Það varð allt í einu augljóst.

Komið þið sæl!

Var að glugga í Biblíuna í dag, eins og ég geri svo oft. Og það varð vers á vegi mínum sem fékk mig til að lesa það aftur og aftur.Versið  er svona: Ekki dirfumst vér að telja oss til þeirra eða bera oss saman við suma af þeim ,er mæla með sjálfum sér.Þeir mæla sig við sjálfan sig og bera sig saman við  sjálfan sig og eru óskynsamir. 2. kor, 10:12

Sumt fólk hefur svo gríðarlegt sjálfsálit að það hálfa væri nóg.En það sem verra er að þannig fólk er oftast frekar leiðinlegt,því að það reynir að upphefja sig á kostnað annara,sem er ljótt.Enda segir þetta vers að það sé óskynsamlegt.Merkilegt hvað Guðs orð tekur á mörgum þáttum hins mannlega lífs.Biblían er líka einstök bók! Hún segir okkur líka að við eigum að líkjast Kristi sem sagði ég er hógvær og af hjarta lítillátur.Sumt fólk hefur þann ljóta sið í sínu lífi að niðurlægja aðra til þess eins að upphefja sjálft sig.En við ættum að forðast það,og reyna eftir fremsta megni að líkjast Kristi.Þá er gott að muna eftir þessu versi.En svona er það með þessa mögnuðu bók,maður les þetta blessaða orð,svo allt í einu   kemur maður auga á eitthvað nýtt í þessu orði. Læt þessar hugrenningar fylgja þessu góða versi úr Guðs orði í þetta sinn.Og bið Drottinn Guð að gefa þér náð til þess að eiga frelsarann sem fyrirmynd í öllu  þínu  lífi.

  Guð veri með ykkur alla daga!

                              Halldóra.


Ekki versla í náttfötunum.

Sælt veri fólkið!

Er í sigurvímu,en gef mér þó tíma til að blogga smá.Ég er algjörlega sammála þessum búðareigendum að fólk eigi að koma klætt í föt til þess að versla.Ég var að versla á dögunum og mætti konu í bleikum náttbuxum og í sundskóm.Gat ekki annað en brosað með sjálfri mér.Svo kom ég við í Lyfju um daginn þar mætti ég komu á náttbuxum og bol, og ég hugsaði hún er kanski lasin að ná sér í meðul.

Svo fer ég sjálf hjá mér að fara á stuttermabol í tuttugu tiga hita út í búð. Já þetta er svona misjafnt. En mér þykir heldur ekkert gaman að mæta fólki í náttfötum úti í búð.Held bara að tískan sé alveg snar rugluð! 

Það er samt alveg sama hversu tískan stjórnar fólki, og fólk klæðist ljótum eða huggulegum fatnaði Drottinn spyr ekki um útlitið,hann skoðar hjartað! Og honum finnst vænt um okkur , og vill vera vinur  þinn!

                           Kveðja

                                                  Halldóra.


mbl.is Ekki versla í náttfötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbjörn.

KOmið þið sæl!

Það hefur greinilega gerst ymislegt í dag, og ég ekkert vitað um! Eins og þetta með þennan hvítabjörn, sem álpaðist upp á land.Það er nú samt gott að búið sé að drepa hann,greyið,því annars gæti stafað af honum ogn eins og allir vita.En mér finnst það nú dáldið fyndið að koma að tölvunni þetta seint að deginum og sjá þessar fréttir.Það segir mér hvað mbl.is er nauðsynlegur.ef maður vill fylgjast með allann daginn.En ég var að vinna og komst ekkert ,eins fréttasjúk og ég er. Svo er það líka gott til þess að vita að fréttamenn standa sig vel í að afla frétta.Góðar fréttir eru nú alltaf góðar,og þessi endaði vel.Enginn í hættu staddur!

Njótið dagsins !

                                    Kveðja

                                                Halldóra.


mbl.is Búið að skjóta ísbjörninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taktu eftir,Ég sendi engil á undan þér.

Sælt veri fólkið!

Það er annars makalaust hvað við tökum lítið eftir hversu sköpunarverk Guðs er stórfenglegt.Bara það að allt heldur áfram,það rignir og rignir aftur,það er skammdegi,en það mun vora aftur .Við sofnum og vöknum aftur.Og hver regdropi hefur tilgang! Ég get ekkiannað en sagt stórkstlegt!Og þegar ég lendi í einhverjum erfiðleikum þá hef ég hæfileika til að leysa þá.Er þetta ekki alveg magnað? En það sagði aldrei neinn að það yrði án átaka.Stundum reynir á.En þá er þessi stórkostlegi skapari til staðar til að veita okkur kraft til að takast á við hlutina.Á sama hátt og fiðrildin verða ekki ægifögur hitabeltis fiðrildi,án átaka,þau þurfa að fara fyrst í gegnum allt ferlið,í púpunni og brjóta sér síðan leið út, og þetta er þeim lífs nauðsynlegt til þess að gera vængina sterk.Því án þessara vængja er líf þeirra glatað.Þú ert eins og regndropi.Hefur tilgang! En til þess að bryna þig þarfti að ganga í gegnum ymislegt.Og  vonandi gerast góðir hlutir, og þú verðir betri manneskja sem getur notið lífsins .Ég er ekki að tala um peninga endilega. Fyrst og fremst er ég að vekja athygli á hvernig Guð faðir skaparinn hefur gert allt svo vel.Og við erum hluti af því! Svo er líka annar hlutur sem við gefum oft svo lítinn gaum,og það er að Drottinn hefur sett engla,guðlegar verur inn í þennan heim,okkur til hjálpar.Englar grípa oft inn í aðstæður til þess að forða okkur frá einhverju slæmu.Það er ekki svo ósjaldan sem ég hef staðið og horft á hvernig Drottinn sendir engil sinn mér eða öðrum til hjálpar.Og núna í nokkur skipti  á allra síðustu dögum.Það er örugglega tilefni til þess að taka eftir,því góða sem Drottinn gerir. Láttu ekki lífið verða dauflega einsemis göngu.Hafðu Drottinn Guð með í för!

                                     Kærar kveðjur 

                                            Halldóra.


Draumur sem mig dreymdi í vikunni.

Komið þið sæl!

Ætla að setja hér inn draum sem mig dreymdi,hef ekki gert mikið af því að undanförnu.En það er annars merkilegt hvað mig dreymir oft fyrir daglátum.En þessi draumur hefur boðskap,hann ítir við manni,um hver við erum.Dreymdi þennan draum aðfara nótt miðvikudags: Fannst ég standa við glervegg og horfa inn í sléttu þar sem villt dyr lifa,eins og í Afríku.Augu mín staðnæmdust við gleraugnaslöngu allstóra.Aftan frá séð var hún með eins og "andlit" en var í raun hræðilega eytruð  og hættuleg.Hún teigði sig hátt upp eins og til að sína sitt falska andlit .Mér fannst eins og einhver vildi komast nær þessu furðu dyri með myndavél, og það var í lagi fyrir þennan aðila um stund.En svo þegar viðkomandi  var ekki nægilega vel athugull þá hæli hún eytri  fyrst yfir vélina og beit svo myndatöku manninn í handarbakið,svo úr varð ljótt  sár.Og ég upplifði í þessum draum að maður á aldrei að vera á þeim stöðum þar sem svona lagað getur gerst.Fyrir aftan mig stóð einhver  sem mér fannst vera engill og sagði djúpri röddu: Óttastu ekki ástmögur friður sé með þér! Svo lagði þessi engill hönd sína á axlir mér og sagði ,svona er sumt fólk,synir "falska" andlitið sitt, en spyrir svo eytri með orðum og framkomu.Þá vaknaði ég.

Er það ekki merkilegt hvað þetta er raunsönn samlíking á sumu fólki.Það synir notaleg heit,en spytir frá sér eytri  í næsta skipti. Þessi draumur er gott umhugsunar efni fyrir okkur öll.

         Verið Guði falin og gangi ykkur öllum vel.

                                 Halldóra.


Stefnir í gott ferðasumar á Vestfjörðum.

Góðan dag!

Svona fréttir gleðja mig,að komandi sumar verði gott ferðasumar á vestfjörðum.Ekki það að ég haldi sérstaklega með vestfjörðum.Hitt er að þar er á mörgum stöðum ægifagurt. Sjál fór ég vestur sl. sumar og ætlaði í ber,en lenti í vonskuveðri,snjó og alles.Þekki fólk sem fór líka vestur sl. sumar og fékk dasamlegt veður, og ætlar aftur næsta sumar.Hver veit nema við hér eltum ferðamannastrauminn og förum aftur á vestfirðina? En það er hópur fólks sem kemur saman reglulega til þess að biðja fyrir landi og þjóð, og þar biðjum við Guð að koma með velgjörðir sínar inn í málefni þjóðarinnar.Og ég trúi því að svona jákvæðar fréttir séu hluti af bænasvörunum.Aðrir landshlutarhafa uppá ymislegt annað gott og skemtilegt að bjóða, og gaman væri ef við fengjum fréttir af því.

Ég bið Drottinn Guð að gefa góð og uppbyggjandi störf  fyrir Íslenska þjóð, og að atvinnuúrræði fyrir litla staði finnist sem fyrst, og það komi fréttir úr þeim áttum sem gleðja okkur öll.

Verum bjartsyn og vongóð kæru vinir.

                                             Bestu kveðjur og Guðveri með ykkur!

                                                      Halldóra.


mbl.is Stefnir í gott ferðasumar á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangaklefarnir fylltust.

Blessuð og sæl!

Merkilegt með þétta skemtanalíf,að allt skuli fara úr böndunum.Þegar ég skemti mér gerist aldrei neitt slíkt,enda aldrei áfengi haft um hönd.En kjósi fólk  að lifa slíku lífi,þá er að taka afleiðingunum.Því um leið og fólkið er orðið ofurölvi gerir það ymislegt sem það mundi sennilega ekki gera undir öðrum kringumstæðum.Segi nú bara eins og konan,það er eins og það sé andi í flöskunni,því að í hvert sinn sem hún tók tappa úr áfengisflösku vissi hún ekki einu sinni hvernig hún komst heim,hvað þá annað sem gerðist.Þetta var ráðsett kona. Regla dagsins er því passið ykkur á andanum í flöskunni! Hann heitir vín-andi.

Löggan á heiður skylið fyrir störf sín dag og nótt.Þau leggja sig fram um að hjálpa og aðstoða fólk í hvaða vanda sem er.Líka sjá þau um að koma fólki í fangaklefa.Jafnvel fólki sem þangað færi ekki ef það væri edrú. Svo svolgrar fólkið í sig þessum brennda vökva af miklum móð, og sumir helgi eftir helgi.Þetta er líf sem ég gæti ekki hugsað mér.Mitt líf er Kristur. Sæki samkomur í kirkjuna mína  hvern sunnudag og á samfélag við trúaða vini mína í miðri viku líka.Og ég þrái meira af anda Guðs.

Vona að þetta fólk eigi samt góða og yndislega viku framundan.

                 Guð veri meðykkur!

                                            Kveðja

                                                       Halldóra.


mbl.is Fangaklefarnir fylltust í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækur eða lækjarspræna?

Blessuð og sæl!

Mikið þykir mér vænt um þessa kveðju,með henni get ég blessað þig!

Langar aðeins til að koma með nokkrar hugsanir um kærleikann og hvernig við komum fram við hvert annað. Í Jobsbók 6:15 stendur Bræður mínir brugðust eins og lækur,eins og farvegur lækja,sem flóa yfir,sem gruggugir eru af ís og snjórinn hverfur ofan í.Jafnskjótt og þeir bakast af sólinni,þorna þeir upp,,þegar hitnar hverfa þeir burt af stað sínum.

Það þarf engin viðbótar orð frá mér til að útskyra þetta vers,en þarna talar Job,og er greinilega niðurbeigður,því hann segir: Hrelldur maður á heimting á meðaumkun hjá vini sínum.,jafnvel þó að hann hætti að óttast hinn Almáttka. Mér finnst merkilegt að þessi maður reynslu og erfiðleika,hann Job sér að kærleikur og vinátta geta hjálpað þegar á bjátar. Enda stendur í Galatabréfinu 6, gerið öllum mönnum gott,einkum trúbræðrum ykkar. Þá er spurningin í dag er ég vinur þegar aðrir þurfa á mér að halda? Er ég nóug rík í Guði til þess að gefa af mér? Verum uppörfandi hvert við annað, og eflum hvert annað í stað þess að brjóta niður.Því sá sem er brotinn niður lætur  sig hverfa jafn hljóðlega og hann kom, ef honum er þá ekki sparkað af hörku.En það á alls ekki að eiga sér stað.Aldrei! Og hvergi! Við komum í Krists stað. Og kærleikurinn breiðir yfir alla bresti. Guð gerði okkur hæf til þess að vera vinir og boðberar kærleikans,en óvinurinn kom til þess að stela slátra og eyða. Og við þurfum að vera meðvituð um það. Það verður ekki tekið mark á okkur  ef við erum ekki Kristi til sóma.En allir þurfa að vita að Jesús hefur dáið fyrir syndir okkar og hann elskar alla menn.En við meigum ekki standa í vegi fyrir að boðskapurinn um kærleika Krists komist til skyla.

Ég vil bryna mig og ykkur öll til að bregðast ekki öðrum eins og lækur. Og núna þurfum við öll að standa saman og biðja um guðlega lausn inn í þjóðarmálin, og inn í alla hluti hins daglega lífs.

Guð hjálpi okkur til þess.

                                           Kveðja úr Garðabæ

                                                       Halldóra.


Móðirin bjargaði barni sínu frá bruna.

Heil og sæl!

Lítil telpa virtii hendur móður sinnar fyrir sér.Hvers vegna ertu með svona ljótar hendur mamma? spurði telpan.Móðirin horfði ástúðlega á barnið sitt og svaraði:Einu sinni þegar þú varst ósköp lítil,sastu hérna við borðið og varst að leika þér.Þá veltirðu lampanum um koll.Hann datt  á gólfið og brotnaði,þá kviknaði í fötunum þínum og ég slökkti eldinn með höndunum.Þessvegna hef ég svo ljótar hendur.Þá tók telpan um hendur móður sinnar,kyssti þær aftur og aftur og tárin runnu niður kinnar hennar og  og hún sagði :Mamma það er enginn með eins fallegar hendur og þú.

Drottinn Jesús fórnaði sér fyrir alla menn með því að deyja á krossi, og hendur hans voru negldar  á krossinn.Naglafarið í lófa hans minnir hann stöðugt á hvað hann elskar okkur hvert og eitt heitt og innilega.Hver sem þú ert og hvað sem þú hefur upplifað í þessu lífi,þá máttu vera viss um að Jesús  fyrirgefur alla misgjörð þína,naglaförin í lófa hans eru tákn um það.  Á þann hátt er nafn okkar ritað í lófa hans.

              Mínar bestu kveðjur til þín, og megi Drottinn blessa þig!

                                         Kv. Halldóra.


Umferðarljósin eru snilld.

Góðan dag gott fólk!

Í morgun þegar ég fór í vinnuna og var á ljósunum fyrir ofan Staldrið,flaug mér í hug hvað umferðarljósin eru mikil snilld.Allir fóru eftir sínu ljósi. Og allt gekk svo vel fyrir sig,svo hurfu bílarnir hver á eftir öðrum, og enginn bíll var við ljósin. Og miðjan alveg auð. Þá sá ég glöggt hvað ljósin höfðu mikið gildi. Þau eru eins og reglur sem gott er að fara eftir. Þannig eru boðorðin 10 líka. Góðar reglur til að fara eftir. Ef við færum öll eftir þessum reglum væri lítl vandræði í heiminum.Enginn myndi ljúga,enginn stela enginn blóta,enginn drygja hór.Já væri það ekki æðislegt? Kvet alla til að fara eftir boðorðunum eins og eftir umferðarljósunum.Það er bara blessun fyrir okkur öll.Biblían segir okkur að gera öllum mönnum gott einkum trúbræðrum okkar.Það er mikill leyndardómur í þessu. Verum hvert öðru vinir kæru lesendur, og umgöngumst hvert annað með virðingu og munum svo að ef við gerðum allt rétt eins og þegar við förum eftir umferðarljósunum ,gengur allt svo miklu betur.

Vers dagsins: Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.

                               Guð gfi ykkur góðar stundir.

                                        Halldóra.


Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Jan. 2010
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 79743

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband