27.9.2009 | 21:26
Bananabrauð
KOmið þið sæl!
Í dag hefur verið nokkuð kalt í veðri, og við finnum að vetur konungur er ekki langt unda. Á slíkum dögum er tilvalið að baka brauð handa heimilisfólkinu og gera heitt kakó. Það setur hlyju í skrokkinn!
Þessvegna ætla ég að gefa ykkur uppskrift af bananabrauði.
2. egg
2. bollar hveiti
1/2 bolli mjólk
2-3 bananar,(ég nota venjulega 1 stórann)
1. tesk natron
Blandað saman með sleif
og bakað á 180 gráðum í
eina klukkustund.
Ef þið eruð ekki hrifin af bananabrauði þá er tilvalið að skera niður epli og appelsínur og
gefa heimilisfólkinu, og það er ábyggilegt að ávextirnir verða ekki lengi á disknum.
Svo er um að gera að sgja eitthvað fallegt við hvert annað, og gleymum ekki börnunum,þau þurfa að heyra eitthvað fallegt og gott. Að lokum njótið heita kakósins og bananabrauðsins.
Gangi ykkur vel.
Halldóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.9.2009 | 19:19
Davíð og Haraldur ritstjórar moggans.
Sæl öll !
En einu sinn skekur Davíð Oddsson íslenskt samfélag. Og það má með sanni segja að hann er umdeildur.Setti skjá einn á hliðin eftir að hafa setið þar fyrir svörum.Furðulegt að enginn nefnir Harald.
Það er ekki sami stormur kring um hann. En það hvað mörgum var sagt upp er sorglegt, og ég bið þeim blessunar og góðs gengis.Svo eru nokkrir sem ætla að segja blaðinu upp,mér finnst það nú vera óþarfi svona áður en við fáum að sjá hvernig blaðið verður.Merkilegt hvað mér finnst Morgunblaðs höllin vera á asnalegum stað.Ég kunni nú best við að hafa höllina í Austurstræti. En ég hef nú ekkert með það að gera. Eina sem ég get gert er að óska þessum nyju ritstjórum góðs gengis í starfi.
Að endingu Guð blessi þig!
Kveðja Halldóra.
![]() |
Davíð og Haraldur ritstjórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2009 | 13:53
Til gamans.
Komið þið sæl!
Í dag ætla ég að setja inn drauminn sem mig dreymdi í nótt. Mér fannst ég standa við stóru brúna sem er nálægt háskólanum. Og horfi yfir tjörnina,umhverfið var öðruvísi allt einhvernvegin minna en það er.Þá sé ég að það er kominn stór upplyst súla á brúnna yfir tjörnina og hún náði frá jörðu upp til himins.Og það var margt fólk kring um þessa súlu en enginn vissi til hvers hún var.En við nánari skoðun kom í ljós að það var sígi utan á henni,svo að hægt væri að fara alla leið upp í himininn,en það virtist enginn fatta það.Svo fannst mér koma hópur fólks sem vissi hvernig ætti að komast upp, og um leið og þetta fólk fór að tala við fólkið sem var þarna fyrir kviknað ljós í Dómkirkjunni,hún var algjörlega uppljómuð svo sá ég að það kviknuðu öll ljós í Fríkirkjunni við tjörnina og svo sá ég hvernig ljósin í öllum kirkjunum á Reykjavíkursvæðinu kviknuðu, og ég sá allann sjóndeildarhringinn hvernig ljósin kviknuðu í kirkjunum, og Íslenska Kristskirkjan í Grafarvogi ljómaði líka skært og það sérkennilega gerðist var að hún opnaðist í báða enda og fólk streymdi inn.Síðan sá ég hvernig allar hinar kirjurnar fylltust af fólki, sem kom inn úr myrkrinu í ljósið og hlyjuna. Og mér fannst ég lyta í kringum mig þarna niður í bæ og ég hugsaði ,það eru ábyggilega margir að biðja fyrir öllu þessu fólki og þetta er bænasvar sem ég er vitni af.Og mér leið svo vel og var svo glöð yfir þessu.
Til gamans set ég þetta inn,eins og stundum áður,en það sem skiptir öllu máli í lífinu er að þekkja Drottinn Jesú Krist.
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2009 | 14:13
Hræddur við kyrnar.
Sæl verið þið!
Mér fannst gaman að þessari frétt,þó ég viti að það hafi ekki verið gaman hjá þessum vesalings manni.En hann kunni ekki til verka, og fór út í Thamesána til að verja sig.Ég veit að kyr eru mestu meinlætis grey,allavega hér upp á Íslandinu góða.En ég veit líka það að þær hafa skap margar hverjar.Það segir nú samt margt um blessaðar beljurnar að börn hafa iðulega verðið gerðir að kúarekrorum! En þessar útlensku beljur eru kannski öðruvísi.
En þetta endaði nú vel hjá þessum manni sem var bara úti að ganga með hundinn sinn,hann hitti á lögreglu sem hefur örugglega verið kúarektor einhverntíma og leiðbeindi þessum manni í þessum sérkennilegu kringumstæðum,annars hefði karl greyið orðið að vera í ánni,fram að mjaltartíma þegar þær hefðu þurft að komast í mjaltarþjóninn.
Ég þekki bónda sem þekkir kyrnar sínar svo vel að hann gat sagt manni hvernig hún brygðist við í mjöltum.Meðan aðrar gengu fumlaust að mjaltarþjóninum En það gerðist í fjósinu hér uppá Íslandi,þessi maður var hins vegar úti að ganga. Óska honum góðrar ferðar næst.
Guð gefi ykkur góðan dag.
Halldóra.
![]() |
Stökk út í á til að forðast kýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2009 | 13:39
Hraðlest ók yfir sofandi pilt
Heil og sæl!
Um leið og þessi frétt e sorgleg,vegna ástands piltsins,þá er hún pínu fyndin.En þvílík vern sem var yfir honum og ekki síður yfir lestarstjóranum sem reyndi að stoppa lestina svo ekki færi illa.En það munaði bara hársbreidd! En hann svaf bara á sínu græna eyra, og fattaði ekkert.Og þegar verðir laganna komu var hann bara pirraður á því að þeir skyldu vera að vekja hann.
Hvað segir þetta okkur?
Að vín breytir fólki í svín.
Kær kveðja
Halldóra.
![]() |
Hraðlest ók yfir sofandi pilt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2009 | 19:43
Engin jákvæð frétt í dag.
Marg blessuð gott fólk!
Það er ekki ein jákvæð frétt í dag.Allar neikvæðar,og sumar afar sorglegar.En svona eru fréttir,það er allt uppi á borðinu í dag.Það er samt ein jákvæð frétt sem ég get fært ykkur kæru þið sem lesið þett, og það er að ég fór í göngutúr í morgun í roki og rigningu,og í ullarpeysu með trefil og hanska.En þá hefði ég viljað hafa rúðuþurrkur á gleraugunum.Það hefði verið snilld. En hvað er svona jákvætt við það að ein kona íGarðabæ fór út að ganga? Jú það hressir hugann og hreinsar lungun og svo er það dásamleg hreyfing sem maður fær Ég er nefnilega mikð fyrir að ganga,en hef ekki gert mikið að því að ganga á fjöll. Svo gerði ég líka margt skemtilegt í dag,bakaði, og söng falleg lög meðan ég braut saman þvottinn. Svo er ég að gera ymislegt sem er mikil áskorun fyrir mig persónulega,en í bili segi ég ekki frá því. Helst væri ég til í að fara í sparifötin og fara á söng samkomu,þar sem allir tækju undir.Það hressir sálin.Vona að ég sé ekki ein um það.Svo er líka gott að brosa! Já lífið getuir verið svo ágætt, en við heyrum kanski minnst af því. Ef þið sáuð Ísland í dag,þá var hann Gunnar sonur minn að gefa stöðinni leyfi til að fylgjast með megrunar átaki sem hann hefur verið í um nokkurn tíma,og hann hefur lést um rúm tuttugu kíló.Það er jákvætt!
Gerðist eitthvað jákvætt hjá þér í dag? Segðu okkur söguna af því hér í kommentin og söfnum jákvæðum sögum af okkur sjálfum.Þau þurfa ekki endilega að vera svo merkileg,en við Íslendingar erum sagnaþjóð, og getum það vel. Vertu endilega með,ég er spennt að heyra þína sögu.
Kærar þakkir
Halldóra .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2009 | 21:52
Dúfan fljótari en tölvupóstur.
Sælt veri fólki!
Mér finnst þetta falleg saga af litlu dyri sem vann sitt verk með sóma.Tölvur eru frábærar og tölvupóstur hefur sparað okkur mikinn tíma.Samt eru tölvur ekki fullkomnar,en þær geta líka gert okkur grikk með því að frjósa og hrynja og hvað þetta allt saman heitir.Ég er bara byrjandi kann minna en lágmarks kunnáttu,en kann þó að blogga. Veit ekki alveg hvernig veröldin væri ef við þyrftum oöll að hafa þennann háttinn á, að nota bréf dúfur.Það væri líka voðalega erfitt hér á landinu kalda. Nema að þær geti haldið á sér hita í öllum veðrum? Dúfurnar hafa sennilega í sér dulinn les skylning.Og lesa utan á umslögin,eða hvað? Þetta er okkur hulið. En Guð hannaði þessa litlu fugla öðruvísi en börnin sem hamast við að verða læs í skólanum. Nei,bara svona að velta þessufyrir mér:) En dúfurnar fæðast með les skylning,sem kemur sér vel,þegar þær eru að bera út póst.Að öllu gamni slepptu þá eru dúfur mjög viðkvæm dyr.Og hafa lítið hjarta.Þær vilja helst ekki vera þar sem læti og ónæði er,halda sig oft á þökum og láta lítið fyrir sér fara.Guð faðir notaði líkinguna um dúfuna sem tákn um heilagan anda.Ég held að það sé vegna þess að heilagur andi er viðkvæmur og þoli ekki neitt rangt,en hann vill vera þar sem hann er velkominn og þráir að blása andlegu lífi í alla sem þrá meira af Guði.En heilagur andi er eins og dúfan mjög hljóðlátur,en vinnur sitt verk þegar honum er hleypt að.Heilagur andi Guðs er til staðar fyrir alla sem hungrar og þyrstir eftir meiru af Guði. Heilagur andi var sendur til okkar frá Guði,líka til þín.
Kærar kveðjur úr Garðabæ
Halldóra.
![]() |
Dúfan var fljótari en tölvupósturinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2009 | 16:50
Greiddi 75 millur fyrir hund.
Góðan dag!
Það er ekki öll vitleysan eins,þó hún sé svipuð!
En samt. SEnnilega hefur þessi hundur verið allra þessara aura virði?
En drottningarstælarnir voru ekki búnir,hún vildi 30 glæsibifreiðar til að taka fagnandi á móti sér og hvutta. Já þannig er nú það. Hef í gegnum tíðina heyrt eitt og annað um furðulegar uppákomur í svipuðum dúr.Og sagt ekta amrískt.En þessi er kínversk. Það getur verið að henni líði ekki nóug vel í landinu sínu og hafi þurft þess vegna góðan og dyran sálu félaga. Annrs er ég hætt að skilja þetta allt með alla þessa peninga sem fólk á.Og það er talaðum milljónir og milljarða eins og ekki neitt. Svo hef ég og flestir aðrir hugsað sig tvisvar um í hvert skipti sem maður hefur keypt eitthvað. T.d vantar mig úlpu fyrir veturinn,og ég þarf bara að bíða og sjá hvort það gangi upp.Þetta er dæmi sem ég veit að vel flestir hér á landi gera líka.Svo sem ekkert merkilegt,en samt! Þessi hugsun að fara vel með og að vera nægjusamur hefur ekki verið í tísku síðustu ár.Byst ekki við að fólk hér á landi eyði jafn miklum pening í hund eins og þessi sem um getur í þessari frétt.En hundar eru dyrir,það veit ég vel.Meira að segja kom fólk í heimsókn til okkar í sumar sem áttu og eiga hunda sem slaga í milljónina.Og eru því verðlauna hundar-nema hvað. Mér finnst samt aðal atriðið að þeir séu vel upp aldir ogséu þannig að manni standi ekki stuggur af þeim.
Við hér á Íslandi fáum fréttir nær daglega af allskonar furðulegri spillingu varðandi peninga heiminn,og erum orðin lang þreytt á því öllu saman.Konu greyjið átti örugglega fyrir þessari kjánalegu uppákomu,ég efa að ekki.En fréttin er samt um fólk sem hugsar ekki um að spara.Hún hefði kanski getað fengið ódyrari og betri hund. Hver veit.
Hef farið hér um víðan völl,en þakka lesturinn.
Guð friðarins sé með þér!
Halldóra.
![]() |
Greiddi 75 milljónir fyrir hund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2009 | 16:11
Svona gerum við ekki.
Góðan dag gott fólk!
Það var á dögunum að á vegi mínum varð kona,sem staldraði aðeins við þar sem ég var stödd.með það sama fór hún að setja út á mig.Og segja ert þú að gera þetta,þú getur það ekki.Og hún hélt áfram að setja út á mig.Það skal tekið fram að ég þekki hana ekki neitt,veit reyndar hvar hún byr,annað ekki.Það var ekki eins og ég hefði yrt á han.Hún kom bara aðvífandi og byrjaði að setja út á mig.Ég neita því ekki að mér fannst þetta lítil mannlegt af henni.Og þar að auki þekkti hún ekkert til mín og minna starfa. Ég er nú bara þannig gerð að ef einhver synir mér ókurteisi eða talar niður til mín þá læt ég mig hverfa.Það er ekki svo að skilja að þetta sé daglegt brauð,öðru nær.Lang flest það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hefur blessast mikið og vel.En þessi aumingjans kona sem kom til að setja út á mig og mín störf,fannst mér gera sig að minni manni. Ég hef alltaf reynt að vera uppörfandi og kvetjandi við aðra,og finnst dónalegt þegar fólk niðurlægir aðra.Mig langaði bara að segja ykkur frá því að við eigum ekki að brjóta aðra niður,heldur syna öðrum kurteisi og hlyju.Við vitum aldrei hvað með öðrum byr,og eigum því að umgangast aðra með virðingu og kurteisi. Flest allt fólk veit þetta mæta vel,en kanski er þetta góð áminning til okkar.Verum þau sem strá í kringum sig kærleika og hlyju.
Þetta eru hugsanir mínar í dag.
Gangi ykkur vel að gera öðrum gott.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2009 | 22:15
Þetta ættu þeir að lesa sem hafa völd.
Komið þið sæl!
Sagan segir frá konungi sem ríkti í Samaríu í sautján ár. Hann var ekkert sérstaklega góður við þegnana og gerði það sem illt var.Og þjóðin lenti í mikilli ánauð og þeir voru kúgaði af annari þjóð.
Og þar sem konungur sá enga leið út úr vandanum,braut hann odd af oflæti sínu, og bað Guð himinsins um hjálp.Og Drottinn sendi þessari þjóð hjálparmann sem losaði þá undan allri kúguninni.Og þjóðinni var borgið og landsmenn þurftu ekki að yfirgefa eignir sínar,þau gátu afram búið í sínum eigin húsum.
Af þessari stuttu sögu um konunginn Jóahas Jehússon getum við lært það að bænin til Drottins Guðs himinsins,getur breytt veraldarsögunni. Ef við aðeins notum bænina . Og það er áskorun mín til þeirra sem hafa einhver völd gagnvart Íslensku þjóðinni Biðjið Guð um hjálp og leiðsögn!
Þessi konungur var ekkert sérstaklega réttlátur,hann var meira að segja vondur maður,en Guð heyrði ákall hans.
Guð blessi þig!
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 79754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar