Nyr draumur.

Komið þið sæl og blessuð!

Það er alveg einkennilegt hvað mig dreymir mikið.Mig dreymdi ákveðna hluti inn í mín persónulegu mál fyrir skömmu, og það kom alt fram. Í nótt er leið dreymdi mig þennan draum: Mér fannst ég vera stödd á einhverskonar eyju,og hún var frekar hrjóstrug,en merkilegt nokk það voru kosningar í aðsígi.Sennilega hugas ég svo stíft til þeirra sem eru í framboði fyrir þessar kosningar að þetta sama fólk var í framboði í draumnum mínum.Mér fannst eins og Bjarni Ben,vera í gömlu vaskafati eða bala eins og þeir voru  hér áður.Allt í einu stendur hann upp og reysir upp ljósastaur í fullri stærð, svo það lysti öllum rétta leið. Þetta var ekki auðvelt verk en honum tókst það með sóma.Ég leit í kring um mig og sé Þorgerði Katrínu svolítið frá og hugsa, afhverju er hún alltaf í gráum fötum? En svo hugsaði ég  með mér í draumnum að hún væri sennilega tákn þess trygga og myndi standa trygg og trú með Bjarna.Svo fannst mér ég horfa út fyrir þetta svæði sem mér þótti ég vera á og sé þar Steingrím J. í  vaskafati grútfúlann með hendur í kross,eins og pirraður strákur.Mér fannst ég ekkert geta gert í því en hugsaði,hann jafnar sig.Í því kemur Ögmundur sterkur og stór og gengur þarna um eins og hann sé á eftirlitsferð.Ég sný mér að honum og er spyrjandi þá segir hann  ósköp rólega já  svona er þetta bara.Og mér fannst hann salla rólegur. Í því kemur Guðfríður og lytur á hann og segir er bara ekkert við þessu að segja? Nei segir Ögmundur ,það er bara ekkert við þessu að gera. Þá vaknaði ég.

            Þetta er aðeins gert til gamans.Fólk hefur verið að biðja mig að ráða sína drauma, en ég er ekkert góð í því. Það besta sem við gerum er að fela Guði alla hluti.

      Drottinn blessi ykkur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Ja hérna, ertu með þetta lið á heilanum?

Það verður spennandi að vita hvernig ráðningin verður en Ken og Barbie koma vel út úr þessum draum.

Megi almáttugur Guð vera með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Blessuð Rósa!

Ken og Barbie eru ekki í framboði á Íslandi,þau eru Amríkanar ef ég man rétt. 

En hitt er örugglega rétt að ég ræði kosningarnar oft við hann Guð,svo kemur það út í draumförum.

En þetta er nú meira til gamans gert. Samt er það nú svo að mig hefur dreymt fyrir daglátum oft

í  gegnum tíðina.   Heyri betur  í þér. Kveðja úr Garðabæ   Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 24.4.2009 kl. 16:07

3 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Halldóra mín.

Þakka þér fyrir að setja þennan draum inn á bloggið. Hvaða merkingu hann ber er ekki gott að segja. Hugsanlega gæti orðið stjórnarkreppa og Bjarni mundi gegna þar hlutverki með ákveðnar lausnir. Það er erfitt að sjá VG og D mynda stjórn en hver veit. Ég legg til að við biðjum fyrir Bjarna, hann er ungur maður í stjórnmálum og líka að árum.
Ég mundi biðja fyrir hjarta hans og hugsunum að hann varðveitist frá allri spillingu.

Við höfum beðið Guð að reisa upp Jósef á meðal okkar, mann sem er vitur og frábær ráðgjafi líkt og Jósef var á erfiðum tímum Faros.  Guði er ekkert um megn, hann hefur áætlum með Ísland sem við eigum eftir að sjá koma fram í fullri mynd. Ég bið þá áætlun til okkar.

Kær kveðja, Guð blessi þig kæra vinkona.

Helena

Helena Leifsdóttir, 24.4.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 79325

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband