30.3.2010 | 10:08
Ríkisborgararétturinn.
Sæl öll!
Þessi frétt minnti mig á mjög margt,sem skiptir máli í lífinu.Við viljum öll vera hluti af einhverju góðu samfélagi. Viðsem erum hér fædd erum íslendingar ogerum hér með ríkisborgara rétt.Svo eru alltaf einhverjir sem vilja koma og fá ríkisborgara rétt hér.Ástæðurnar geta verið ymsar,en kanski oftast þær að viðkomandi hefur kynnst íslenskum maka og þau vilja búa hér.Þá eignast erlendi makinn hlutdeild í öllu því sama og við hin,eins og læknisþjónustu ofl.Og börnin ganga í skóla hér eðlilega.
En það er til annað ríki sem ekki er af þessum heimi,en það skiptirsamt svo miklu máli að vera ríkisborgari í því ríki,svo við glötumst ekki.Þetta er ríki himinsins,himnaríki.Þar er Drottinn Jesús Kristur sem veitir aðgang að því. En það er eitt svolítið merkilegt og það er að við þurfum að fá vegabréf inn í það ríki hér og nú í þessum heimi.Þurfum að velja að ganga með Drottni, og vilja eignast eilíft líf með Jesú. Og það er hægt með því að biðja hann að koma inn í líf sitt til að verða leiðtogi lífs okkar. Ég skora á alla að koma til Jesú og verða fullvissir um ríkisborgararétt sinn í himninum. Og það sem við hljótum hér og nú er fullvissan um eilíft líf sem skiptir öllu máli og sú fullvissa að Drottinn er með okkur í þessu lífi.Hjálpar okkur og gefur okkur styrk.Meigir þú vera viss um að vera ríkisborgari í því ríki. Í hinni himins björtu borg!
Guð veri með þér og þínum!
Blessunaróskir!
Halldóra.
![]() |
728 fengu íslenskan ríkisborgararétt í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.3.2010 | 17:32
Jafn gangur í gosinu.
Komjið þið sæl!
Þetta gos hefur laðað að sér marga ferðamenn íslenska og erlenda.Ég er ekki hissa á því,vegna þess að þetta er svo stórkostlegt náttúru undur.Ég gat fylgst aðeins með gosinu eftir myrkur gegnum vefmyndavélar, og fannst það æðislegt.Hitt veit ég þó að það er viss tilfinning að vera á staðnum.En þar sem ég er enginn göngugarpur á fjöllum þá er bara betra heima setið en af stað farið.Læt mér götur Garðabæjar nægja.Það er annars merkilegt að fólk skuli fara af stað illa búið,þrátt fyrir aðvaranir björgunar sveita á Fimvörðuháls.Við verðum að taka tillit til þess sem okkur er sagt að gera, og fara varlega. Við skulum bara gleðjat yfir því að eiga svona sórkostlegt land,og njóta þess sem það gefur,eins og náttúrunnar,bæði á láglendi og hálendi.Því hvert sem við förum er eitthvað stórkostlegt að sjá! Að endingu Guð blessi Ísland, og sérhvern sem hér býr!
Kærleikskveðjur
Halldóra.
![]() |
Jafn gangur í gosinu í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2010 | 14:59
Lóan er komin.
Komið þið sæl!
Það hefur alltaf verið mikið gleðiefni þegar blessuð lóan er komin.Það fer alltaf notalegur straumur um sálartetrið við þessa góðu frétt. Sjálf var ég á göngu í miðbæ Reykjavíkur í dag í góða veðrinu. Fólk sat á bekkjum og spjallaði saman,konur með barnavagna og börnin sitjandi uppi í sumum vögnunum.Afskapæega vorlegt! Samt ekki stuttbuxna veður.Ég sá í nokkrum görðum að krísurnar voru blómstrandi.Og ég velti því fyrir mér hversu tilveran væri tómlegri ef saumar fuglarnir kæmu aldrei hingað.Vil bara ekki hugsa þá hugsun til enda.Það er bara óskandi að veðrið leiki við blessaðar lóurnar,því ég minnist þess að eitt vorið komu þær í þetta fína veður hér norður frá,en svo kom þessi líka mikli snjór og það hefur örugglega ekki verið það besta fyrir vorboðann.Svo er daginn farið að lengja talsvert, og ég er nú svo mikið byrtu barn í hjartanu,að ég dreg gluggatjöldin frá á nóttunni til þess að bjóða morgunbyrtunni inn.Guð er líka svo góður að senda okkur þessa fugla til þess að auðga lífið hér.Svo er það eldgosið,mögnuð fegurð, og synir okkur einu sinni enn hversu stórfengleg sköpunin er af hendi föðurins himneska. Svo vil ég bara segja eitt í lokin,og það er að Drottni Guði tókst vel þegar hann skapaði þig! Og hann situr á himni og biður fyrir okkur. Já, við erum undir mikilli náð.
Kærleiks kveðjur
Guð blessi þig!
Halldóra.
![]() |
Lóan er komin... |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2010 | 14:56
Á frú Katla von á sér?
Blessuð og sæl!
Við höfum heyrt vísindamenn tala um og spá gosi á þessum slóðum í nokkuð langann tíma. Það synir okkur hvað öll vitneskja um slíkt getur verið góð. Því fólk var ekkert í hræðilegu sjokki,þó auðvitað sé þetta mikið mál fyrir þá sem búa næst Eyjafjallajökli.Síðustu nótt gisti ég á Þingvöllu,var þar í sumarhúsi, og svaf á mínu græna án þess að hafa hugmynd um að nokkuð hefði gerst. Það var ekki fyrr en í hádegis fréttunum á leiðinni í bæinn að ég vissi hvers kyns var.En mig dreymdi bæði ísbirni og björg sem hentust úr fjalli út á þjóðveg. Og í morgunkaffinu orðaði ég þetta við bóndann og sagði,þetta er nú örugglega bara fyrir snjókomu,enda eru ísbirnir hvítir,en gos kemur ekki nema í góðu veðri! En þegar ég sagði þetta voru öll fjöll í fjallahringnum orðin alhvít, og við ekki búin að opna fyrir útvarpið.en nutum bara þagnarinnar og kaffisins,sem er alltaf yndælt. Og svo á heimleiðinni sögðum við,æ þetta er ágætt þá fær maður hvíld frá Icesave í nokkra daga.Svo er nú svo merkilegt með okkur Íslendinga að við höldum alveg ró okkar þó gjósi.Enda vitum við af því að við búum á eldfjallaeyju. Það er líka mikið öryggi að hafa aðgang að þessum frábæru jarðfræðingum sem fylgjast með,líka af því að það er talið að frú Katla eigi von á sér.
Mér kemur í hug orð ú Biblíunni,Þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði skal mín miskunsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast- segir miskunnari þinn Drottinn.
![]() |
Þurfum að fylgjast með Kötlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2010 | 11:45
Rithöndin,persónu einkenni.
Sæl og blessuð öll!
Það er víst staðreynd að skriftarkunnáttu ungs fólks fer þverrandi. Hér áður fyrr lærði maður fyrst prentstafi svo þegar maður varð aðeins eldri skrifstafi.Og þá voru sérstakir tímar þar sem maður lærði að nota blekpenna.Sjálfri finnst mér falleg rithönd lysa innri manni að nokkru leiti.Þetta eru svona persónu einkenni,sem skemtilegt er að spá í. Um það leiti sem ég varð gagnfræðingur var kennd skrift sem kallaðist formskrift, og nemendum stóð til boða ef þeir vildu. Ég fór og lærði þessa skrift, sem er einhverskonar sambland af skrifstöfum og skrautskrift. Og það eru heilu árgangarnir sem nota þessa skrift,allir skrifa eins. Og það finnst mér miður,það vantar persónutöfrana í skriftina. Sjálf nota ég þessa skrifstafi eða lykkjuskrift sem sumir kalla líka,en ég geri greinamun þar á. Þá tölvan sé góð má ekki glata niðður skriftakennslu í skólum.Einu sinn var talað um lækna skrift,þeir skrifuðu svo illa, að það gat horft til vandræða.Það er önnur saga og ekki til eftirbreytni. Það er líka spurning hvort fólk verði ekki að vera sæmilega vel skrifandi eins og lesandi til þess að undirrita ymsa pappíra? Það er svo margt gott sem við höfum í þessu lífi,sem má ekki glutra niður.Svona í restina vona ég að þessi dani spá ekki rétt að rithöndin sé smátt og smátt að hverfa.
Megi þessi dagur færa ykkur allt það besta.
Í Guðs friði!
Halldóra.
![]() |
Rithöndin á undanhaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2010 | 21:00
Harpa,tónlistarhúsið.
Góðan dag!
Er það ekki merkilegt að í hvert sinn sem ég fer þarna niðureftir,niður á höfn,eins og það hét,þá hugsa ég til gamla tímans og ber hann saman við allt þetta nyja.Þetta risa hús,Hörpuna.Þegar ég var barn vann hann afi minn hjá Kol og Salt. Og í augum barnsins var þetta risa fyrirtæki.Þetta var líka erfiðis vinna fyrir blessaða mennina.Þeir settu kolapokana á vörubíls pallana með berum höndum.Afi minn var mjög líkamlega sterkur maður, og vílaði þetta ekki fyrir sér.Enda eftir sóttur í vinnu meðan hann var og hét.Stundum fórum við fjölskyldan í bíltúr þarna niður eftir og þá átti ég frænda í gamla pakkhúsinu, og við litum stundum inn til hans. Já höfnin hefur tekið miklum stakka skiptum.Mér finnst ég ekki sjá vinnu lúna eldri menn á hafnarbakkanum. Frekar að maður sjái jakkafata klædda unga menn í hvítri skyrtu,ganga að eða frá stórum jeppum. Ég er nú bara kona á miðjum aldri eða rétt rúmlega það ,en hef upplifað þvílikar breytingar að það liggur við að ég verði feimin.Þetta hús á ábyggilega eftir að verða mikið notað og margur maðurinn eftir að hlusta á konserta,og allt þar fram eftir götunum.Hvort mér finnist of mikill íburður húsinu skal ég ekkert um segja.En það er samt gaman að velta horfnum tímum fyrir sér.
Guð veri með þér.
Og takk fyrir lesturinn.
Halldóra.
![]() |
Harpan mun skapa mikinn gjaldeyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2010 | 13:43
Bankinn tók páfagauk uppí skuld.
Góðan dag!
Það vill til í öllu fréttaflóðinu að það koma broslegar fréttir.Þessi er þó grát brosleg.Að taka páfagauk upp í skuld er hefndargjöf,því þeir hafa nú ekki beinlínis lágt,þessar elskur.Allavega ekki þessi tegund,ef ég sé rétt þá er þetta African gray.Hér á bæ eru dísar fuglar, og mér finnst nú stundum alveg nóg um allann háfaðann! En þeir hafa það sér til ágætis að þeir flauta ákveðið flaut þegar hurð er opnuð að ekki sé talað um að lykli sé snúið í skrá. Og ég er vissum að þeir létu í sér heyra í hæstu tóntegund ef þeir væru lokaðir inni á ókunnum stað.Nóg um það.En þessi blessuð kona var í vanskylum og innheimtumennirnir tóku fugls ræfilinn uppí skuld.Hann hefur nú örugglega ekki getað borgað alla skuldina, greyið.Verst er þó að konu greyið missti næstum heilsuna við að gauksi fór. Og það er nú ekki gott.Svo þegar gaukur komst á sinn fyrri stað var hann líka hálf slappur og þurfti að jafna sig,hann hefur bara fengið sjokk! Já dyrin eru jafn viðkvæm og mannfólkið ,og það þarf að syna þeim kæærleika og þau þola ekki illa meðferð,frekar en við.Verst er þó að það fylgir ekki sögunni hvort gaukur kunni að tala,ef hann kann það getur hann sagt eigandanum alla ferða söguna,við tækifæri.
Ég ætla hinsvegar að segja þér miklu betri sögu: Því að svo elskaði Gð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Guð gefi þér yndislegan dag!
Kv. Halldóra.
![]() |
Banki tók páfagauk upp í fasteignaskuld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2010 | 15:18
Barbie dúkkan mín er með mjótt mitti eftir öll þessi ár.
Sælt veri fólkið!
Ég var nú algjör mega aðdáandi Barbie dúkkunnar á mínum barns árum.Sat heilu dagana með dúkkuna, og fjölskyldu hennar og var í Barbie leik.Þessi dúkka er enþá til hér,og ég hef grun um að hún sé komin vel á fimtugs aldurinn! Hún hefur þó haldið vextinum öll þau ár sem hún hefur verið í geymslu.ötin sem tilheyrðu þessari dúkku voru ákaflega falleg og ég naut þess að klæða hana úr og í,eins og litlum stúlkum finnst gaman að gera.En síðast þegar ég skoðaði þetta dót,var það orðið ansi lúið, og ekki beint í tísk nútímans. Ég eignaðist ekki hörundsdökka dúkku.Vissi ekki einu sinni um að þær væru fáanlegar,hefði alveg viljað eiga eina slíka þá.En ég átti líka hann Ken.Held að hann hafi heitað það.Og þau áttu barn,sem ég hélt mikið uppá líka. Það er mjög mikilvægt að börn leiki sér á heilbrygðann hátt, og eigi fallegt og gott dót. En það besta sem við getum gert er að kenna þeim bænir, og sögurnar um Jesú. Þau munu búa að því allt lífið.
Guð veri með þér og þínum í dag!
Halldóra.
![]() |
Ónærgætni að lækka verð á hörundsdökkri Barbie |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2010 | 10:49
Veldið sem hrundi.
Komið þið sæl!
Við að lesa þessa frétt og ymsar aðrar af sama toga finnst mér ömurlegt.þær syna manni græðgina í sinni verstu mynd.Biblían segir,Kapp er best með forsjá, og sá sem hraðar sér misstígur sig.Flónska mannsins steypir fyrirtækjum hans.Og svo kemur Auður fjölgar vinum,en fátækur maður verður vinum horfinn.Falsvottur sleppur ekki óhengdur, og sá sem fer með lygar,kemst ekki undan.
Þetta eru orð hins vitra Salómons konungs.Það hefði örugglega farið betur hjá mörgum ef þeir hefðu lesið aðvörunar orð þessa mans.Við höfum öll gott af því að fara eftir því sem er viturlegt og gott.Þá væri mannorð sumra ekki skaðað,eins og hefur gerst hjá svo mörgum undanfarið.Við hin, sem við köllum meðal Jónana furðuðum okkur oft á öllu þessu mikla peningaveldi sem varð í kringum bæði þessaBakkabræður og fleiri, og maður spurð,hvernig endar þetta? Og það veitti það gaf því enginn gaum,sem hefði getað slegið í borðið.Eflaust var mikið líf og fjör kringum þetta ríka fólk, og margir vinir.Það segir að auður fjölgi vinum, í þessum texta.Hefði ekki verið beta að vera alltaf sannleikans megin og fara sér hægar? Ég óska okkur öllum velfarnaðar í lífinu.En það er bara miklu betra að hafa ráð Biblíunnar í huga undir öllum kringumstæðum lífsins.Við erum ekki svo klár,að við getum hundsað þau.
Það er samt best að vita það alltaf og allar stundir að Jesús elskar okkur, fyrirgefur þeim sem biðja hann og reysir þá upp sem vilja þyggja það og elskar alla!
Guð blessi þig!
Halldóra.
![]() |
Veldi byggt á skuldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2010 | 12:52
Barni rænt úr barnavagni.
Sæl verið þið!
Þetta er held ég það al versta sem getur gerst í lífinu.Ég hrópa til Guðs frá djúpi hjarta míns að barnið finnist hið fyrsta, og að það skaðist ekkeert hvorki á sál né líkama. Það er einkennilegt hvað svona atvik koma oft fyrir í lífinu,nokkuð sem aldrei ætti að gerast.En svona er vonskan,óvinurinn kemst inn í huga fólks sem framkvæmir hans vilja.við Íslendingar vorum til skamms tíma svo örugg með allt að sumir læst ekki húsum sínum,hvorki um daga né nætur.Ég bjó og starfaði úti á landi fyrir 26 árum og kynntist þessu þar.En nú er öldin önnur og öllum ráðlagt að læsa vel að sér.Fyrir nokkrum árum sá ég konu læsa húsinu sínu áður en hún fór, og hún setti stórt krossmark yfir hurðina. Ég mæli með því að foreldrar biðji fyrir börnunum sínum og signi þau.Sjálf gerði ég það við mín börn og sjálfa mig.Og geri reyndar en um leið og ég fer með morgun bænina. Við skulum vera samtaka og skipa okkur í raðir biðjandi fólks og biðja að barnið finnist áður en dagurinn er á enda.
Munum þó alltaf að Drottinn Guð elskar okkur og vill vera vinur okkar!
Eitt að lokum þú ert frábær!
Halldóra.
![]() |
Barni rænt úr barnavagni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 79734
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar