19.11.2010 | 23:33
Smá köku uppskrift.
Komið þið heil og sæl!
Nú fer að koma að jólabakstri hjá þeim sm nenna að halda í gömlu hefðirnar.Ég er nú þegar búin að baka tvær sortir.Og hér er sú þriðja sem eg ætla að gera á næstunni.Og vil leyfa ykkur að njóta með mér.
Engiferkökur.
500 gr hveiti
500 gr. dökkur púðursykur
250 gr smjörlíki
2 egg
1 tesk lyftiduft
1 tesk matarsódi
1 tesk engifer
1 tesk negull
1 teskkanill.
Búa til litlar kúlur.Þrysta aðeins á.
Bakaðar neðarlega í ofninum á 180-200
í ca 10 mín.
Verði ykkur að góðu.
Kær kveðja í bili
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2010 | 20:47
Rannsökuðu Eyjafjallajökul
Sælt veri fólkið!
Mér finnst alltaf jafn merkilegt þegar það verður eldgos.Og finnst það alltaf jafn mikð undur.En eldgos eru ekki bara auglysing fyrir landið ,þau eru líka rannsóknarefni eins og fréttin greinir frá og eru í eðli sinu stórhættuleg.Eins og gosið í Heimaey 1973 En það var samt mikil blessun yfir öllum, og fólk komst í burtu og mannskaðar urðu ekki.Ætla ekki að fara út í smá atriði sem skipta máli eins og það að bátar voru í höfn þessa nótt.Eyjafjallajökull gerði mikinn usla fyrir bændur og svo ekki sé minnst á flug yfir Evrópu,en svo snéri Drottinn þessu upp til góðs og búskapur er ennþá á svæðinu.Merkilegt er þó að gras spretta jókst og askan gerði sprettunni gott.Svo koma einhverjir spekingar fram í fréttum og segja okkur að gosin hafi verið tvö,annað í Fimmvörðuhálsi og hitt í Eyjafjallajökli.Þurfti nokkuð einhverja spekinga í útlöndum til að segja okku það?
Friður sé með þér og Guð blessi þig!
Halldóra.
![]() |
Rannsökuðu Eyjafjallajökul |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2010 | 14:29
Vendu þig á að gera hið góða svo allt sé gott sem frá þér kemur.
Komið þið sæl!
Það er merkilegur dagur í dag,það er kristniboðsdagurinn,og feðradagurinn.
En að öðru. Það er svo merkilegt hvað við mennirnir erum vanaföst,sitjum gjarnan alltaf í sama sætinu í kirkjunni eða allavega sömu megin.Leggjum bílnum okkar helst á sömu slóðum þegar við förum í vinnu .Sumir klæðast alltaf sama litnum og breyta vart útaf því.Sjálf stend ég mig að því að vera helst í brúnum fötum hér heima,en klæðist öðrum litum þegar ég fer eitthvað.Þetta er bara vani. Hvers vegna er ég að taka þetta fyrir? Jú vegna þess að ég er að koma með tillögu að góðum vana, og það er að lesa Guðs orð,eiga bænasamfélag við Guð og sækja kirkju okkur til hressingar og styrktar fyrir trúna okkar.Margar kirkjur eru með svo góða fræðslu í Guðs orði sem við skulum nýta okkur.Gerum það að reglu eða vana í lífi okkar! Samfélag mitt við Guð er í nokkuð föstum skorðum , og er mér meira en vani, það eru unaðs stundir frammi fyrir almáttugum Guði,sem ég vil ekki vera án.Og ég hvíli frammi fyrir Guði og leyfi honum að koma með sin frið og fylla á mína andlegu tanka.Og ég finn þann styrk sem ég fæ frá himni Guðs. Kvet ykkur líka til að gera svona stundir að vana í lífi ykkar.
Og af því að það er feðra dagurinn kvet ég feður til að kenna sínum börnum bænir og stuðla að kristilegri fræðslu á heimilinu.Það verður bara til blessunar.Gerið það að venju eða vana daglega!
Á einum stað í Guðs orði stendur: Vendu þig á að gera hið góða svo allt sé gott sem frá þér kemur.
Höfum þessa góðu kvatningu með okkur út í daginn.
Verið Guði falin!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 12:57
Ein af gömlu perlunum.
Guð gefi þér góðan dag!
Ég er ein þeirra sem hafa gaman að "gömlu sálmunum" eins og þeir voru sungnir hér áður fyrr. Ég kann ógrynni af þessum perlum sem sjaldan heyrast nú,og set hér einn góðann á síðuna,sem er eftir Lewí Pethrus í þyð. Magnúsar Guðmundssonar.Hann er líka í Hörpustrengjum þessi sálmur, og er því aðeins öðruvísi þýddur.
Fyrirheit Guðs eigi fyrnast
Fölskvast ei orð hans snjöll.
Jesú með helstríði hörðu
hefur þau staðfest öll.
Kór:Himinn og jörð þó hrynji
hálsar og fjöllin stynji.
Trú sú gegn böli brynji
bregðast ei fyrirheit.
Farðu'að sem Abraham forðum
Festu á himni syn.
Stjörnurnar tindrandi teldu
trúin svo aukist þín.
Trúðu er svartast að syrtir
sólin ei horfin er .
Liðinni'að lítilli stundu
Ljómandi skín hún þér.
Trúðu eer heimur þig hatar
Hylli'hans og sæmd er tál.
Jesús í stormum þig styður
styrk veitir þreyttri sál.
Trúðu, er vinirnir víkja
Veikist þitt afl og þor
Jesús hann fer eigi frá þér
Fylgir þér sérhvert spor.
Trúðu í einu og öllu.
Innan skamms heim þú fer .
Skiptist það trúin í skoðun,.
Skínandi dyrðin er.
Innihalds ríkur texti sem segir svo mikið.
Guð blessi ykkur daginn!
Bestu kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 14:22
Ímynd Íslands
Komið þið sæl!
Hvað sem hver segir þá vil ég blessa landið okkar og þakka Guði föður himins og jarðar fyrir þetta fallega land.Við höfum lent í hremmingum og við erum öll að takast á við það. En ég vil þakka fyrir allt það góða sem ég hef hlotið.
Ísland ögrum skorið
eg vil nefna þig.
Sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig.
Fyrir skikkan skaparans
sértu blessað,blessi þig
blessað nafnið hans.
Góðar kveðjur til ykkar allra og Guð blessi ykkur!
Kveðja Halldóra.
![]() |
Ímynd Íslands í molum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2010 | 13:34
Áhugamálin mín.
Komið þið blessuð og sæl!
Hef verið að hugsa um áhuga málin mín,hvað mér finnst gaman að gera.Og ég komst að því að ég hef áhuga á svo mörgu.Og mér finnst skemtilegt að lifa! Ég hef áhuga á heilsurækt og stunda hana á minn hátt,og ég hef áhuga á að elda góðann mat.Svo hef ég líka mikla unun af að elda og borða það sem við köllum hollari mat. Og mér finnst gaman að baka,mér finnst ofboðslega gaman að þrífa og taka til.
Og mér finnst líka mjög gaman að vera með fjölskyldunni minni.Þau eru örugglega efst í þessum lista. Svo hef ég mjög miklar mætur á að þjóna á Guðs ríkinu, og tala við fólk og leiðbeina og biðja með því. Og ég elska að syngja falleg lög,hef reglulega gaman af gömlu sálmunum sem voru sungnir hér áður fyrr.Mér finnst líka mjög gaman að fara í ferðalög og skoða landið mitt. Og fuglaskoðun er líka áhuga mál, einnig safna ég sérkennilegum mannanöfnum.Og ég prjóna og sauma út. Og mér finnst líka gaman að lesa Biblíuna og kafa ofan í textann. Já þetta er dá góður skamtur fyrir konu eins og mig!
Nú ætla ég að segja þér frá áhugamáli Drottins Guðs: Hann þráir það eitt að þú glatist ekki og gefir honum líf þitt. Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Drottinn blessi þér daginn!
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar