28.4.2009 | 15:28
Sálmur eftir Sigurbjörn Einarsson.
Ég mun láta yður menn veiða.
Við hættum þessu verðum víst að hlyða,
hann vill við komum strax og fylgjum sér.
Við kveðjum bát og net og vatnið víða,
já, vertíðinni okkar líkur hér.
Við fórum aldrei fyrri burt að héti,
rétt fram á mið,eitt dægur lengst í senn.
Nú vill hann láta varpa öðru neti,
víðsfjarri,upp á landi,fyrir menn.
Að veiða fólk mun fráleitt okkur metta.
Við finnum þessu raunar engan stað.
Það boðar ekkert gott að gera þetta
en gesturinn,sem kom hér,heimtar það.
Eftir Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup
texti ortur útfrá Mark. 1. 16-18.
Við þurfum líka að læra að hlyða frelsaranum Jesú. Vera munnur hans og hendur og einnig fætur. Til að boða hans ríki er þörf fyrir alla kristna menn og konur.Höldum vöku okkar hvar sem við förum.
Guð veri með ykkur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2009 | 15:52
Smá fréttir af mér
Sælt veri fólkið!
Ætla að sleppa því að tala um kosningarnar.Ætla hins vegar að tala um hvað það var gott að fara í messu í morgun. Fer yfirleitt í nessu á sunnudagsmorgnum.Í morgun fór ég í Grensáskirkju,það var ljómandi gott og gefandi.Suma sunnudaga fer ég á tvær samkomur,aðra fyrir hádegi og svo að kvöldinu. Það styrkir bara svo mikið hinn andlega mann að koma í Guðs hús. Það vill svo til að ég fór í annað Guðshús ekki fyrir svo margt löngu,og boðskapurinn var ekki eins og ég vildi.Ég vildi hreint og klárt Guðsorð,en þar var bara spjall um allt og ekkert.Það þótti mér miður.Í morgun talaði presturinn hreint og ómengað Guðs orð.Hann talaði umDrottinn sem góða hirðinn sem er ekki sama um okkur mannfólkið sem er að glyma við allt mögulegt.Og að hann sé fær um að hressa sál okkar.
Þetta er nefnilega alveg satt hjá prestinum.Ég hef reynt þetta sjálf! Að hafa Drottinn með í öllu gefur manni styrk,og veitir blessun. Og nú þegar ny ríkisstjórn tekur til starfa ættu þau að snúa sér til Drottins Guðs himins og jarðar, og biðja hann um vísdóm og visku.Og við ættum að standa vörð um þetta fólk í bæn,svo allt fari vel.Og að þau taki réttar ákvarðanir.Biðjum Guðs vilja yfir land okkar og þjóð.
Kæru vinir,þið sem lesið þetta ! Drottinn blessi ykkur !
Kv. Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.4.2009 | 16:21
Nyr draumur.
Komið þið sæl og blessuð!
Það er alveg einkennilegt hvað mig dreymir mikið.Mig dreymdi ákveðna hluti inn í mín persónulegu mál fyrir skömmu, og það kom alt fram. Í nótt er leið dreymdi mig þennan draum: Mér fannst ég vera stödd á einhverskonar eyju,og hún var frekar hrjóstrug,en merkilegt nokk það voru kosningar í aðsígi.Sennilega hugas ég svo stíft til þeirra sem eru í framboði fyrir þessar kosningar að þetta sama fólk var í framboði í draumnum mínum.Mér fannst eins og Bjarni Ben,vera í gömlu vaskafati eða bala eins og þeir voru hér áður.Allt í einu stendur hann upp og reysir upp ljósastaur í fullri stærð, svo það lysti öllum rétta leið. Þetta var ekki auðvelt verk en honum tókst það með sóma.Ég leit í kring um mig og sé Þorgerði Katrínu svolítið frá og hugsa, afhverju er hún alltaf í gráum fötum? En svo hugsaði ég með mér í draumnum að hún væri sennilega tákn þess trygga og myndi standa trygg og trú með Bjarna.Svo fannst mér ég horfa út fyrir þetta svæði sem mér þótti ég vera á og sé þar Steingrím J. í vaskafati grútfúlann með hendur í kross,eins og pirraður strákur.Mér fannst ég ekkert geta gert í því en hugsaði,hann jafnar sig.Í því kemur Ögmundur sterkur og stór og gengur þarna um eins og hann sé á eftirlitsferð.Ég sný mér að honum og er spyrjandi þá segir hann ósköp rólega já svona er þetta bara.Og mér fannst hann salla rólegur. Í því kemur Guðfríður og lytur á hann og segir er bara ekkert við þessu að segja? Nei segir Ögmundur ,það er bara ekkert við þessu að gera. Þá vaknaði ég.
Þetta er aðeins gert til gamans.Fólk hefur verið að biðja mig að ráða sína drauma, en ég er ekkert góð í því. Það besta sem við gerum er að fela Guði alla hluti.
Drottinn blessi ykkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2009 | 23:13
Meistaraverk.
Komið þið sæl!
Hef verið að hugleiða hvað við eigum mikinn og stórann Guð. Var að lesa í spádómsbók Amosar 1:8
Hann sem skóp sjöstjörnuna og Óríon,sem gjörir niðamyrkrið að björtum morgni og dag að dimmri nótt,sem kallaði á vötn sjávarins og jós þeim yfir jörðina,Drottinn er nafn hans.
Mér finnst alveg magnað að tilheyra þessum skapara himins og jarðar. Hann festi stjörnurnar á himinhvolfið og gaf þeim nafn. Er þetta ekki stórkostlegur Guð? Hvað hann vandaði sig við að skapa þessa veröld. Svo skapaði hann okkur mennina.Hafið þið nokkurntíma hugsað út í það hvað hann vandaði sig mikið? Það er bara til eitt eintak af þér og bara eitt eintak af mér! Sérhönnuð á teikniborði hans! Mér verður nær orða vant ég er svo heilluð af Drottni mínum.Ástæðan fyrir að þú ert þú er af því að hann skapaði þig eins og hann er ánægður með. Og hann hefur fyrirætlanir í hyggju með þig!
Hvert smá atriði í þínu lífi var sérhannað af Guði föður skapara himins og jarðar.Alveg eins og stjörnur himinsins. Þú ert ekki eitthvað,þú ert Meistaraverk Guðs.
Svo heldur textinn áfram: Leitið hins góða,en ekki hins illa til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn Guð alsherjar vera með yður.
Kærleiks kveðjur
Guð blessi þig!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.4.2009 | 15:22
Seðlabúnt í brjóshaldara.
Sæl öll sömul!
Þessi frásaga minnir mig á sögur sem ég hef heyrt af fólki sem var með nyjatestamentið í brjóstvasanum og lenti í skothríð þar sem það var á ferli, og nyjatestamentið bjargaði lífi þeirra.
Það er mjög áriðandi að vera alltaf vel útbúin,sérstaklega ef við erum á hættu slóð eins og margir sem fara í trúboðsferðir.Ég er nybúin að lesa bókina um himnamanninn og það er bók sem ég kvet fólk til þess að lesa.Ég gat bara ekki stoppað þegar ég byrjaði.Bókin er um handleiðslu Guðs yfir þessum himneska manni.ástæðuna fyrir þessu nafni er að finna í bókinni.En hann upplifði hvernig Guð,sjálfur skapari himins og jarðar kom honum til hjálpar.Sjálf á ég milljón upplifanir af því hvernig Guð kom mér til hjálpar í minu lifi.Ja, eða meira! Því hver dagur er mér kraftaverk.Og ég er svo yfir mig þakklát fyrir hverja mínútu lífs míns.Við vitum svo sem ekkert hvað með öðrum byr,þannig séð.En fyrir mér er Jesús minn hjálpari,mitt skjól,já án hansværi ég ekki það sem ég er.Ég segi eins og Davíð konungur í sálmi 121 Ég hef augu mín til fjallann hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur fráDrottni skapara himins og jarðar.Og daglega beini ég sjónum mínum til himins ´og þakka honum sem er sannleikurinn og lífið.Mér finnst það vera kraftaverk þegar fólk bjargast frá voða,eins og þessi kona sem hafði alla þessa peninga innaná sér.Ég sé bara vernd Drottins Guðs í því.
Þessvegna er betra að fela sig í hans hendur á hverjum degi. Og að lesa nyjatestamentið er hunang fyrir sálina!
Kvet okkur öll til að fela líf okkar og land í Drottins hendur.
Kærleikskveðjur
Halldóra.
![]() |
Seðlabúnt falið í brjóstahaldara bjargaði mannslífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.4.2009 | 13:13
Draumurinn.
Komið þið sæl!
Um síðustu mánaðar mót dreymdi mig draum,sem ég hef verið að bíða eftir að rættist.Og nú hefur hann komð fram. Ég reyndi að segja ákveðnum aðillum frá draumnum en þau syndu honum engan áhuga svo ég hætti því. Draumurinn er þannig að mér fannst Sjálfsstæðisflokkurinn vera að funda ,ráðherrar og þingmenn.Ohg þeir sátu í rauðplussuðum stórum stólum og mér þótti Bjarni Benediktsson ráða för.
Nema hvað ég tek eftir því að það var sprengja inni á fundinum falin í einu horninu og enginn vissi af henni.Mjög öflug sprengja. Mér fannst fundurinn vera haldinn á stórri hellu eða bergi sem hafði verið slípuð.Og ég hugsaði ef ég geri ekki viðvart þá springur sprengjan .Meðan ég horfi yfir fundinn þá springur sprengjan, og það varð hræðilega mikil mengun þarna inni á þessari slípuðu plötu, sem ég var mest hrædd um að brotnaði,en hún brotnaði ekki.Menn stukku ut,en mér fannst Bjarni halda ró sinni , og kallaði menn inn á fundinn aftur þá var búið að gera sæmilega hreint þarna og hann stendur við sinn stól og eer að yfirheyra fólkiðum hver hefði gert þetta.Hann bysti sig og sagði,ég skal ganga í þetta mál og sannleikurinn mun koma í ljós.
Þetta var það sem var merkilegt ,draumurinn var lengri,en nú bíð ég eftir að það komi fram og þá set ég það kanski hér inn.
Það þarf að biðja fyrir komandi kosningum og þeim sem styra landinu okkar.
Verum sammála um að biðja Guðs vilja og áætlun yfir landið okkar.
Blessun og friður Guðs umvefji okkur í dag.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.4.2009 | 10:02
Golgata.
Góðan dag!
Þegar ég var barn ólst ég upp við það að þessi dagur,föstudagurinn langi væri háheilagur og við yrðum að vera stillt og prúð. Hel að það hafi gengið misvel að haf hljótt,en minningin er að það varð einhvernvegin allt hljótt. Set hér inn sálm sem ég kann um það sem gerðist þennan dag.
Sjá, múgur til Golgata gengur
og Guðs sonur meðal hans fer.
Menn segja að hans lífi sé lokið.
Og lýðurinn hlæjandi er.Hann
saklaus til lífláts er seldur.
Úr sárum hans drypur á stig.
Ó Guð minn hann gaf sig í dauðann
hann gerði það allt fyrir mig.
Kór: Hann gerði það allt fyrir mig
hann gerði það allt fyrir mig.
Ó Guð minn hann gaf sig í dauðann
Hann gerði það allt fyrir mig.
Og dauðans í kvölum hann kallar
Frá krossi um níundu stund.
Hann píndist var þjáður af þorsta
og þar að auk blæðandi und.
Í sólskini og hádegis hita hann hékk þar við
almannastig.Ó Guð minn hann gaf sig í dauðann
Hann gerði það allt fyrir mig.
Kór:Hann gerði það allt fyrir mig......
Mig þyrstir hann hrópaði þjáður
Ó hugsa,þú maður um það.Hann þyrsti
eftir endurlausn okkar og um hana föður
sinn bað. Hann hugsaði um heiminn að frelsa
En hugsaði ekki um sig.Ó Guð minn hann gaf sig í dauðann.
Hann gerði það allt fyrir mig.
G.B.-Pétur Sigurðsson.
Ég vildi að þið gætuð heyrt þennan söng sunginn
en þetta verður að nægja í dag.
Guð blessi ykkur og varðveiti !
Blessunarkveðjur úr Garðabænum
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.4.2009 | 16:36
Er Guð til?
Komið þið sæl!
Þessi spurning hefur aldrei vafist fyrir mér, og Drottinn Guð hefur verið mitt skjól í stormviðrum lífsins.
Í dag upplifði ég sérlega elsku hans til mín á mjög sérstakan hátt.Var á gangi á Garðatorginu hér í Garðabæ,því torgi sem Hagkaup var.Það rigndi svo það undir tók í þakinu.Ég segi þá við Drottinn Guð þar sem ég var á leiðinni út af torginu: Það væri gaman ef þú syndir mér elsku þína með því að láta rigninguna hætta um leið og ég kem að hurðinni, sem tákn um elsku þína.Svo segi ég við Drottinn þetta er nú kanski frekja og lítilsvirðing við þig Guð.En það væri samt gaman að fá að upplifa kærleika þinn til mín.Nema hvað þegar ég kem að hurðinn hætti að rigna. Og mér fannst eins og Jesús Kristur gengi mér við hlið. Þetta var magnað augnablik fyrir mig.Og undirstrikar það sem gerðist á páskunum að Jesús er lifandi Guð.
Guð blessi ykkur öll!
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.4.2009 | 23:37
Brauð uppskrift
Komið þið sæl!
Fann uppskrift af bananabrauði á netinu í dag.
Búin að baka,en hef ekki smakkað það enþá.
250gr hveiti
150gr. sykur
1. egg
1. tesk salt
1. tesk. matarsódi
2 þroskaðir bananar.
Allt sett í skál og hrært saman. Deiginu hellt í smurt brauðform og
bakað á 175 gráðum í 45 mínútur.
Búin að baka brauðið en það er heitt í forminu eins og er og lytur ljómandi vel út.
Verði ykkur að góðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2009 | 22:30
Hetjan mín
Sæl verið þið!
Nú er tími ferminga og mikið að gera í veislu höldum þess vegna. Ég fagna því vegna þess að þetta er stór viðburður í lífi fermingarbarnsins.Ég fermdist 1971 í Bústaðakirkju, en frá Grensás sókn.Ástæðan var að þá var ekki kirkja í Grensás sókn bara safnaðarheimili. Eitt man ég betur en annað úr þessari fermingarathöfn og það er einn sálmurinn. Sigurhátíð sæl og blíð heitir hann. Og ég ætla að setja hann hér inn til þess að þið fáið notið textans sem ég man svo vel.
Sigurhátíð sæl og blíð.
Ljómar nú og gleði gefur.
Guðson dauðann sigrað hefur.
Nú er blessuð náðartíð.
Nú er fagur dyrðardagur Drottins
ljómar sigurhrós.
Nú vor blómgast náðarhagur .
Nú sér trúin eilíft ljós.
Ljósið eilíft lysir nú.
Dauðans nótt og dimmar grafir,
Drottins miklu náðargjafir,
sál mín auðmjúk þakka þú .
Fagna Guð þér frelsið gefur
fyrir Drottinn Jesú Krist.
Og af náð þér heitið hefur
himnaríkis dyrðar vist.
Drottinn Jesú
líf og ljós Oss þín
blessuð elska veitir .
Öllu stríði loks þú breytir
Sæluríkt í sigur hrós.
Mæðu og neyð þín miskunn sefi
Með oss stríði kraftur þinn.
Sigur þinn oss sigur gefi .
Sigurhetjan Drottinn minn.
Páll Jónsson.
Ég var alveg viss á þessum fermingardegi mínum að Jesús Kristur væri frelsari minn.
Og ég hugsaði Hann er sigurhetjan mín!
Njótið helgarinnar og farið í kirkju ykkur til blessunar.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar