27.8.2010 | 16:01
Syngur fyrir páfann.
Komið þið sæl!
Er það ekki merkilegt hvað fáar fréttir eru jákvæðar um þessar mundir. Þegar þjóðin var komin með ógeð á "æseivdeilunni" báðum við Guð um að miskunna okkur og það kom eldgos,ekki bara eitt heldur tvö sem dreyfði huga okkar allra! Svo þegar Eyjafjallajökull hafði gert sig heimsfrægan, og okkur fannst komið nóg báðum við Guð að miskunna túnum á svæðinu. Og hann gerði það,með því að blessa grasið og uppskeruna.En á undan öllu þessu kom stuttur en erfiður tími sérstaklega fyrir þá sem búa á svæðinu.Svo er eins og Hafnarfjörður fái að kenna á því um þessar mundir,ymislegt þar sem reynir á,og þjóðin þekkir.Það fer ekki hjá því að maður sé á einhvern hátt tengdur sumu af því sem gerst hefur á þessu ári þar.Og nú þurfum við öll að sameinast um að biðja fyrir Hafnarfirði. Þegar ég leit yfir þær fréttir sem í boði eru núna,þá er ekkert fallegt og gott í boði.Og úti í heimi líka.Þá fannst mér saga þessarar konu bera af öllu.Hún sem kom fram á sínum tíma, og fólk brosti og bjóst ekki við miklu varð heims fræg.Og nú fær hún þennan heiður að syngja fyrir páfann, sem þykir mjög fínt.Ég bara samgleðst henni og þakka henni fyrir fallega sönginn sinn sem hún kom svo óvænt með til heimsbyggðarinnar.
![]() |
Syngur fyrir páfann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2010 | 21:50
Besti vinurinn.
Komið þið blessuð og sæl!
Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst Drottni Jesú Kristi um leið og ég hafði vit til.Þannig að við höfum verið vinir alla tíð.Hann er vinur sem svíkur ekki ,en er örugg hjálp í nauðum.Þegar ég ólst upp voru aðeins sálmar sungnir í hinum kristna heimi,ekki kórar eins og við þekkjum í dag.Hér er einn sem er í uppáhaldi hjá mér og ég raula stundum í dagsins önn.
Sá vinur er hjá mér er huggar mig senn
og hjálpar í sárustu neyð.
Sá vinur er Jesús hann elskar mig enn.
hann elskar í lífi og deyð.
Af náð hans og miskunn ég útvalinn er
Nú er ég hans frelsaða barn,
Hann sleppir mér ekki hann áfram mig ber
um eyðimörk lífsins og hjarn.
Hann yfir mér vakir á æfinnar braut
og aldrei hann þreytist sem ég.
Hann gengur við hlið mér í gleði og þraut
Og gefur mér ljós á minn veg.
Ég óttast ei freistarans illvíga her
því Ísraels Guð er mín borg.
Hann verndar og huggar mig hvar sem ég er.
Og hann þekkir einn mína sorg.
Að friðarins landi mig báturinn ber
þótt bylgjurnar rísi við stafn.
Minn Drottinn og frelsari innanborðs er.
Ég elska og lofa hans nafn.
Nils Frykman- Sigurbjörn Sveinsson.
Höfum það í huga allar stundir kæru vinir, að lausnin og hjálpin er að fá hjá Jesú Kristi.
Guð blessi þig!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2010 | 12:51
Starfsfólki brugðið.
Blessuð og sæl!
Ææ hugsaði ég þegar ég las þessa frétt.svo héldu hugsanirnar áfram,eins og þessi eftir einn ei aki neinn! Svo hugsaði ég aðeins dypra og manneskjulegra um það að þarna var á ferðinn einhver manneskja sem í okkar huga er bara frétt.Nú er sá/sú manneskja niðurbrotin væntanlega.Svo kom starfsfólkið til vinnu í morgun og þeim var brugðið eðlilega.En það sem þyrfti að komast inn í huga þeirra sem nota áfengi er að það er stranglega bannað að setjast undir styri fullur.Ekki bara sín vegna heldur líka allra hinna vegna í umferðinni.Við þurfum öll á því viti að halda í umferðinni sem við höfum fengið hjá Guði. Annars getur farið illa. Það þarf lika að minna alla gangandi á að ana ekki út á göturnar fyrir bílana.Var að keyra um daginn og þá gekk ung kona með þrjú smá börn fyrir bílinn hjá mér og ég varð að snar bremsa.Inn um gluggann heyrði ég konuna segja er hún snar rugluð ætlar að keyra á okkur. Það er eins og sumt fólk hugsi ekki skyrt í umferðinni.Í den þegar löggan var með umferðarfræðslu í Vogaskólanum,þá bryndi hún fyrir okkur að líta til beggja hliða og fara ekki út á götu fyrr en það væri óhætt. Núna þegar skólarnir eru að byrja ættu foreldrar að fara yfir þessi mál með ungunum sínum.
Góðar stundir!
Halldóra.
![]() |
Starfsfólki brugðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2010 | 10:00
Einn gamall og góður.
Góðan dag!
Ef fund þú girnist frelsarans
og finnst þér ei þú ná til hans.
Send heita bæn þér brjósti frá.
Hún brátt mun Jesú fundi ná.
Ef óskar þú að opnist dyr
Guðs eilífs ríkis jör sem fyr
Send bæn að knyja öflugt á
og upp mun lokið verða þá.
Ef Drottins þyrstir þig í náð
haf þá hið sama góða ráð
Lát bæn þér lind fram leiða þá
og lífsins vatn af hellu slá.
Danskur sálmur- Valdimar Briem.
Kæri vinur,hvernig sem allt er í dag hjá þér,komdu til Jesú með öll þín mál.Og Drottinn heyrir bæna ákall þitt.Hann kemur með sinn frið til þín sem er æðri öllum skylningi.Misstu ekki af því!
Guð blessi þig!
Kveðjur úr Garðabæ
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2010 | 11:11
Það þarf að bryna kirkjuna
Góðan dag!
Við vitum öll,sem lesum Guðs orð að Drottinn Guð þolir ekki synd,en þrátt fyrir hhjálpræðið sem Guð gerði með krossdauða Jesú heldur syndin áfram.Það er vegna þess að óvinurinn satan æðir um eins og öskrandi ljónleitandi að þeim sem hann getur fellt.Og víst er það að margir hafa fallið til fóta þeim óvin.
Og syndin er lævís og lipur og treður sér inn í kirkjurnar, og það þekkjum við að hinum illa er ekkert heilagt.En Drottinn þolir ekki mengaða kirkju,hún á að vera sem brúður hrein og flekklaus.Mitt í þessum ömurlegu aðstæðum sem kirkjan er að kljást við um þessar mundir er kanski gott að þetta kom upp,þessi mál sem og mörg önnur þurfa að vera á hreinu.En ég þoli það ekki þegar fólk er með skítkast hvert á annað, og alls ekki í hinum kristna heimi.Ég fæ illt í hjartað þegar kristið fólk talat illa um hvert annað.Slíkt á aldrei rétt á sér.Mér finnst ég skilja afstöðu séra Geirs,hann vill vera trúr sínu embætti, og mér finnst við verða að skilja að hann vill vera trúr þeirri köllun sem hann var kallaður til.Hins vegar er bara gott að hann og fleiri góðir guðsmenn fá það á hreint núna að það eru mörk.
Ég er á því að það hafi verið gott að fá þetta upp núna til þess að brýna okkur öll sem störfum í guðs ríkinu að við verðum sjálf að helgast meir og meir, og að Drottinn vill hreina ómengaða kirkju,þar sem hann fyrir heilagan anda getur útellt yfir okkur sinni blessun. Ég gæti notað Biblíuvers til að vitna í varðandi þetta,en ég vil bara koma einföldum skilaboðum til okkar sem störfum í ríki hans,við eigum að vera góð fyrirmyn í orði, í verkum og hegðun.
Kærleikurinn fellur adrei úr gildi!
Guð blessi ykkur öll !
Halldóra.
![]() |
Nú þarf Geir Waage að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2010 | 15:33
Hugleiðingar um rétt og rangt.
Komið þið blessuð og sæl!
Þetta líf er ekki alltaf einfalt,en ef við höfum Drottinn Guð með í för og förum eftir hinum kristnu gildum og tökum boðskap Biblíunnar,er allt miklu betra.Biblían er leiðsögubók fyrir okkur öll.Hér er texti úr heilagri ritningu sem gott er að fara eftir undir öllum kringumstæðum lísins.
Að endingu systkin,allt sem er satt,allt sem er göfugt,rétt og hreint,allt sem er elskuvert og gott afspurnar,hvað sem er dygð og hvað sem er lofsvert,hugfestið það. Fil. 4:8.
Skora á okkur öll að hafa þessi vers í huga í öllum ákvörðunum lífs okkar.Og við skulum ekki gera neitt sem dyrð Drottins Guðs getur ekki skynið á!
Drottinn blessi þig,íslensku þjóðina og ég bið að hin kristnu gildi verði viðhöfð okkar á meðal.
Kærar kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2010 | 21:35
Ein af gömlu perlunum.
Heil og sæl gott fólk!
Hér er fallegur sálmur sem ég raula stundum,en hefur mikinn boðskap.
Leið mig eftir lífsins vegi,
Ljúfi Jesú heim til þín.
Gæfubraut að ganga ég megi
Grýtt þó virðist leiðin mín.
Þolinmæði í þraut mér kenndu
þá má koma hvað sem vill.
Helgan anda af himni sendu.
Hjartað krafti þínum fyll.
Kór: Leið mig heimer hverfur jörðin,
Himinsælu gefðu mér,
þar sem frelsuð hólpin hjörðin
helga lofgjörð flytur þér.
Drottinn Jesú þér ég þakka.
Þú mig hreyfst af villubraut.
Lífsins gafst mér lind að smakka.
Leiddir mig í föðurskaut.
Mig sem áður hiklaust hafði
Hrint þér burt og svívirt þig.
En þín náð mig örmum vafði
Auman týndan fannstu mig.
Norskur sálmur-Magnús Guðmundsson þýdd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2010 | 19:56
Engin Spaugstofa??
Sæl verið þið öll!
Mér hefur fundist ekki veita af einni Spaugstofu einu sinni í viku.Hef verið trúfastur aðdándi þeirra félaga frá byrjun.Hér á bæ voru margir þættir teknir upp fyrstu árin. Og ég á mér uppáhalds hláturs spretti.Það má kanski ekki segja frá því að fjármálaráðherrann sem var á fyrstu árum þeirra félaga, fékk ansi oft spreng hlægilega meðferð hjá þeim.Og en þann dag í dag fæ ég bros vípring í munnvikin að hugsa um það!Svo urðu þeir bara góðir heimilis vinir.En það er ekki hægt að segja um alla aðra.Manni var farið að þykja vænt um persónurnar,sem hafa ennst áratugina tvo eins og gerist í góðu hjónabandi. En Siggi sagði í sjónvarpinu í kvöld að þeir kæmu aftur, og aðdáandinn sem situr við tölvuna núna mun sitja við skjáinn þá!
Svo er hér heilræði sem klikkar ekki ,Brosið og verið jákvæð!
Góðar stundir!
Halldóra.
![]() |
Engin Spaugstofa í vetur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2010 | 22:12
Alvarlegar hugsanir.
Komið þið heil og sæl!
Hér á eftir fara nokkrar alvarlegar hugsanir,sem er jafnan gott fyrir okkur öll að hugsa aðeins um.En það var á dögunum að ég mætti konu á förnum vegi.Og samtalið sem við áttum pirraði mig óskaplega.Hún notaði þessar örfáu mínútur sem við ræddum saman til að tala illa um annað fólk.Ég reyndi margsinnis að stoppa hana,en það gekk ekki ,hún hélt bara áfram.Ég reyndi að segja aumingjans fólkinu eitt og annað til varnar en þá kom hún bara með aðra sögu um þetta fólk.Fólkið sem hún talaði svona illa um er að mínu viti mjög vandað og má ekki sitt vamm vita.Þá gekk ég í burtu en hún kallaði þá aftur á mig og hélt áfram.Loks ins komst ég þó í burtu. Svona lagað líkar mér mjög illa og ég þoli ekki að fólk sé að tala illa um aðra.Sem kristið fólk er það rangt að tala illa um aðra. Og Biblían segir okkur að úr sama brunni getur ekki komið heilnæmt og súrt vatn.Kristinn maður þarf að vanda mál sitt.Það skal tekið fram að umrædd kona er ekki úr kristna geiranum.Við erum fulltrúar Drottins Guðs þar sem við förum og við ættum að muna að við erum erindrekar hans. Þessvegna kæru vinir verum meðvituð um orð okkar.Við höfum ekki leyfi til að tala illa um aðra. Segi þessa sögu hér til að minna okkur á. Við þurfum kvatningu til góðra verka og uppbyggjandi orða.Verum vitur gott fólk og blessum og uppörfum með orðum okkar.
Guð veri með ykkur!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2010 | 16:22
Elsta kona Tokyo týnd.
Sælt veri fólkið!
Þessi frétt fékk mig reyndar til að hlæja,en það er nú ekkert fyndið að enginn skuli vita um manneskju síðustu þrjátíu ár.Ekki einu sinni dóttirin vissi um gömlu móður sína.Við Íslendingar eigum gott að vera ekki milljóna þjóð.Þó að það komi fyrir að fólk hafi fundist látið heima hjá sér hér á landi,þá er það varla áratugum saman.Kínverjar verða sennilega að fara betur yfir sín mál.Þeir eru kannski ekki með hagstofu sem heldur utan um svona lagað,og kannski heldur ekkert létt að vera með þannig apparat.
Æ þetta er bara of döpur frétt til að vera að tjá sig eitthvað mikið um hana.Eitt er víst að ef við leggjum okkur í Guðs hendur vakir hann alltaf yfir okkur.Það er bara betra að hafa Guð með sér.
Góðar stundir.
Halldóra.
![]() |
Elsta konan í Tokyo týnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar