9.10.2008 | 11:43
Uppörfun!
Sælt veri fólkið!
Þessa dagana eru kristilegir sálmar efst í huga mínum.
Boðskapur minn í dag er eitt vers úr þekktum sálmi.
Engin neyð og engin gifta
úr hans faðmi má oss svifta.
Vinur er hann vina bestur
veit um allt er hjartað brestur.
Og hér er vers úr Guðs orði:
Jesús sagði: Komið til mín allir þér sem erfiði og
þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.
Kæri vinur sem lest þessar línur! Segðu bara við Jesú:
Ég legg mitt líf í þínar hendur, og bið þig að leiða mig,
hjalpa mér,og gefa mér frið.Ég treysti því að þú munir vel fyrir sjá!
Blessun Guðs sé með okkur öllum í dag.Verum ekki leið og niður
dregin,horfum upp og biðjum Guð um hjálp fyrir okkur sjálf og fyrir
landi og þjóð.Misstum ekki kjarkinn! Guðs augu eru á okkur og við
getum ekkert farið eða falið okkur,augu Guðs eru á okkur!
Kær kveðja Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2008 | 17:02
Reiðir viðskiptavinir Landsbankans.
Komið þið sæl!
Það eru syndar myndir af óttaslegnu fólki,í öllum fréttatímum.
Fólki sem er hrætt um peningana sína.Þegar maður hittir svo fólk á förnum vegi
eru allir hissa á hinum, sem, hópuðust á Korputorgið um helgina, og þeim sem
ætluðu að taka út sparifé sitt í bönkunum.Ég hef bara hitt hneikslað fólk.
Sjálf á ég engar formúur fjár, svo ég þarf ekki að vera hrædd um peningana mína.
Og ég þurfti heldur ekki að standa í biðröð eftir að Korputorg opnaði. En ég skyl svo sem þá sem eiga peningana.Fólk sem hefur verið að safna til efri áranna, fyrir útlanda ferð, fyrir nyjum bíl, eða hvað sem er.Við hér söfnuðum einu sinni sextíu þúsund krónum, og ég fór glöð og þakklát og keypti gardínur.
Það er ekki lengra en svo að þá var krónan einhvers virði. Í dag gengur það ekki. Því í dag fer fólk bara í Rúmfatalagerinn og kaupir gardínur,og fær flottar fyrir lítinn pening.
Ég legg til að nú köllum við saman fólkið í landinu, og höldum Kristnihátíð,þar sem við biðjum öll
fyrir landinu okkar og málum tengd þessari krísu, og biðjum öll fyrir ráðamönnum þjóðarinnar, að þeir geri það sem rétt er og gott.
Best væri að nota bara Laugaveginn, og nágrenni, og biðja fólk að koma í strætó spara bílinn og
gera þétta ódyrt,ég veit að það myndi blessa þjóðina.Gerum eitt góðir Íslendingar,biðjum Drottinn Guð að blessa landið!
Jesús sagði Óttist ekki ég er með ykkur,alla daga!
Kveð í bili,og bæn í brjósti
Halldóra.
![]() |
Reiðir viðskiptavinir Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 23:03
Burt með áhyggjurnar!
Komið þið sæl kæru vinir!
Þannig er málum háttað að' ég starfa við að tala við fólk í síma.
Og í dag voru megnin af samtölunum við fólk sem lyður hræðilega illa
vegna ástandsins í landinu og heimsmálunum.Mér þótti mjög gott að geta
uppörfað þetta fólk með því að koma með jákvæðni og blessunar orð inní
umræðuna.Ég benti nokkrum á það að Drottinn Guð sæi um fugla himinsins,
og hann myndi örugglega sjá fyrir okkur.Og við meigum alsekki missa kjarkinn,
Það mun koma betri tíð,þó það taki verulega í núna!
Biblían segir og það eru orð Jesú: Veriið ekki áhyggjufullir um líf yðar,hvað þér
eigið að eta, eða hvað þér eigið að drekka,né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast.
Er lífið ekki meira en fæðan oglíkaminn meira en klæðin?
Lítið til fugla himinsins.Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður, og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið spönn við aldur sinn?
Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa.Hvorki vinna þær né spinna.Ég segi yður að jafnvel Salómon í allri sinni dyrð var ekki svo búin sem ein þeirra.Fyrst Guð skryðir svo gras vallarins sem í dag stendur, en á morgun veerður í ofn kastað skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður ,þér trúlitlir!
Frábært!Leggjum þessvegna allt í Guðs hendur, og biðjum fyrir þeim sem styra og stjórna þessu landi, og felum málefni okkar Guði sem mun vel fyrir sjá!
Drottinn blessi ykkut öll!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 12:43
Smápjakkur í dyragarði
Komið þið sæl!
Já, ekki er nú öll vitleysan eins í henni versu!
Ég held meira að segja að ég hafi verið búin að fræða mína stráka um
hættuleg dyr,á þessum aldri.Jafnvel þó að heimsálfur skildu okkur að.
Hverslags foreldrar eru það sem ekki fræða börnin sín um hætturnar,
búandi á sama landinu? spyr sá sem ekki veit
Foreldrahlutverkið er bysna margslungið,það veit ég vel,nema krakkinn
sé alveg hömlu laus? Við erum hér langt uppá Íslandi,og þurfum ekki að
hafa áhyggjur af því.Vonandi róast kúturinn, og verður að pryðis manni
--------------------- --------------- ---------------- --------
Heyrði um ungann mann í gærkvöldi,sem lyður hræðilega illa vegna þess sem er að
gerast í efnahags málum þjóðarinnar,mér fannst það sorglegt,en veit að margur
er í sömu sporum og hann. Ég er með huggunarorð til allra þeirra sem þjást um
þessar mundir.
Misstu aldrei kjarkinn! Örvænting hefur aldrei unnið sigur á andstreymi og enginn
hefur náð takmarki sínu með því að missa kjarkinn. Treystu Drottni og haltu fast við
hann og þú vinnur sigur á erfiðleikum þínum og nærð takmarkinu!
Drottinn blessi þig og veri þér náðugur!
Hlý kveðja úr Garðabænum
Halldóra.
![]() |
7 ára drengur olli uppnámi í dýragarði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.10.2008 | 08:41
Fiðrildið og byflugan
Sælt veri fólkið!
Mig langar í dag til þess að segja ykkur frá því hvernig náttúran fer með by flugur og fiðrildi.
Ungu by flugurnar eru látnar í sex strendan kefa með hunangi.Á því lifir hún,uns hún hefur brotið sér leið að ytra hylkinu sem klefinn er innsiglaður með.Það kostar mikið strit og stríð að komast í gegn en áreynslan veldur því að himnan sem bindur vængina við síðurnar slitnar af svo hún getur flogið
Einu sinni komst mölur inn (þessi tegund flugna er ekki til lengur) í búið og át vaxplönturnar.Byflugurnar komust út átakalaust. En þær voru vængja lausar, og til einskis nytar.
Náttúran verður að hafa sinn framgang svo flugurnar geti flogið,líka hjá fiðrildum,þau verða að losa sig sjálf úr púpunum.Reyna á sig! Annars verða vængirnir að engu, og þá er ekkert líf framundan hjá fiðrildinu.Ef fiðrildið gengur í gegnum sitt ferli á eðlilegan hátt,kemur sú stund að það hefur sig til flugs á undurfögrum og litskrúðugum vængjum sínum.
Eins er það með okkur við göngum í gegnum allskonar reynslur.Og sumar hefðum við ekki tekið í mál að ganga í gegnum ef við hefðum haft val.En okkur er skaffað eitt og annað.Bara veskú!
En á meðan við skoðum þessa hlið málsins kemur önnur hlið upp,hún er sú að það sem við göngum í gegnum gerir okkur oft að þeirri manneskju sem við erum.Við verðum einfaldlega ríkari! Mér finnst í mínum lífi að lífsreynslan,slæm eða góð, eftir því hvernig við lítum á málin, hafi gert mig sterkari!
Ég finn að reynslu sjóðurinn minn er sjóður sem hægt er að taka uppúr og miðla af.Af því að Drottinn Guð hefur gert hann að blessun.Ég er Drottni þakklát fyrir hvernig hann hefur leitt mig skref fyrir skref. Ég hef þurft að ganga í gegnum það að komast út úr púpunni svo ég gæti flogið eins og fiðrildi,og ég er bara glöð með það!
En þú vinur minn ! Ert kanski á þeim stað að sjá varla tilganginn með því að fara þá leið sem fiðrildið
þarf að fara,til þess að geta flogið.En ef við erum skinsöm verður þetta allt okkur til blessunar,af því að við verðum svo sterkir karakterar.Þetta er hlið hins jákvæða mans/konu.
Reynum að vera jákvæð og horfa upp, og gera okkar besta.En gleymum því aldrei að við erum sterkari ef Drottinn Guð er með okkur í för.Hann sagði: Þótt þú farir gegnum dimman dal,óttastu ekki því ég er með þér!
Þar til næst,sendi ég ykkur hlyjar kveðjur, og bið Guð að vera ykkur nær!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar