28.2.2010 | 10:41
Sat föst í snjóskafli.
Komið þið sæl!
Hugleiðing daagsins er úr Matteusarguðspjalli 25 kafla:
Því að hungraður var ég ,og þér gáfuð mér að eta,þyrstur var ég ,
og þér gáfuð mér að drekka,gestur var ég og þér hystuð mig,nakinn
og þér klædduð mig,sjúkur og þér vitjuðuð mín,í fangelsi var ég , og þér komuð til mín.
Lífið er oft í svipuðum farvegi og það sem Jesús segir í þessum texta.Við gefum hungruðum
mat, sendum jafnvel mat og annað í aðrar heimálfur, og þannig förum við að með hinn þyrsta,
gefum honum vatn.Heimilislausum er búinn staður til að búa á,þeim gefin föt, og viðvitjum
sjúkra,og ef við þekkjum einhvern í fangelsi þá heimsækjum við viðkomandi.Við erum jú
yfirleitt gott fólk.Hjálpsöm og góð.Og Jesús sagði: Hvað sem þér gerið mínum minnstu
bræðrum það hafið þið gert mér.
Í snjónum í fyrradag festist bíll sonar míns úti á miðri götu, og við sátum pikk föst.Það leið
ekki löng stund þar til stór jeppi kom og út úr honum maður og unglings piltur sem íttu á bílinn, og hann losnaði. Við þökkuðum þeim sjálfsögðu fyrir,en mér flaug í hug skyldi þetta hafa verið englar?
Þeir nefnilega sögðu ekkert,bara gengu í verkið og fóru. Og hann sonur minn sagði,það er til gott fólk! Það kom mér í hug hvort við reynumst öðrum vel,hvort við synum kærleika og hjálpsemi þar sem enginn sér? Við ættum í dag að hugleiða það að vera þannig framrétt hönd Drottins Jesú Krists.
Guð hjálpi okkur til þess!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2010 | 16:00
Fyrir þá sem hafa gaman að ljóðum.
Komið þið blessuð og sæl!
Ég er ein þeirra sem hafa gaman af ljóðum, og les kanski nóug mikið af þeim,en samt eitthvað.
Hef í gegnum tíðina lesið Passíusálmana, enda um einstakt Meistaraverk að ræða. Hlustaði í gærkvöldi á lesturinn á RÚV á gamla upptöku.Og af því að lesturinn var ekki eins og ég hefði viljað hafa hann, missti ég af tilfinningunni í lestrinum.Kunni þó menið af sálminum,en tók fram Passíusálmana og leit yfir þennan tilfinninga þrungna boðskap. Þetta var sálmur 21.Ætla að setja hér vers úr þessum sálmi.
Við lestur inn þarf að gæta vel af boðskapnum:
Mannvitsforvitni og menntaglys
margir þá vildu reyna,
að orði drottins gjöra gys,
gaman loflegt það meina.
Varastu, sál mín,vítin reynd,
virstu í hæsta gildi
þá mestu mildi,
alvarlega með góðri greind
guð við þig tala vildi.
Síðasta erindið er svona:
Hvar sem ófriður hreyfir sér
af holdsins veikleik bráðum
millum kristinna manna hér
mót guðs vilja og ráðum,
gakktu þar Jesú milli mest
með þínum friðaranda
og varna vanda.
Hjálpa þú, svo vér hugsum best
í hreinum kærleik að standa.
Bestu kveðjur Og megi Guð vera með ykkur í Jesú nafni!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 10:27
Þankar í blind byl.
Góðan dag gott fólk!
Þessa stundina er blind bylur í Garðabæ og þó nokkur ófærð.Þannig er lífið stundum, eins og veðrið .Það koma miklir sólskins dagar og hitinn vermir okku,svo kemur rigningin,og blessar þurrann jarðveginn,nema þegar það rignir látlaust dögum saman þá verðum við pínu þreytt.Og snjórinn er sumum fagnaðarefni,þá er hægt að fara á skíði og börnin leika sér í snjónum.Mitt í þessum pælingum þá sé ég hönd Guðs í þessu öllu.Tilbreytinguna! Lífið getur stundum verið eins og veðrið,það koma stormar, og það getur reynt á.Byst við að við þekkjum það öll! Jesús sagð: Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir.Það er gott að eiga þetta skjól að geta leitað styrks í öllum aðstæðum lífsins.Og orð Guðs segir: Hlyðið á mig(Guð) þá skuluð þér fá gott að eta og sálir yðar gæða sér á feiti!
Sem þyðir að samfélagið við Guð hressir okkur og gefur okkur styrk.Fyrir suma kann þetta að hljóma undarlega,en reynsla okkar sem lifa svona lífi með Drottni Guði er það,það allra besta sem við getum gert.Kanski er blindbylur í þínu lífi.Ég veit ekkert betra en að tala um það við Guð.Hann þekkir þig,enda skapari himins og jarðar,og mun taka þér vel, og koma með sinn frið sem er æðri öllum skylningi, og styrk sem þú getur hvergi fengið nema hjá honum.
Bið þess að þessi dagur verði þér til blessunar og að þú leitir Drottins Guðs.
Kv. Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2010 | 22:11
Höfða mál gegn Jóni útaf handlaug.
Heil og sæl!
Ég verð nú bara að segja það að mín íbuð er innréttuð mestmegnis af vörum frá IKEA og það sem meira er ég er hæst ánægð.Flottheitin í kringum útrásar fólkið hefur verið svo mikil gegnum tíðina að það sem okkur þessum venjulegu finnst mjög gott og er hagstæð kaup, er drasl hjá þeim.Mér finnst heldur ekkert að því að setja handlaug í leigu íbúðina aðeins ódyrari ,heldur en úr gulli. Hef einu sinni komið í hús þar sem voru gull kranar á salerninu og marmara vaskur, og ég segi það í fullri alvöru að mér þótti óþæginlegt að þvo mér um hendurnar í þannig græju.Sennilega líka af því að það hlógu allir svo mikið af þessu tildri. En í Jóns og Ingibjargar tilfelli þá hefur leigjandinn búist við einhverjum öðrum klassa.En að það sé verið að kasta matarleifum niður á svalirnar hans frásvölum eigendanna er ekki líkt neinu.Það eru ákveðin mörk í öllum hlutum í þessu lífi, og allir verða að virða þau.
Hin kristna hugsun er að gera öllum mönnum gott.Og að það sem þú villt að aðrir geri þér skalt þú og þeim gjöra. Það er sjálfsagt mál að við séum kurteis og virðum hvert annað,því allir menn verða að koma fram fyrir dómstól Guðs að lokum. Við skulum vera þakklát fyrir það sem við höfum og erum,því það kemur sá dagur að aðeins eitt skiptir máli,það að gera köllunog útvalningu sína vissa frami fyrir Drottni Guði.
Friður sé með þér!
Halldóra.
![]() |
Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2010 | 15:52
Hvalveiðibanni aflétt.
Sæl og blessuð !
Undirritaðri finnst kominn tími til að þetta verði gert.Í mínu ungdæmi var hvalkjöt á borðum og súrt hvalrengi borðað af bestu list.Líka af lítilli stelpu, sem í dag er hún ég og hef ekki smakkað hvalrengi í alla þessa áratugi. Mér líður eins og fornaldar konu þegar ég hugsa um þetta.Svo það er sannarlega kominn tími til.En ég er nú samt hrædd um að það verði ymsir sem ekki hafi áhuga á hvalkjöti,því þær kynslóðir sem ekki hafa alist upp með þessum herramanns matbíða örugglega ekki í röðum eftir þessu.
Svo er annað, og það er að oft hefur mér fundist eins og það sé bara of mikið af hval í Atlanshafinu:)
og þeir þurfa ekkert smá af fæðu á dag þessar skepnur.Og eitt er víst að ekki eru þeir á hörbalæf.Við vitum að hver og ein skeppna þarf fleiri tonn af fiski á dag.Svo það er bara jákvætt að verið sé að vinna í þessum málum.En hvað skyldu grænfriðungar taka sér þá fyrir hendur? Einhver nefndi rækjuna.
Hann afi minn sagði stundum þegar yfir hann gekk: Ekki er öll vitleysan eins,þó hún sé svipuð!
Guð gerði okkur ráðsmenn yfir auðlindunum og við skulum gera okkar besta.
Kærar kveðjur í dag!
Guð blessi okkur öll!
Halldóra.
![]() |
Hvalveiðibanni aflétt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2010 | 13:24
Fundurinn um Icesave.
Komið þið sæl!
Ég á þá bæn heitasta í brjósti mér að þessi fundur muni ganga vel í alla staði. Og að allir verði eins og einn maður í allri ákvarðanatöku.Og að gagntilboðið ef það getur orðið í dag,verði leitt af Guði. Því ég tel að mesta og besta hjálpin sé fólgin í að biðja Guð um hjálp.Þá mun hann liðka fyrir öllum samninga leiðum á góðan hátt.Og ég bið af öllu mínu heita hjarta að styrkja þau sem í þessu standa,og gefa þeim visku inn í þessar aðstæður.Þessu bloggi er ekki ætlað að vera mjög flókið.Ég vil aðeins senda þeim Jóhönnu og Steingrími baráttu kveðjur og biðja Guð alsherjar að vera þeim nær!
Megi Drottinn líka blessa þig!
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
![]() |
Fundur hafinn um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2010 | 14:55
Dreymdi lausn í Icesave málinu.
Komið þið sæl!
Mig dreymdi merkilegan draum í nótt. Þessi fjallaði um málefni þjóðarinnar.Mér fannst ég verða vitni að fundi í forsætisráðuneytinu með ráðherrum já allra ríkisstjórninni , og þar voru menn algjörlega ráðalausir gagnvart þessu stóra máli Icesave, og það var þungt yfir fólki,því ráðaleysið var svo mikið.Þá fannst mér Steingrímur segja,þá er bara eitt eftir í stöðunni, og það er að við spennum öll greipar og biðjum Guð um hjálp.Á þessum tímapunkti fannst mér eins og hann og Jóhanna hefðu verið búin að ákveða þetta sem síðasta neyðarúrræðið.Á meðan þau báðu, kom einhver með umslag til mín, og ég opna það og í því stendur að hjálp muni berast frá ákveðnu landi( sem ég vil ekki nefna) og að það muni verða mikil og góð lausn fyrir Íslensku þjóðina.Þetta sé eitthvað sem enginn hafi reiknað með að gæti gerst. Ég lokaði umslaginu og hugsaði yndislegt,við erum í Guðs höndum.Þar endaði þessi draumur.
Það er málið gott fólk að leggja þessi flóknu mál fram fyrir Guð.
Guð blessi ykkur daginn!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.2.2010 | 23:03
Tiger Woods biðst afsökunar.
Góðan dag!
Þetta er nú eiginlega ömurleg frétt,þá á ég við að hann skuli hafa þurft að biðjast afsökunar á því hvað hann gerði.En gott mál samt,og vonandi getur hann byrjað uppá nytt, með konunni sinni og verið henni trúr. Þetta er nú eiginlega víti til varnaðar fyrir aðra,að láta ekki girndina ná tökum á sér. Á okkar dögum er ekki auðvelt að vera í felum með eitthvað sem ekki er rétt og fallegt,það er flétt ofan af öllu.Í Biblíunni stendur :Betra er gott mannorð en mikill auður. Og það er gott umhugsunarefni.Svo er vonandi að konan hans og börnin taki honum opnum örmum. Svo er önnur hlið á þessu öllu og það er Jesús sem fyrirgefur syndir,hann fyrirgefur og gleymi,en það er aftur verra með mannfólkið það fyrirgefur og man svo áfram eftir mistökunum.Þessvegna ættu allir að hafa þetta orð úr Biblíunna ofarlega í minni sínu,af því að við eigum bara eitt mannorð.
En sem manneskja þá vorkenni ég karl greyinu að hafa fallið á þennann hátt og þurfa að fara þennan veg auðmyktar.
Góðar stundir!
Halldóra.
![]() |
Tiger Woods biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2010 | 17:11
Líkið reis upp.
Sæl og blessuð!
Þegar þessi frétt er lesin kemur fram að læknar kalla þetta atvik" Lasarusar heilkennið" sem er sjálfsagt tilvísun í nyjatestamentið,þegar Jesús Kristur kallaði á hinn látna Lasarus í gröfinni, með þeim orðum:" Lasarus kom þú út". Og það var ekkert feik.Hann hafði legið í gröfinni í fjóra sólarhringa, og mannlega talað engin von.En svo kom Jesús, og gerði þetta mikla kraftaverk,hann reisti Lasarus upp frá dauðum! Ég trúi að á vorum dögum geti Drottinn gert það sama, reist fólk upp frá dauðum.Ég held líka að fólk geti verið í einhverskonar dái og spítalar gert mistök og látið senda "dáið" fólk í líkhús.Því mannleg mistök verða.En Jesús gerir ekki mistök! Skora á okkur öll að leggja líf okkar í hans hendur og biðja Drootinn Guð um miskunn og fyrirgefningu synda,svo að við getum lifað með Jesú um alla eilífð!
Með kveðju
Halldóra.
![]() |
Líkið reis upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.2.2010 | 18:22
Þetta er mér óskiljanlegt.
Sælt veri fólkið!
Undanfarna daga hef ég lent í því trkk í trekk, að ungir krakkar vaða út á götu í veg fyrir bílana.Þetta er í fyrsta lagi stórhættulegt, sérstaklega ef einhver hálka er og erfitt að bremsa.Þegar ég var barn kom löggan í skólann og sagði það stórhættulegt að æða í veg fyrir bílana.Nú er öldin önnu,þau beinlínis vaða út á götu. Svo varð ég fyrir því ímesta myrkrinu í vetur og þegar svarta hálkan var að það hjolaði maður út á götuna í veg fyrir bílinn.Ég var sem betur fer á hægri ferð og sá hvað hann ætlaði sér í tíma.Ég vildi svo gjarnan að krakkar sem og aðrir gættu sín á umferðinni,það er nefnilega ekkert gaman að verða fyrir því að valda slysi, hvorki fyrir gangandi umferð eða bílana. Við þurfum öll að hjálpast að og vera tillitssöm. Þetta vildi ég sagt hafa í dag!
Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá!
Bestu kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar