Smávegis um lúpínuna.

Marg blessuð og sæl,gott fólk!

Í gangi hafa verið umræður um að hefta útbreiðslu lúpínunnar.Það fór ymislegt í gegnum kollinn á mér við þá  frétt. Í fullum bloma er þetta falleg jurt ekki vantar það, og sjá heilu breiðurnar  í fallegu veðri,geerir mann að aðdánnda,eða hvað?

Við hjónin fengum gefins lúpínur fyrir mörgum árum til að gróðursetja í sumarbústaða landið okkar.Og gjöfinni fylgdi að þetta væri svona blóm sem bætir jarðveginn og gerir mikið gagn.Mér fannst þetta nú fullmikið ætlast til af þessu blómi.Svo var bætt við,þegar það hefur gert þetta frábæra gagn drepst það.Hver vill ekki eiga slíka plöntu í sínum garði,sem vinnur verkin fyrir mann? Okkur fannst ágætt að hafa nokkur svona blóm,settum þau reyndar til hliðar svona íöryggisskyni,ef hún breyddi mikið úr sér.Og þarna hefur lúpínan verið í fjöldamörg ár,og breytt úr sér.Ég hef samviskusamlega tekið fræin af en allt komið fyrir ekki.Þrautalendingin var að fjærlægja  þær ú beðinu sem var orðið allt of stórt.Þær voru teknar upp með rót og fleygi út í móa með ræturnar upp.Já, ræturnar upp.Héldum að nú værum við laus við þær.En næsta sumar komu þær bara upp hinum megin á torfunni.Og blómstruð svona líka! Við höfðum nú eiginlega meira gaman að þessu en ekki. Þetta synir okkur hvað þessi jurt er sterk.Og ég held að það verði erfitt að uppræta hana með öllu.Allavega þar sem garðar liggja saman ,ef fólk er með lúpínu.En hún er víst ekki alvond þessi jurt,einhverjir hafa gert úr henni lúpínusafa til heilsubótar. Það er nú bara aldeilis ágætt,en ég er á því að best sé að halda henni í skefjum.Svo er hin hliðin á þessu öllu og það er hvað lífs löngunin er sterk í þessu blómi.Með öllum ráðum ryður hún sér leið til að lifa.Mér þykir líka mjög vænt um lífið og  þakka Guði fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Mér þykir ákaflega gaman að dúlla mér í garðinum

en það verður líka að vera pláss fyrir önnur blóm.

                Friður sé með þér!

                                                     Halldóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð lúpínuaðdáandi

Lúpínan er falleg og fólk verður að vanda staðsetningu. Það þarf auðvita ekki að setja lúpínu niður í gróið land eins og margir hafa gert. Nóg af svæðum á Íslandi þar sem lúpínan myndi gera mikið gagn.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2010 kl. 23:53

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Já Rósa það er rétt að það verður að setja lúpínuna á sérstaka staði þar sem hún hentar hvað best.

Okkur Ásgeiri var sagt að hún myndi drepast um leið og hún væri búin að vinna jarðveginn fyrir okkur.

Hún sáði sér síðan yfir rabbarbarann og vildi meira pláss, svo við skutluðum torfunum út í móa,með ræturnar uppí loft.

En hún blómstraði bara næsta ár ,vitlausu megin.Það fannst okkur fyndið.Enda þarf lítið til að fá mig til að hlægja.

Svo eru það aspirnar, sem koma með sprota hér og hvar,en ég er harð ákveðin í að skutla þeim ekki  út í móa.

Sem betur fer er heilmikið land til fjalla hjá ykkur sem hægt er að setja þessa "vinnumenn"sem lúpínan er.

                            Sólskins kveðjur úr Garðabænum.

                                    Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 11.4.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 79319

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband