d. í norður Kanada og Alaska, þar finnast kynblendingar tegundanna.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 10:39

4 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, út frá sköpun þá eru ísbirnir aðeins afbrigði og mynduðust líklegast eftir flóðið enda eins og Einar benti á þá er þetta í rauninni sama dýrategundin. Síðan er það langsótt að lesa úr Biblíunni bölvun sem breytti Kam í blökkumann; ég les þetta engan veginn þannig. Samkvæmt Biblíunni þá gerðist þetta fyrir sirka 4500 árum síðan en ég myndi ekki halda svo fast í ákveðna tölu, frekar að út frá Biblíunni þá er ýkt langt síðan þetta gerðist, innan við tíu þúsund ár eða svo.

Mofi, 2.3.2010 kl. 13:05

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það voru reyndar blökkumenn, sem breyttust í hvíta menn en ekki öfugt. Það gerðist við aðlögun af búsetu í Norður Evrópu. Fæði manna þar var ekki nógu ríkt af D vítamíni til að hægt væri að fullnægja afganginum með sólargeislum á þessum norðlægu slóðum með dökka húð. Hvíta húðin vinnur mun meira D vítamín úr sólinni en sú dökka. Þess vegna þróaðist tiltölulega fljótt hvít húð á mönnum á þessum norðlægu svæðum einfaldlega af þeirri ástæðu að þeim mun hvítari, sem húðin var þeim mun líllegra var að menn lifðu nógu lengi til að eignast afkvæmi. Ef ég man rétt er talið að hvítir menn hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið með þessum hætti fyrir um fimm þúsund árum. Því er það svo að ef það er rétt að það standi í Biblíunni að blökkumenn hafi þróast úr hvítum mönnum þá er það einfaldlega bull eins og margt annað í þeirri bók þegar kemur að þróun lífstins.

Þessi þróun var því eins og skólabókardæmi um það hvernig þróun verður samkvæmt þróunarkenningu Darwins. Það sama á við um þróun ísbjarnarins. Væntanlega hefur björnum á ísbreiðum norðursins gengið betur að ná í bráð þeim mun ljósari, sem feldurinn var því þeim mun betur gátu þeir leynst bráð sinni. Þykkari feldur, sem ver betur gegn kulda er líka eðlileg þróun þegar loftslag kólnar út frá þróunarkenningu Darwins.

Sigurður M Grétarsson, 2.3.2010 kl. 15:11

6 Smámynd: Mofi

Sigurður, það er ekkert í Biblíunni um að blökkumenn hafi komið frá hvítum mönnum. Allt sem þú síðan lýstir er engin darwinísk þróun þar sem tilviljanakenndar stökkbreytingar búa til nýjar upplýsingar í DNA kóðanum. Þarna eru aðeins einfaldar aðlaganir dýra að aðstæðum, notandi þær upplýsingar sem voru þegar til í DNA-inu.

Mofi, 2.3.2010 kl. 15:45

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mofi. Þróunarkenning Darwins gengur ekki út á það að þróun hafi alfarið átt sér stað með stökkbreytingum. Það er aðeins gert ráð fyrir að lítill hluti þróunar hafi átt sér stað þannig. Þróunarkenningin gerir einmitt ráð fyrir að þróunin hafi fyrst og fremst átt sér stað með hægfara aðlögunum dýra að aðstæðum. Það kemur einmitt fram í þessari frétt að aðgreining ísbjarna hafi átt sér stað mjög hratt en þá er átt við að það hafi "aðeins" tekið nokkur þúsund ár. Oftast tekur hún mun lengri tíma. Slíkt veldur oftast hægfara breytingum DNA kóðanum en í þeim tilfellum, sem breytingar fara til baka þá gerast þær oft hraðar einmitt vegna þess að þá er notast við upplýsingar, sem þegar eru í DNA kóðanum.

Sigurður M Grétarsson, 2.3.2010 kl. 16:29

8 Smámynd: Mofi

Sigurður, aðal vandamálið sem þróunarkenningin þarf að leysa er hvaðan komu upplýsingarnar. Aðlögun eftir að upplýsingarnar urðu til er eitthvað sem passar alveg jafn mikið við sköpun og við þróun.

Mofi, 2.3.2010 kl. 16:39

9 identicon

Það er bara ekkert vandamál við þróunarkenninguna, kenningin er einföld og eina raunhæfa skýringin á hvaðan líffræðilegur fjölbreytileiki kemur. Flestir reyndar skilja þróun nema þeir sem eru fastir í fjörtum bókstafstrúa.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 17:49

10 identicon

Mofi á ennþá eftir að gefa mér rök fyrir Örkina hans Nóa og það eru búinn að líða þó nokkrir dagar. Talið er að Eþóbía sé fyrsti staður manna. Sköpunarsagan hefur enginn gögn bara að það stendur í bíblíunni. Mofi heldur örugglega að við séu kominn af öpum.

Arnar M (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 18:22

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mofi: Það er nú allt svo stjörnuklikkað sem frá þér hrekkur að ég nenni varla að hnýta í það.  En þú segir: "...út frá sköpun þá eru ísbirnir aðeins afbrigði og mynduðust líklegast eftir flóðið...."  Það þðir samkvæmt fréttinni að þetta flóð þitt hafi átt sér stað fyrir 150.000 árum en ekki 4500 árum.  Er það kannski bara einhver vísindavitleysa, sem ekkert mark er á takandi?

Hvað er annars langt frá sköpun, ef Nóaflóðið varð fyrir 4500 árum?  Ég vil annars benda þér á að það ríkti hámenning í Egyptalandi yfir þennan tíma og um 100 árum eftir flóðið meinta var Keopspyramydinn byggður. Þau hafa ekki legið á liði sínu í sifjaspellinu þarna í fjölskyldu Nóa.  Ef þú lest ekki þetta um Kam út úr biblíunni, þá skora ég á þig að kynna þér álit skoðanabræðra þinna. Samhliða því getur þú borið saman tímalínu sköpunnarsögunnar og biblíunnar við hina eiginlegu tímalínu mannkynssögunnar. Segðu mér svo að mannkynssagan sé skáldskapur og Biblían sannleikurinn. (sem ég veit raunar að þú gerir hver sem rökin eru gegn því)

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 21:51

12 Smámynd: Mofi

Davíð
Það er bara ekkert vandamál við þróunarkenninguna, kenningin er einföld og eina raunhæfa skýringin á hvaðan líffræðilegur fjölbreytileiki kemur. Flestir reyndar skilja þróun nema þeir sem eru fastir í fjörtum bókstafstrúa.

Í grunninn snýst málið um hvernig urðu upplýsingarnar til sem segja fyrir um hvernig á að búa til þær flóknu vélar sem eru í lífverum. Einn segir að upplýsingar geti orðið til með tilviljunum og náttúruvali og fyrir mig sem forritara þá passar það ekki við staðreyndirnar og það vantar vægast sagt gögn sem styðja getu náttúrulegra ferla að búa til upplýsingar.   

Jón Steinar
Mofi: Það er nú allt svo stjörnuklikkað sem frá þér hrekkur að ég nenni varla að hnýta í það.  En þú segir: "...út frá sköpun þá eru ísbirnir aðeins afbrigði og mynduðust líklegast eftir flóðið...."  Það þðir samkvæmt fréttinni að þetta flóð þitt hafi átt sér stað fyrir 150.000 árum en ekki 4500 árum.  Er það kannski bara einhver vísindavitleysa, sem ekkert mark er á takandi?

Ég hef ekki svo mikla trú til að trúa því að þetta átti sér stað fyrir 150.000 árum. Ég tek öllum fullyrðingum manna um atburði sem eiga að hafa gerst löngu fyrir þeirra tíð með gífurlega miklum fyrirvara.  Ég er bara ekki svona auðtrúa :)

Jón Steinar
Hvað er annars langt frá sköpun, ef Nóaflóðið varð fyrir 4500 árum?  Ég vil annars benda þér á að það ríkti hámenning í Egyptalandi yfir þennan tíma og um 100 árum eftir flóðið meinta var Keopspyramydinn byggður

Ég vil helst ekki halda í nákvæm ártöl þegar kemur að atburðum sem gerðust fyrir svona löngu síðan. Ég las heila bók sem fjallaði nærri því bara um einn kafla í Biblíunni sem er tíundi kaflinn í fyrstu Mósebók þar sem listaðir eru upp kongar sem mynduðu aðal þjóðir heims eftir flóðið og höfundurinn rakti hvernig þessi nöfn eru að finna meðal fornra þjóða um allan heim, mjög merkileg lesning, sjá: http://ldolphin.org/cooper/

Jón Steinar
Ef þú lest ekki þetta um Kam út úr biblíunni, þá skora ég á þig að kynna þér álit skoðanabræðra þinna.

Veistu hvaða vers segja þetta?  Ég þekki engan kristinn einstakling sem er á þessari skoðun.

Jón Steinar
Samhliða því getur þú borið saman tímalínu sköpunnarsögunnar og biblíunnar við hina eiginlegu tímalínu mannkynssögunnar. Segðu mér svo að mannkynssagan sé skáldskapur og Biblían sannleikurinn

Það er mjög forvitnilegt að bera þessar tvær tímalínur saman, ég á þannig heima og engin spurning hvor er trúverðugri í mínum augum.

Mofi, 3.3.2010 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband