Bjargráðasjóður bjargar.

Sæl þið öll!

Það eru annars merkilegir tímar sem við lifum á.Fyrir hartnær tíu árum var Suðurlands skjálftinn,

og nú þessar miklu hamfarir.Við  sem búum annarsstaðar á landinu,horfum á úr fjarska.Dáumst jafnvel að dugnaði þeirra sem þarna búa, og það má alveg gera það,því þau haf staðið sig vel.En þetta eru nú þannig hlutir að það verður ekkert eins og það var. Og það er gott til þess að vita að þau fá einhverskonar hjálp,því undan slíku fær enginn einn bóndi staðist.Og örugglega ekki á kreppu tímum. En með þessu bloggi vil ég kvetja okkur öll til þess að biðja fyrir þeim  og bera þau uppi í bæn, og senda þeim hlyjar hugsanir.Það reynir nefnilega á svo marga hluti að vera í þessari stöðu.Ekki bara fjármálin og búpeningurinn og landið sem er illa farið,það er fólkið sjálft,heilsa þess til líkama og sálar og anda.Biðjum að þau kikni ekki undan þessum kringumstæðum. Ég veit af eigin reynslu hver máttur bænarinnar er mikill, og ég bið ykkur að toga í bæna strnginn með með mér fyrir þeim öllum !

Biðjið og yður mun gefast,segir í hinni helgu bók.

 Já vinir! Stöndum þannig bænavörð öll sem eitt.

       Verið Guði falin.

                        Halldóra.


mbl.is Bjargráðasjóður bjargar bændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudags hugleiðing.

Blessuð og sæl gott fólk!

Í dag er fallegur vor dagur.Og í dag getum við notið fegurðar hans á ymsan hátt,t. d. farið út  að ganga eða gert eitthvað annað skemtilegt. Sjálf fer ég stöku sinnum út úr bænum til þess að anda í mig  sveita loftinu og njóta fuglasöngsins sem bætir andlegt ástand okkar. Svo er gróðurinn að minna á sig. Og ekki er það nú slæmt!  Já það er margs að njóta!  Eitt það besta sem við getum gert á sunnudögum er að fara í kirkju.Það geri ég,alla sunnudaga.Ég veit ekkert betra en fara í Guðs hús og hlýða á uppbyggilegan boðskap.Oft fer ég tvisvar í kirkju sama ,að morgni og kvöldi. Já samfélagið við Guð hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er. Og mér finnst gott að vera meðal hinna trúuðu. Það er gefandi að sjá hvað Guð hefur gert fyrir fólk.Guð vill líka blessa þig og vera með þér. Mig langar til að segja ykkur frá því að það verður samkoma í Íslensku Krists kirkjunni Fossaleini 14  kl.20 í kvöld.

Ég ætla að mæta, og ég bíð þér  að koma og eiga notalega stund í húsi Guðs í kvöld með okkur.

Hvað er betra en að byrja vikuna á að byggja sig upp í Guði?

Svo bið ég Drottinn að vera með þér  í Jesú nafni.

 

                           Kær kveðja

                                 Halldóra.


Léttur og góður matur.

Komið þið sæl!

Hér er réttur grænmetisréttur sem ég bý stundum til,sem er unaðslega góður.

Mig langar til að gefa ykkur hann svo þið getið notið hans með mér.

1 poki ferskt spínat

3 egg

1 laukur

1 askja niðurskornir sveppir

1 dós syrður rjómi

rifinn ostur

salt og pipar.

Aðferð:

Setjið spínatið í pott og látið sjóða,

skerið laukinn niður í litla bit.

Þeytið eggin með pískara blandið rjómanum 

við.Kryddið með salti og pipar.

Kælið spínatið  við  kreistið vatnið úr því

og skerið niður .Blandið saman við

eggin og hellið lauknum og sveppunum í .

Setjið í smurt eldfast mót og rifinn ost yfir.

Bakað við 200 gráður  þar til osturinn er ljós

brúnn.

Ég sleppi rjómanum, og það kemur líka mjög vel út.

Gott með pasta,eða snittubrauði,jafnvel spældu eggi.

Njótið matarins! 

      Verði ykkur að góðu!

Munið orð Biblíunnar : Glatt hjarta gerir andlitið hyrlegt!

 

                         Kveðjur úr eldhúsinu

                           Halldóra.

 


Skýrslan komin.

Góðan dag!

Þá er hún loksins komin fyrir augu almennings skyrslan sem beðið hefur verið eftir.

Mér finnst eins og fjölmiðlar hafi boðað það að í dag 12 apríl ættum við að vera reið.Nú sé tækifærið.

Mér byður við svona boðskap.Við eigum ekkert að vera reið,því reiðin gerir okkur ekkert gott.Veit þó vel að margir ráða ekki við sig, og hafa verið reiðir og verða en reiðari.

Ég vil bara segja,ef við höfum lagt líf okkar í Guðs hendur mun hann hjálpa okkur, og vera alltaf með okkur! Hann mun ekki bregðast. Við verðum bara að treysta og trúa á Drottinn.Biblían segir Verið ekki  áhyggjufull um líf yðar.Því Drottinn mun vera með okkur.

Allavega góðu vinir: Þetta er góður dagur, og Guð mun aldrei bregðast okkur,en við verðum að biðja hann að vera með okkur. Ég hef lagt mitt líf í Drottins hendur og ég veit að hann mun ekki bregðast mér.

                   Góður og yndislegur dagur!

                           Guð veri með þér!

                                                   Halldóra.


mbl.is Tólf gerðu athugasemdir við skýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smávegis um lúpínuna.

Marg blessuð og sæl,gott fólk!

Í gangi hafa verið umræður um að hefta útbreiðslu lúpínunnar.Það fór ymislegt í gegnum kollinn á mér við þá  frétt. Í fullum bloma er þetta falleg jurt ekki vantar það, og sjá heilu breiðurnar  í fallegu veðri,geerir mann að aðdánnda,eða hvað?

Við hjónin fengum gefins lúpínur fyrir mörgum árum til að gróðursetja í sumarbústaða landið okkar.Og gjöfinni fylgdi að þetta væri svona blóm sem bætir jarðveginn og gerir mikið gagn.Mér fannst þetta nú fullmikið ætlast til af þessu blómi.Svo var bætt við,þegar það hefur gert þetta frábæra gagn drepst það.Hver vill ekki eiga slíka plöntu í sínum garði,sem vinnur verkin fyrir mann? Okkur fannst ágætt að hafa nokkur svona blóm,settum þau reyndar til hliðar svona íöryggisskyni,ef hún breyddi mikið úr sér.Og þarna hefur lúpínan verið í fjöldamörg ár,og breytt úr sér.Ég hef samviskusamlega tekið fræin af en allt komið fyrir ekki.Þrautalendingin var að fjærlægja  þær ú beðinu sem var orðið allt of stórt.Þær voru teknar upp með rót og fleygi út í móa með ræturnar upp.Já, ræturnar upp.Héldum að nú værum við laus við þær.En næsta sumar komu þær bara upp hinum megin á torfunni.Og blómstruð svona líka! Við höfðum nú eiginlega meira gaman að þessu en ekki. Þetta synir okkur hvað þessi jurt er sterk.Og ég held að það verði erfitt að uppræta hana með öllu.Allavega þar sem garðar liggja saman ,ef fólk er með lúpínu.En hún er víst ekki alvond þessi jurt,einhverjir hafa gert úr henni lúpínusafa til heilsubótar. Það er nú bara aldeilis ágætt,en ég er á því að best sé að halda henni í skefjum.Svo er hin hliðin á þessu öllu og það er hvað lífs löngunin er sterk í þessu blómi.Með öllum ráðum ryður hún sér leið til að lifa.Mér þykir líka mjög vænt um lífið og  þakka Guði fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Mér þykir ákaflega gaman að dúlla mér í garðinum

en það verður líka að vera pláss fyrir önnur blóm.

                Friður sé með þér!

                                                     Halldóra.


Ægir leigður út.

Komið þið sæl!

Það er bara ein spurning gengur það að senda varðskip og þyrlu úr landi?

Sem leikmaður hélt ég að það væri þörf á þessum öryggistækjum hér við land.

En ekki stjórna ég það er ábyggilegt,en ég hélt bara að þetta væru öryggistæki 

sem verða að vera hér.

           Meira síðar.

                         Góðar stundir!

                                        Halldóra.


mbl.is Ægir í verkefni við Senegal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk gengur á dúandi hrauninu.

Sælt veri fólkið!

Er það ekki merkilegt hvað maðurinn hefur mikla tilhneigingu til að gera það sem honum er ekki til góðs.Brjóta reglur og fara sína eigin leið? Þannig hefur þetta alla tíð verið, og það frá öndverðu.Drottinn Guð gaf okkur boðorðin 10, og það er nú með þau eins og viðvararnir lögregu og björgunar liðs að þau eru endalaust brotin. Samtvoru þau sett til þess að við sköðuðum okkur ekki!

Þannig er syndin lævís og  lipur og fær fólk til þess að vera óhlyðin.Maður nokkur sem fór á Fimmvörðuháls á dögunum var yfir sig gáttaður á að sjá fólk á gallabuxum í sléttbotna skóm með lítinn bakpoka leggja af stað  til þess að sjá gosið. Þannig er það með okkur öll við höfum tilhneigingu til að  gera það sem er ekki gott fyrir okkur sjálf.

Jesús sagði Ég er vegurinn,sannleikurinn og lífið. En það er eins með það og viðvaranir lögregluunar,fólk fer sínar eigin leiðir, jafnvel þó það sé hættulegt.Kæru vinir kvet ykkur til þess að fara veginn sem liggur til lífsins með Jesú,svo að það fari ekki illa fyrir okkur.

   Guð blessi ykkur og varðveiti.

 

                           Halldóra.


mbl.is Fólk gengur á dúandi hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gosið er blessun fyrir landið.

KOmið þið sæl!

Gosið hefur bara verið heilmikil liftistöng fyrir litlu eyjuna okkar Ísland.Og gosið laðað að sér útlendinga sem og íslendinga.Sjálf fer ég bara inná Mílu og skoða  herlegheitin þaðan.Fór reyndar austur fyrir fjall á dögunum og var stödd á Eyrabakkaveginum og sá þaðan gos strókinn.Ég mun ekki fara á svæðið.En óska þeim sem faragæfu og gengis.En núna er ekki sama blíðan þar eins og hér  í Garðabænum þessa stundina.Svona er það líka,veður hegðar sér eins og kötturinn sem fer sínar eigin leiðir.Ogfólk ætti að fara eftir varnaðarorðum björgunarsveita,um að leggja ekki  út í veðrið.Enda ekkert gaman að geta ekki notið fegurðar gossins í vitlausu veðri.En hafið þið veitt því eftirtekt hvað gosið hefur glatt okkur öll? Við vorum orðin svo þreitt á þjóðmála umræðunni, og þurftum smá glaðning.Ég er viss um að Drottinn Guð vildi gleðja okkur, sem þjóð, og líka gefa okkur fagra mynd af landinu út á við. Og það hefur gerst,fólk kemur til landsins til að njóta með okkur. Svo tekst örugglega að borga dyru þyrluna ef þessum útsynis flugum heldur áfram. Já það er svo margt gott að gerast! En á meðan á þessu öllu stendur eru ráðherrarnir okkar og þingheimur að glýma við þjóðmálin. Við ættum að sameinast um að biðja fyrir þeim og standa þannig vörð með þeim fyrir efnahag okkar. Ég trúi því að fleira gott komi og verði þjóðinni til heilla. En virðum aðvaranir björgunarsveita og önum ekki út í óveðrið.Það styttir fljótlega upp!

  Lofum Guð fyrir þennann dag!   Lofum hann fyrir að Kristur er upprisinn og að hann lifir!

                           Kærar kveðjur.

                                        Halldóra.


mbl.is Óveður á gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúin á Guð.

Komið þið sæl!

Þessi frétt er sláandi,en ég hef alltaf heyrt að norðmenn væru vel kristnir.Þeirra saga er líka sú að þeir áttu mikinn guðs mann Hans Kristjan Hauge  sem var mikill predikari og fór um landið.Örugglega hafa fleiri verið sem fóru þannig erinda Krists.Man bara ekki í augnablikinu eftir fleirum.En það er vitað að  önnur trúarbrögð eru  að hasla sér völl  um allann heim. Ætla ekki að fara út í að tyna upp hver þau eru,en þau eru mörg hver mjög öflug.En það eru til fyrirheit um það að orð Guðs muni aldrei lýða undir lok.En það er baraátta um sálirnar,enda bara tvennt í boði  hinn breiði vegur sem endar í glötun og þröngi vegurinn til Krists. Guð er ekki guð einhverra landamæra,hann er Konungur Konunganna og  það getur alveg orðið breyting á þessu ástandi hjá vinum okkar norðmönnum.Og ég skora á þá að taka saman höndum og biðja markvisst fyrir þessu,þó ég viti að eflaust biðja margir þar ytra, og standa trúfasta bænavakt. Ríki Guðs þarf á biðjandi fólki að halda sem stendur bænavaktina af trúmennsku.Nú er pákadagur á morgun,þar sem við minnumst þess sem Kristur gekk í gegnum.Hann dó á krossi fyrir þig! Það er ekki bara fyrir gamalt fólk að trúa,það er fyrir okkur öll.Að hafa Drottinn með sér á göngu lífsins er það besta. Ég bið Drottinn að blessa norsku þjóðina, og óska þess að  þessar prósentutölur breytist von bráðar hjá þeim.


mbl.is Sífellt færri trúa á guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisborgararétturinn.

Sæl öll!

Þessi frétt minnti mig á mjög margt,sem skiptir máli í lífinu.Við viljum öll vera hluti af einhverju góðu samfélagi. Viðsem erum hér fædd erum íslendingar ogerum hér með ríkisborgara rétt.Svo eru alltaf einhverjir sem vilja koma og fá ríkisborgara rétt hér.Ástæðurnar geta verið ymsar,en kanski oftast þær að viðkomandi hefur kynnst íslenskum maka og þau vilja búa hér.Þá eignast  erlendi makinn  hlutdeild í  öllu því sama og við hin,eins og læknisþjónustu ofl.Og börnin ganga í skóla hér eðlilega.

En það er til annað ríki sem ekki er af þessum heimi,en það skiptirsamt svo miklu máli að vera ríkisborgari í því ríki,svo við glötumst ekki.Þetta er ríki himinsins,himnaríki.Þar er Drottinn Jesús Kristur sem veitir aðgang að því. En það er eitt svolítið merkilegt og það er að við þurfum að fá vegabréf inn í það ríki hér og nú í þessum heimi.Þurfum að velja að ganga með Drottni, og vilja eignast eilíft líf með Jesú. Og það er hægt með því að biðja hann að koma inn í líf sitt til  að verða leiðtogi lífs okkar. Ég skora á alla að koma til Jesú og verða fullvissir um ríkisborgararétt sinn í himninum. Og það sem við hljótum hér og nú er fullvissan um eilíft líf sem skiptir öllu máli og sú fullvissa að Drottinn er með okkur í þessu lífi.Hjálpar okkur og gefur okkur styrk.Meigir þú vera viss um að vera ríkisborgari í því ríki. Í hinni himins björtu borg!

Guð veri með þér og þínum!

                               Blessunaróskir!

                                               Halldóra.


mbl.is 728 fengu íslenskan ríkisborgararétt í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband