7.5.2010 | 20:49
Jón Gnarr huggaði Nylon-stelpurnar.
Komið þið sæl!
Það eru dáldið eins leitar fréttir í gangi þessa dagana.Og þá er bara gaman að fá léttar og skemtilegar fréttir,til að lesa.Jón Gnarr hegur verið einn helsti grínist þjóðarinnar.Og ég man þá tíma þþegar hann mátti ekki opna munninn þá grét þjóðin af hlátri.Svoleiðis fólk er gott að hafa.Og ég vona að blessaður karlinn hætti ekki að leika og skemta.Og ég sé líka fyrir mér að hann fái þjóðina til að hlægja þegar hann er orðinn pólitíkus (bara betra að reikna með að hann komist í borgarstjórn) komi með spaugilegu hliðarnar á hinum erfiðustu málum.Ég er vissum að hann gæti fengið borgarbúa til að ganga betur umborgina,svo ekki þurfi að láta borgarstarfsmenn vakna fyrir allar aldir.Það yrði líka mikill sparnaður.Og svo með tímanum yrði borgin laus við hinar kvimleiðu tiggjóklessur ú um allt ! Hann gætivirkjað fólk það er alveg örugt.Svo þurfum við bara öll að læra þetta góða sem hann hefur í svo ríku mæli að gera grín og vera spaugsöm.Það léttir tilveruna.
Verið glaðir vegna samfélagsins við Drottinn,ég segi aftur Verið glaðir!
Það er tilefni til þess,því að á morgun kemur nyr dagur, með eitthvað
skemtilegt og gott.
Munum samt það að vera góð við hvert annað.
![]() |
Jón Gnarr: Ég huggaði Nylon-stelpurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2010 | 11:07
Skógarsafnið í hættu.
Góðan og blessaðan daginn!
Það er komið sumar og farfuglarnir komnir og leðja okkur með fögrum og hjartfólgnum söng sínum.
Fyrir nokkrum árum fórum við hjón austur að Skógum og skoðuðum safnið, og hittum húsbóndann hann Þórð.Við áttum þarna góðan dag,enda einn fallegasti sumardagur það sumar.Æ síðan höfum við talað um það hvað þetta er skemtilegt safn.En svo kemur þetta gos, og eys ösku og eymyrju yfir allt, og fallega safnið að Skógum fær það óþvegið eins og allir hinir þar eystra.Svo kemur þessi frétt að það hafi farið hópur fólks í morgun til að hjálpa við að hreinsa og bjarga munum sem liggja jafnvel undir skemdum.Mér fannst þeitta einhvernvegin svo fallegt,því Skógar safnið þyggur ekki styrki frá ríkinu,það ber sig bara sjálft,ef svo má að orði komast, og fyrir umhyggju safnvarðarins.Það minnti mig á hvað Kristur sagði og gerði þegar hann gekk hér á jörð,gerið öllum mönnum gott.Kristur var nefnilega boberi kærleikans og þaðan kemur kærleikur manna.Þau fóru í morgun,fólk sem kann til verka og eru sérfræðingar á sínu sviði,til þess að hjálpa.Það er vel gert af þeim og fallegt.Drottinn blessi þau fyrir það! Ég bið Guð að vera með þeim öllum sem búa og eru á þessu gos svæði.Við skulum öll biðja Guð himinsins að miskunna þeim og landinu okkar í Jesú nafni.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gild!
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
![]() |
Skógasafn í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2010 | 16:13
Jón Gnarr og grínið.
Sælt veri fólkið!
Þetta hefur verið dáldið findið,þetta grín framboð,en samt hefur ymislegt gott skotið upp kollinum .
En ég hef verið að velta því fyrir mér hvort hann verði ekki að taka upp fyrra nafn sem er Jón Gunnar,
þegar hann sest í borgarstjórastólinn? Já ég er komin svona langt í ferlinu,búin að planta honum í þennan ágæta stól.Það verður ekkert flott þegar hann kynnir sig í opinberum veislum að hafa nafnið á grín karlinum En samkeppnin er hörð og það kemur í ljós von bráðar hver sest í borgarstjórastólinn.
Ég óska Jóni Gnarr eða Jóni Gunnari bara alls hins besta.
Sjálf by ég ekki í Reykjavík og kys því ekki, en fylgist með eins og aðrir.
Guð veri með ykkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 20:06
Hvernig á að þrífa gleraugu?
Komð þið sæl!
Ég kom við í gleraugnaverslun í dag og þar var ég frædd um það hvernig á að þrífa gleraugu,þetta hljómar dáldið findið, og því er það sett hér inn.Stúlkan í versluninni sagði að maður ætti aldrei að þrífa gleraugu með blaut-klút.Þeir rispa glerið og efnið í sprayinu myndar fitu húð á glerinu.Ég sagði henni að sumar gleraugnaverslanir segðu að það yrði að nota blautklút,annað gæti rispað glerið.Ég sagði henni að ég setti mín oft undir kalda vatnsbunu og pússaði yfir með bleyju tusku.Hún sagði að það væri í góðu lagi.Ég fór að ræða þetta við heimilismenn hér á heimilinu þegar ég kom heim, og þeir voru ekkert spentir fyrir þessu nyju upplysingum um blaut-klútana.Svo nú er spurningin eru blaut-klútar góðir eða slæmir?
En gleymum þó ekki því besta, að augu Drottins eru vakandi,yfir okkur hverja stund.Og það allra viturlegasta er að fela honum líf sitt.
Megi Drottinn blessa ykkur.
Blessunaróskir
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2010 | 14:37
Með fimm ára barn á brjósti.
Góðan dag! Og til hamingju með daginn,sérstaklega þau sem eru verkamenn í víngarði Drottins!
Þetta er nú ekkert einsdæmi með að hafa barn lengi á brjósti. Las æfisögu Einars J. Gíslasonar forstöðumans í Fíladelfíu fyrir margt löngu, og þar kom fram að hann var á brjósti til sjö ára aldurs. Þó að það hljómi sérkennilega að það sé mjólk í brjóstum eftir allan þennan tíma,verður maður að trúa að svo sé. Stundum heldur maður að börn séu höfð á brjósti þegar þau ættu að vera löngu hætt mæðranna vegna.En þessari fyrirgefst því von er á öðru barni. En að gefa öllum þeim sem vilja líka,er pínulítið öðruvísi.En það er ymislegt sem gerist í veröldinni, sem ég persónulega skil ekki.
Biblían segir :Þó að kona gæti gleymt brjóstabarni sínu gleymir Drottinn Guð þér ekki!
Njótið dagsins og góða veðursins.
Kærar kveðjur
Halldóra.
![]() |
Með fimm ára son sinn á brjósti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2010 | 15:44
Þinghald og lögreglan á vaktinni.
Sæl og blessuð!
Þegar ég skoðaði þessa frétt rifjaðist upp fyrir mér búsáhaldabyltingin hræðilega.Þá áttu lögreglumenn fótum sínum fjör að launa.Að þeim var veistað ástæðulausu.Ég er nú ein þeirra sem þakka lögerglunni fyrir að vera til staðar,þegar á þarf að halda.Hins vegar hef ég persónulega þurft lítið á henni að halda,en er þakklát fyrir þeirra störf. Mér finnst fólk eiga að sína virðingu og lúta yfirvaldi með kurteisi.Ég geri þær kröfur til mín og ég held að við ættum bara öll að syna virðingu.Tjái mig ekki um handtökuna,þar sem ég var ekki á staðnum en stend með lögreglunni.Þeir eru eins og við að vinna fyrir sér og sínum og okkur ber sína þeim kurteisi.
Í hinni helgu bók eru það skyrar línur að okkur ber að gera öllum mönnum gott.Það eru hin kristnu gildi. En því miður fara ekki allir eftir því.En ég veit að það verður enginn verri þó hann fari eftir þeim góða boðskap, svo ég bendi hiklaust á þá leið sem Jesús Kristur boðar.Veg kærleikans!
Nóg að sinni og munið að Drottinn elskar ykkur!
Halldóra.
![]() |
Þinghald undir lögreglustjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.4.2010 | 10:16
Fangelsaður fyrir að villa á sér heimildir.
Góðan dag!
Þessi frétt er sláandi,maðurinn var að vinna verk sem hann hafði takmarkaða þekkingu á.Og framgekk undir fölsku nafni.Svona nokkuð getur gerst,þegar óheiðarlegt fólk á í hlut. En ég get sagt það með fullri vissu að þetta er ekki hægt gagnvart Guði.Drottinn þekkir hverja manneskju og skoðar hvern og einn.En Guðs orð segir manni að mennirnir horfa á útlitið en Drottinn lýtur á hjartað.Við getum ekki dulist fyrir Guði.Þessvegna er það besta sem við gerum að gefa Guði líf okkar. Hann elskar þig!
Drottinn blessi þér daginn!
Kveðja
Halldóra.
![]() |
Fangelsaður fyrir að þykjast vera frægur lýtalæknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2010 | 14:21
Sumt breytist ekki.
Komið þið sæl!
Það er yndislegur dagur í dag! Og ég er glöð og þakklát fyrir svo margt, og ég er innilega þakklát fyrir lífið! Og mér finnst gaman að lifa, og ég þakka Guði fyrir það! Frá því ég var í barnaskóla er tvennt sem ég man best eftir.Annars vegar hveernig lögð var áhersla á að kunna að lesa og það hratt. Og ég varð læs, og las hratt.Og svo hitt að eitt sinn áttum við að gera stíl um hvernig við héldum að lífið yrði árið 2000.Og ég man eftir þessum stíl, sem var nú bara nokkuð góður miðað við aldur.En í þessum stíl kom fram að ég héldi að lífið yrði nokkuð svipað og það er nú, nema hvað að á hverju heimili yrði vélmenni sem hjálpaði til við húsverkin, og ég sagði að ég héldi að sjónvörpin yrðu stærri, og að það yrðu litasjónvörp.Svo man ég að ég sagði að ég væri viss um að það yrði mikið sorp.Og það þyrfti einhvernvegin að farga því .En ég vissi ekki hvernig það yrði gert,það myndi örugglega leysast því þetta var jú skrifað árið 1967. Svo ég taldi að öskukarlar og öskubílar myndu ekki hætta.En kanski yrði þetta aðeins hreinlegra. Já svo sagði ég að börn færu örugglega í sunnudagaskóla árið 2000 og ég tryði því að það væri gott fyrir hvert barn.
Þegar ég hugsa til þessa tíma þá sé hvað trúin á Jesú Krist er mikilvæg hverrri manneskju.Og ég sé líka að þó allt breytist í þessu lífi þá bregst Drottinn Jesú ekki.Hann er með og verður það til enda veraldar. Hann elskar alla menn og vill vera vinur þinn! Gerðu hann að vini þínum strax!
Kærar kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2010 | 21:21
Engin merki um gos lok.
Við mennirnir erum eiginlega öll eins og vísindamenn,erum mikið að spá í hvenær þessu gosi ljúki.Ég get alveg sagt það með góðri samvisku,að því ræður Drottinn Guð.Hann leyfði þetta gos,kanski til þess að hrunaskyrslan færi ekki með marga.Því margra augu beindust að þessari skyrslu ofar mörgu öðru.Og það er bara ekki gott fyrir okkur að einblína á það sem er okkur erfitt.Og kanski var þetta eina leiðin til þess að ná athygli okkar? Ég vil benda okkur öllum á mátt bænarinnar í Jesú nafni.Og ég skora á okkur öll að biðja.Við kunnum örugglega vel flest Faðir vorið,og þar er bæn sem segir allt sem segja þarf. Drottinn Jesús Kristur elskar þig, hver sem þú ert og hann þráir að verða vinur þinn.Og honum finnst þú æðisleg eða æðislegur,af því að hann skapaði þig.En það er ekki þar með sagt að hann sé ánægður með allt sem við höfum gert.Þá skal ég segja þér það góða í þeirri stöðu er að hann fyrirgefur og gleymir,en til þess að fá fyrirgefningu þarftu að biðja til hans og biðja hann að fyrirgefa þér.Og þannig er Jesús-Hann fyrirgefur og gleymir.
Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn,til þess að hver sem á hann trúir hafi eilíft líf.
Guð veri með þér ágæti vinur!
Halldóra.
![]() |
Engin merki um goslok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2010 | 00:12
Bæn fyrir landinu.
Komið þið sæl!
Ég ætla að fara með bæn fyrir landi og þjóð í Jesú nafni.
Góði Guð!
Ég vil fá að leggja íslensku þjóðina fram fyrir þig.Drottinn við höfum gengið í gegnum erfiðleika,sem hafa reynst okkur semþjóð mjög erfiðir.Nú bið ég þig,Drottinn um leiðsögn inn í þessi mál þjóðarinnar.
Ég bið þig um að gefa þeim sem eru að vinna í þessum málum þjóðinni til heilla,visku og vísdóm frá þér og hjálp.Og ég bið þig að flétta ofan af allri spillingu svo blessanir þínar geti flætt yfir. Ég bið þig að gefa fólki sanna iðrun.Ekki bara þeim sem ollu þessu öllu heldur okkur öllum,svo réttlætið verði öllum til blessunar. Ég bið þig að forða okkur frá fátækt Drottinn minn, opnaðu himinn þinn og láttu blessun flæða yfir landið okkar. Svo þakka ég þér fyrir vernd þína í sambandi við þessi eldgos .Varðveittu landið okkar frá frekari allri skelfingu,og ef það getur samræmst þínum vilja að það komi ekki fleiri svona eldgos.Ég bið þig Guð að blessa sérhvern landa minn, og bægja frá öllum ótta.Verndaðu líka alla atvinnuvegi landsins, og gef hagsæld í hvívetna,réttlæti og sanngyrni. Og gefðu að fólk leiti til þín svo að friður þinn megi búa innra með okkur öllum.
Í Jesú nafni. Amen.
![]() |
Mun stærra íslenskt eldfjall við það að springa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar