30.4.2010 | 15:44
Þinghald og lögreglan á vaktinni.
Sæl og blessuð!
Þegar ég skoðaði þessa frétt rifjaðist upp fyrir mér búsáhaldabyltingin hræðilega.Þá áttu lögreglumenn fótum sínum fjör að launa.Að þeim var veistað ástæðulausu.Ég er nú ein þeirra sem þakka lögerglunni fyrir að vera til staðar,þegar á þarf að halda.Hins vegar hef ég persónulega þurft lítið á henni að halda,en er þakklát fyrir þeirra störf. Mér finnst fólk eiga að sína virðingu og lúta yfirvaldi með kurteisi.Ég geri þær kröfur til mín og ég held að við ættum bara öll að syna virðingu.Tjái mig ekki um handtökuna,þar sem ég var ekki á staðnum en stend með lögreglunni.Þeir eru eins og við að vinna fyrir sér og sínum og okkur ber sína þeim kurteisi.
Í hinni helgu bók eru það skyrar línur að okkur ber að gera öllum mönnum gott.Það eru hin kristnu gildi. En því miður fara ekki allir eftir því.En ég veit að það verður enginn verri þó hann fari eftir þeim góða boðskap, svo ég bendi hiklaust á þá leið sem Jesús Kristur boðar.Veg kærleikans!
Nóg að sinni og munið að Drottinn elskar ykkur!
Halldóra.
![]() |
Þinghald undir lögreglustjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.4.2010 | 10:16
Fangelsaður fyrir að villa á sér heimildir.
Góðan dag!
Þessi frétt er sláandi,maðurinn var að vinna verk sem hann hafði takmarkaða þekkingu á.Og framgekk undir fölsku nafni.Svona nokkuð getur gerst,þegar óheiðarlegt fólk á í hlut. En ég get sagt það með fullri vissu að þetta er ekki hægt gagnvart Guði.Drottinn þekkir hverja manneskju og skoðar hvern og einn.En Guðs orð segir manni að mennirnir horfa á útlitið en Drottinn lýtur á hjartað.Við getum ekki dulist fyrir Guði.Þessvegna er það besta sem við gerum að gefa Guði líf okkar. Hann elskar þig!
Drottinn blessi þér daginn!
Kveðja
Halldóra.
![]() |
Fangelsaður fyrir að þykjast vera frægur lýtalæknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2010 | 14:21
Sumt breytist ekki.
Komið þið sæl!
Það er yndislegur dagur í dag! Og ég er glöð og þakklát fyrir svo margt, og ég er innilega þakklát fyrir lífið! Og mér finnst gaman að lifa, og ég þakka Guði fyrir það! Frá því ég var í barnaskóla er tvennt sem ég man best eftir.Annars vegar hveernig lögð var áhersla á að kunna að lesa og það hratt. Og ég varð læs, og las hratt.Og svo hitt að eitt sinn áttum við að gera stíl um hvernig við héldum að lífið yrði árið 2000.Og ég man eftir þessum stíl, sem var nú bara nokkuð góður miðað við aldur.En í þessum stíl kom fram að ég héldi að lífið yrði nokkuð svipað og það er nú, nema hvað að á hverju heimili yrði vélmenni sem hjálpaði til við húsverkin, og ég sagði að ég héldi að sjónvörpin yrðu stærri, og að það yrðu litasjónvörp.Svo man ég að ég sagði að ég væri viss um að það yrði mikið sorp.Og það þyrfti einhvernvegin að farga því .En ég vissi ekki hvernig það yrði gert,það myndi örugglega leysast því þetta var jú skrifað árið 1967. Svo ég taldi að öskukarlar og öskubílar myndu ekki hætta.En kanski yrði þetta aðeins hreinlegra. Já svo sagði ég að börn færu örugglega í sunnudagaskóla árið 2000 og ég tryði því að það væri gott fyrir hvert barn.
Þegar ég hugsa til þessa tíma þá sé hvað trúin á Jesú Krist er mikilvæg hverrri manneskju.Og ég sé líka að þó allt breytist í þessu lífi þá bregst Drottinn Jesú ekki.Hann er með og verður það til enda veraldar. Hann elskar alla menn og vill vera vinur þinn! Gerðu hann að vini þínum strax!
Kærar kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2010 | 21:21
Engin merki um gos lok.
Við mennirnir erum eiginlega öll eins og vísindamenn,erum mikið að spá í hvenær þessu gosi ljúki.Ég get alveg sagt það með góðri samvisku,að því ræður Drottinn Guð.Hann leyfði þetta gos,kanski til þess að hrunaskyrslan færi ekki með marga.Því margra augu beindust að þessari skyrslu ofar mörgu öðru.Og það er bara ekki gott fyrir okkur að einblína á það sem er okkur erfitt.Og kanski var þetta eina leiðin til þess að ná athygli okkar? Ég vil benda okkur öllum á mátt bænarinnar í Jesú nafni.Og ég skora á okkur öll að biðja.Við kunnum örugglega vel flest Faðir vorið,og þar er bæn sem segir allt sem segja þarf. Drottinn Jesús Kristur elskar þig, hver sem þú ert og hann þráir að verða vinur þinn.Og honum finnst þú æðisleg eða æðislegur,af því að hann skapaði þig.En það er ekki þar með sagt að hann sé ánægður með allt sem við höfum gert.Þá skal ég segja þér það góða í þeirri stöðu er að hann fyrirgefur og gleymir,en til þess að fá fyrirgefningu þarftu að biðja til hans og biðja hann að fyrirgefa þér.Og þannig er Jesús-Hann fyrirgefur og gleymir.
Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn,til þess að hver sem á hann trúir hafi eilíft líf.
Guð veri með þér ágæti vinur!
Halldóra.
![]() |
Engin merki um goslok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2010 | 00:12
Bæn fyrir landinu.
Komið þið sæl!
Ég ætla að fara með bæn fyrir landi og þjóð í Jesú nafni.
Góði Guð!
Ég vil fá að leggja íslensku þjóðina fram fyrir þig.Drottinn við höfum gengið í gegnum erfiðleika,sem hafa reynst okkur semþjóð mjög erfiðir.Nú bið ég þig,Drottinn um leiðsögn inn í þessi mál þjóðarinnar.
Ég bið þig um að gefa þeim sem eru að vinna í þessum málum þjóðinni til heilla,visku og vísdóm frá þér og hjálp.Og ég bið þig að flétta ofan af allri spillingu svo blessanir þínar geti flætt yfir. Ég bið þig að gefa fólki sanna iðrun.Ekki bara þeim sem ollu þessu öllu heldur okkur öllum,svo réttlætið verði öllum til blessunar. Ég bið þig að forða okkur frá fátækt Drottinn minn, opnaðu himinn þinn og láttu blessun flæða yfir landið okkar. Svo þakka ég þér fyrir vernd þína í sambandi við þessi eldgos .Varðveittu landið okkar frá frekari allri skelfingu,og ef það getur samræmst þínum vilja að það komi ekki fleiri svona eldgos.Ég bið þig Guð að blessa sérhvern landa minn, og bægja frá öllum ótta.Verndaðu líka alla atvinnuvegi landsins, og gef hagsæld í hvívetna,réttlæti og sanngyrni. Og gefðu að fólk leiti til þín svo að friður þinn megi búa innra með okkur öllum.
Í Jesú nafni. Amen.
![]() |
Mun stærra íslenskt eldfjall við það að springa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2010 | 14:01
Bjargráðasjóður bjargar.
Sæl þið öll!
Það eru annars merkilegir tímar sem við lifum á.Fyrir hartnær tíu árum var Suðurlands skjálftinn,
og nú þessar miklu hamfarir.Við sem búum annarsstaðar á landinu,horfum á úr fjarska.Dáumst jafnvel að dugnaði þeirra sem þarna búa, og það má alveg gera það,því þau haf staðið sig vel.En þetta eru nú þannig hlutir að það verður ekkert eins og það var. Og það er gott til þess að vita að þau fá einhverskonar hjálp,því undan slíku fær enginn einn bóndi staðist.Og örugglega ekki á kreppu tímum. En með þessu bloggi vil ég kvetja okkur öll til þess að biðja fyrir þeim og bera þau uppi í bæn, og senda þeim hlyjar hugsanir.Það reynir nefnilega á svo marga hluti að vera í þessari stöðu.Ekki bara fjármálin og búpeningurinn og landið sem er illa farið,það er fólkið sjálft,heilsa þess til líkama og sálar og anda.Biðjum að þau kikni ekki undan þessum kringumstæðum. Ég veit af eigin reynslu hver máttur bænarinnar er mikill, og ég bið ykkur að toga í bæna strnginn með með mér fyrir þeim öllum !
Biðjið og yður mun gefast,segir í hinni helgu bók.
Já vinir! Stöndum þannig bænavörð öll sem eitt.
Verið Guði falin.
Halldóra.
![]() |
Bjargráðasjóður bjargar bændum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2010 | 14:05
Sunnudags hugleiðing.
Blessuð og sæl gott fólk!
Í dag er fallegur vor dagur.Og í dag getum við notið fegurðar hans á ymsan hátt,t. d. farið út að ganga eða gert eitthvað annað skemtilegt. Sjálf fer ég stöku sinnum út úr bænum til þess að anda í mig sveita loftinu og njóta fuglasöngsins sem bætir andlegt ástand okkar. Svo er gróðurinn að minna á sig. Og ekki er það nú slæmt! Já það er margs að njóta! Eitt það besta sem við getum gert á sunnudögum er að fara í kirkju.Það geri ég,alla sunnudaga.Ég veit ekkert betra en fara í Guðs hús og hlýða á uppbyggilegan boðskap.Oft fer ég tvisvar í kirkju sama ,að morgni og kvöldi. Já samfélagið við Guð hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er. Og mér finnst gott að vera meðal hinna trúuðu. Það er gefandi að sjá hvað Guð hefur gert fyrir fólk.Guð vill líka blessa þig og vera með þér. Mig langar til að segja ykkur frá því að það verður samkoma í Íslensku Krists kirkjunni Fossaleini 14 kl.20 í kvöld.
Ég ætla að mæta, og ég bíð þér að koma og eiga notalega stund í húsi Guðs í kvöld með okkur.
Hvað er betra en að byrja vikuna á að byggja sig upp í Guði?
Svo bið ég Drottinn að vera með þér í Jesú nafni.
Kær kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2010 | 17:23
Léttur og góður matur.
Komið þið sæl!
Hér er réttur grænmetisréttur sem ég bý stundum til,sem er unaðslega góður.
Mig langar til að gefa ykkur hann svo þið getið notið hans með mér.
1 poki ferskt spínat
3 egg
1 laukur
1 askja niðurskornir sveppir
1 dós syrður rjómi
rifinn ostur
salt og pipar.
Aðferð:
Setjið spínatið í pott og látið sjóða,
skerið laukinn niður í litla bit.
Þeytið eggin með pískara blandið rjómanum
við.Kryddið með salti og pipar.
Kælið spínatið við kreistið vatnið úr því
og skerið niður .Blandið saman við
eggin og hellið lauknum og sveppunum í .
Setjið í smurt eldfast mót og rifinn ost yfir.
Bakað við 200 gráður þar til osturinn er ljós
brúnn.
Ég sleppi rjómanum, og það kemur líka mjög vel út.
Gott með pasta,eða snittubrauði,jafnvel spældu eggi.
Njótið matarins!
Verði ykkur að góðu!
Munið orð Biblíunnar : Glatt hjarta gerir andlitið hyrlegt!
Kveðjur úr eldhúsinu
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2010 | 12:31
Skýrslan komin.
Góðan dag!
Þá er hún loksins komin fyrir augu almennings skyrslan sem beðið hefur verið eftir.
Mér finnst eins og fjölmiðlar hafi boðað það að í dag 12 apríl ættum við að vera reið.Nú sé tækifærið.
Mér byður við svona boðskap.Við eigum ekkert að vera reið,því reiðin gerir okkur ekkert gott.Veit þó vel að margir ráða ekki við sig, og hafa verið reiðir og verða en reiðari.
Ég vil bara segja,ef við höfum lagt líf okkar í Guðs hendur mun hann hjálpa okkur, og vera alltaf með okkur! Hann mun ekki bregðast. Við verðum bara að treysta og trúa á Drottinn.Biblían segir Verið ekki áhyggjufull um líf yðar.Því Drottinn mun vera með okkur.
Allavega góðu vinir: Þetta er góður dagur, og Guð mun aldrei bregðast okkur,en við verðum að biðja hann að vera með okkur. Ég hef lagt mitt líf í Drottins hendur og ég veit að hann mun ekki bregðast mér.
Góður og yndislegur dagur!
Guð veri með þér!
Halldóra.
![]() |
Tólf gerðu athugasemdir við skýrsluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2010 | 16:48
Smávegis um lúpínuna.
Marg blessuð og sæl,gott fólk!
Í gangi hafa verið umræður um að hefta útbreiðslu lúpínunnar.Það fór ymislegt í gegnum kollinn á mér við þá frétt. Í fullum bloma er þetta falleg jurt ekki vantar það, og sjá heilu breiðurnar í fallegu veðri,geerir mann að aðdánnda,eða hvað?
Við hjónin fengum gefins lúpínur fyrir mörgum árum til að gróðursetja í sumarbústaða landið okkar.Og gjöfinni fylgdi að þetta væri svona blóm sem bætir jarðveginn og gerir mikið gagn.Mér fannst þetta nú fullmikið ætlast til af þessu blómi.Svo var bætt við,þegar það hefur gert þetta frábæra gagn drepst það.Hver vill ekki eiga slíka plöntu í sínum garði,sem vinnur verkin fyrir mann? Okkur fannst ágætt að hafa nokkur svona blóm,settum þau reyndar til hliðar svona íöryggisskyni,ef hún breyddi mikið úr sér.Og þarna hefur lúpínan verið í fjöldamörg ár,og breytt úr sér.Ég hef samviskusamlega tekið fræin af en allt komið fyrir ekki.Þrautalendingin var að fjærlægja þær ú beðinu sem var orðið allt of stórt.Þær voru teknar upp með rót og fleygi út í móa með ræturnar upp.Já, ræturnar upp.Héldum að nú værum við laus við þær.En næsta sumar komu þær bara upp hinum megin á torfunni.Og blómstruð svona líka! Við höfðum nú eiginlega meira gaman að þessu en ekki. Þetta synir okkur hvað þessi jurt er sterk.Og ég held að það verði erfitt að uppræta hana með öllu.Allavega þar sem garðar liggja saman ,ef fólk er með lúpínu.En hún er víst ekki alvond þessi jurt,einhverjir hafa gert úr henni lúpínusafa til heilsubótar. Það er nú bara aldeilis ágætt,en ég er á því að best sé að halda henni í skefjum.Svo er hin hliðin á þessu öllu og það er hvað lífs löngunin er sterk í þessu blómi.Með öllum ráðum ryður hún sér leið til að lifa.Mér þykir líka mjög vænt um lífið og þakka Guði fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Mér þykir ákaflega gaman að dúlla mér í garðinum
en það verður líka að vera pláss fyrir önnur blóm.
Friður sé með þér!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 79734
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar