Þú Guð sem veist og getur allt.

Komið þið sæl!

Hér er ljóð úr ljóðabók  sem heitir Eigi stjörnum ofar.Ljóð okkar kæra dr. Sigurbjörns Einarssonar.

ÞÚ GUÐ SEM VEIST OG GETUR ALLT.

Þú Guðð sem veist og getur allt,

mitt geð er hvikult, blint og valt

og hugur snauður,hjartað kalt,

þó vil ég vera þinn.

Og þú ert ríkur þitt er allt,

og þú ert faðir minn.

Þú þekkir allan heimsins harm ,

hvert hjarta grætur þér við barm,

þú vegur á þinn ástararm

hvert afbrot manns og böl.

Við krossinn djúpa,hreina harm

þú helgar alla kvöl.

 

Þú átt mitt líf ,þú leystir mig

þú lést mig blindan finna þig

af þeirri náð er söm við sig

hvern dag mig dæmdan ber.

Þú Kristur,bróðir blessar mig.

Og biður  fyrir mér.

 

Minn Guð, sem varst og ert mér allt

og alla blessar þúsundfallt.

þú skylur hjartað,veikt og vallt

og mannsins mörgu sár.

Þú ber þinn kross og bætir allt

og brosir gegnum tár.

 

      Verið Guði falin

                            Halldóra.


Ef að sól í heiði sést

Komið þið sæl!

 

Ef að sól í heiði sést

á sjálfa Kindilmessu.

Snjóa vænta máttu mest

maður upp frá þessu.

 

Mér fannst frekar bjart yfir í dag,en engin glanna sól.

Svo hvað úr hverju fer sólin að kíkja yfir fjöllin  háu  úti á landi,þá verður sólarkaffi víðast hvar

sem mér finnst góður siður.

En það allra besta er að eins og fjöllin sem eru umhverfis firðina,borgir og bæi er Drottinn Guð kring um lyð sinn.

Hvort sem það snjóar eður ei,þá er gaman og gott að lifa!

Bara fara varlega og hafa Guð með í för!

 Kærar þakkir í dag. Og Guð veri með ykkur öllum!

                                      Halldóra.


Gott fyrir sálina.

Komið þið blessuð og sæl!

Drottinn Guð hefur verið undursamlega góður við okkur  íslendinga,það er alveg klárt.

En svo hefur þjóðin ekki verið vís í allri þessari blessun,og nú eru beyttir tímar.En mig langar til að minna okkur á fyrirheiti Guðs.

Drottinn Guð leiði þig inn í gott land,inn í land sem nóg er af vatnslækjum, lindum og djúpum  vötnum sem spretta uppí  dölum og fjöllum.inn í land sem nóg er af hveiti  og byggi, vínviði,fíkjutrjám og granateplatrjám inn í land  sem nóg er aðf olíutrjám og hunangi,inní land þar sem þú munt ekki eiga við fátækt að búa og þar sem þig mun ekkert bresta.Og þegar þú ert orðinn mettur þá skalt þú  vegsama Drottinn fyrir landið góða sem hann gaf þér.

Þetta er kanski sá textisem gott er að fara með um mánaðarmót,þegar endar ná jafnvel ekki saman!

Það er svo trúatstyrkjandi að  lesa svona texta og taka hann til sín. Lifum í loforði Drottins  að hann mun hjálpa okkur öllum í þrengingu þessara daga,og leysa okkar mál,ef við biðjum hann  þess.

Kæru vinir! ég kveð ykkur með bæn í hjarta um blessun handa okkur öllum.

 Verið Guði falin

                                Halldóra.


Símarnir í lífi mínu.

Komið þið sæl!

Hef verið að hugsa um hvað síminn hefur mikið vægi í lífi okkar.Meira að segja voru sérstakir símastólar, sem voru sannkallaðar mublur, eins og þeir voru nefndir.Þá sat maður á sama stað  í þar tilgerðum þæginlegum jafnvel bólstruðum símastól! Í dag finnst mér þetta mjög findið. Á bernskuheimili mínu var stóri svarti síminn hafður litlu borði úti í horni og ef maður ætlaði að tala lengi sótti maður bara eldhús koll til að tilla sér á. En ég var nú ekki mikið í símanum á þessum árum.Mesta lagi svaraði maður fyrir foreldrana.Svo komu gráu símtækin mun léttari, en þau svörtu.Ég á engar sérstakar  minningar um  rómantísk símtöl í þessum símumWink En ég á minningar um að geta ekki hreyft sig neitt.Það var ekki fyrr en ég flutti að heiman þá til Reyðarfjarðar að síminn fór að skipta mig máli. Ég man meira að segja númerin hjá mér, heimasíminn var 98-4375 og á skrifstofunni 98-4376 og það er  í raun merkilegt  að þessi númer gat ég valið sjálf.Í dag er þessu öðruvísi farið.  Víkjum aftur að heimasímanum. Hann var staðsettur uppá hillu og ég var bundin á þessum eina punkti  ef ég þurtfti að vera í  símanum.Mér fannst það vont enda tengdust símtölin vanalega vinnunni og ég þurfti alltaf að vera að segja " Bíddu aðeins" þá fékk ég mér langa snúru og gat farið um allt  með símtækið í höndunumBlush. Það voru engir farsímar heldur  til þá. Sumir voru með talstöðvar í bílunum sínum.Mér fannst það of strákalegt, og sleppti því.En éf ég hefði einhverntíma á lífsleiðinni þurft  farsíma þá var það á þessum tíma vegna ferðalaga sem  tilheyrðu embættinu.  Og þó að ég ætti kærasta í bænum varð maður að notast við þessa gömu síma, engin sms eða neitt þannig.Nú erum við öll með þráðlausa síma og gemsana auðvitað, og gerum alveg helling á meðan við erum í símanum! Eldum mat, þurkum af,brjótum saman þvott ofl,ofl. Svo er maður ekkert voðalega gamall í árum talið,en hefur upplifað þvílíka breytingu á svo mörgum sviðum.

En eitt breytist aldrei kæru vinir! Drottinn Jesús Kristur! Hann er hinn sami í gær og í dag og um alla eilífð.Símtalið til hans kostar ekkert, að er bara bæna andvarp þitt sem það kostar.Hvernig sem allt er komdu til Jesú í bæn.Þú þarft ekki að druslast með snúru í eftir dragi til að  geta talað. Línan til himins er þráðlaus og opin -fyirir þig!

 Guð blessi þig!

                                 Kveðja 

                                                 Halldóra.


Stofnaði fyrirtæki annan í jólum.

Sæl verið þið!

Það var fjölskylduboð hér  á annan dag jóla sem er ekki í frásögu færandi nema hvað ég stofnaði fyrirtæki! Þannig er að ég hef  tekið að mér ráðgjöf og sálgæslu gegnum tíðina, og synir mínir hafa orðið vitni að því alla sína tíð.Og ég hef unnið þetta verk með gleði, og oft séð mikinn árangur af þessu starfi.Gunnar sonur minn kom með þá uppástungu að nú væri kominn tími á að ég opnaði stofu og ég ætti að selja þessa þjónustu dyrt,enda væri mikill árangur af starfi mínu.En þar sem ég veit að þú ert svo góð í þér myndirðu aldrei taka neitt fyrir þessa þjónustu.Þá er best að ég sjái um þá hlið sagði hann! Þessi frásaga af okkur hér bar einmitt á góma í téðu jólaboði, nema hvað útfærslan varð  heilt fyrirtæki. Þannig er mál með vexti að bróðursonur minn hann Ásgeir  er að læra félagsráðgjöf, og okkur  datt í hug að opna stofu með sálgæslu og félagráðgjöf í huga. Og þetta verkefni vatt heldur betur upp á sig,mamma sagðist geta verið við símsvörun og Ásgeir maðurinn minn gæti verið í móttökunni og kærastan hans Ásgeirs sem er í lögfræði gæti séð um að innheimta ef með þyrfti. Já! Og þar með varð þetta fyrirtæki okkar Ásgeirs til í jólaboði. Þetta gekk svo langt að við fundum nafn á þetta skemtilega fjölskyldu fyrirtæki " Ráðgjafastofa Dóru og Ásgeirs" Svo var hlegið og hlegiðGrin Þetta var virkilega skemtilegt jólaboð! Ekki má gleyma því að það var farið í alskonar skemtileg spil, sem allir höfðu gaman að,eftir allann hátíðarmatinn. Ég er ekki frá því að svona jólaboð eigi að vera oftar.

Kæru vinir! Drottinn Guð blessi ykkur öll!

                      Halldóra.


Orð fráhimni Guðs.

Blessuð öll ! Og gleðilega hátíð!

Á stundinni minni með Drottni mínum í morgun fékk ég orð úr Biblíunni í hugann og ég ætla að setja það inn hér eins og það kom til mín.Orðið er í Sakaría 8:13

Eins og þér Íslendingar hafið verið hafðir að  formæling meðal þjóðanna eins vil ég nú svo hjálpa yður, að þér verðið hafðir að blessunaróskum,Óttist ekki ,verið hughraustir.

Hvað er betra en að hafa þetta orð frá himni Guðs inn í nytt ár?

Mínar allra hlyjust kveðjur til ykkar allra og blessunaróskir.

 

                           Halldóra.

 


Ljósið er að koma.

Blessuð og sæl!

Ég er ljós í heiminn komið svo að enginn sem á mig trúir sé áfram í myrkri. Jóh. 12:46

Flest allir finna hvernig lundin léttist þegar byrtir af degi og skammdeginu líkur . Það er ljósið sem  hefur þessi góðu áhrif. Þannig er Jesús, hann er ljósið ,byrtan, sólin,sem kemur  inn í hjartarúm þeirra sem  á hann trúa. Líkt og í náttúrunni, þegar sólin fer að skína og vermir jörðina .Þannig kemur  Jesús  með byrtu og frið inn í líf okkar.Jesús kom til að færa þér þetta ljós. Ljós sem er engu öðru líkt!

Rafmagnsljós getur slokknað fyrirvaralaust, það gerir ljós lífsins ekki .Ljós Krists logar ætíð! Hans rafmagn klikkar ekki! Trúðu á Drottinn Jesú Krist þá geturðu öðlast þetta ljós og verið í ljósinu.

Leyfðu þessu himneska ljósi í lífi þínu að lysa upp daginn!

Kær kveðja til ykkar allra!

                    Drottinn blessi ykkur !

                                                      Halldóra.


Lamaður drengur gengur á ný.

Heil og sæl!

Nú get ég ekki þagað,verð að samgleðjast þessu fólki sem upplifir þetta kraftaverk fyrir barnið sitt.

Ég veit að margir foreldrar vildu vera í sporum þessa fólks, og sjá barnið sitt sleppa hjólastólnum.

Svo kemur í hugann af hverju sumir fá sitt kraftaverk en ekki aðrir. Ég á svo sem ekki svar við því .Kanski hefur þessi fjölskylda beðið Guð um hjálp,svo er líka hitt að læknisfræði nútímans er stórkostleg.Biblían segir á einum stað að maðurinn sé svo klár að lítið vanti uppá að hann sé jafn fær og Guð.Merkilegt þetta! Svo sjáum við líka hvað skurðlæknis fræðin eru mikil snilld, að geta hjálpað veiku fólki.En hvað sem sagt verður um læknisfræðina klárt og gott fólk,þá er það klárt að á bak við þetta stendur Guð faðirinn. Hann á allt vald á himni og jörðu. Hann stjórnar! Mér finnst það góð tilhugsun að við erum öll í almáttugri hendi hans.Guð hefur tilgang með hvert og eitt okkar, og hann ræður för.Að heyra um þetta kraftaverk fær mig til þess að þakka Guði fyrir að hafa alltaf, hvert skref lífs míns verið með mér.  Hann vill líka fá að vera með þér og styðja þig í lífsins ólgu sjó.

  Nóg í bili. Guð veri með ykkur

                                Halldóra.


mbl.is Lamaður drengur gengur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það mikilvæga.

Komið þið blessuð!

Nú er jólaundirbúningur í hámarki hjá flestum.Og margir eru að kaupa gjafir til að gleðja vini sína og börnin sín.Það er mikið að gera og við erum á fullu að láta allt smella saman til þess að jólin geti gengið í garð.Jólin eru hátíð,þau eru fæðingarhátíð frelsarans.Hann fæddist í fjárhúsi og ekkert tilstand.Við ættum að taka mið af því .Við þurfum ekkert að spenna bogann svo hátt til þess að gera þessa hátíð gleðilega.Nú skulum við hugsa öðruvísi en við höfum kanski gert.Förum í kirkju um jólin og tökum þátt í helgihaldi kirknanna.Hlustum á jólaboðskapinn og syngjum jólasálma. Jólin eru fagnaðarhátíð.Ef þér líður illa kæri vinur einhverra hluta vegna langar mig til þess að uppörva þig með því að minna þig á að litla jólabarnið er ekki í jötu í fjárhúsi í Betlehem.Hann er upprisinn og lifir í dag.Hann kemur til hvers og eins sem nefnir nafnið  hans og vill gefa þér frið í hjarta og huga.Biblían kallar hann friðarhöfðingja.Meira að segja gefur Jesús frið sem er æðri öllum skilningi.Hver vill ekki eiga þannig frið?

Svo kemur nytt ár. Ár  sem geymir  eitthvað gott handa þér.En best af öllu er að leggja líf sitt í hendur Drottins.Komdu með vonbrygðin efann og hvað eina sem íþyngir þér til Drottins Guðs og biddu hann að vera þér nær.Og hann mun vera þér nær.En þú verður að biðja hann að vera þér nær.Svo í öllum aðstæðum lífsins skalt gera eins og ég hef svo ótal sinnum gert leggja líf þitt í hendur hans. Biblían kallar Drottinn líka Undraráðgjafa og  það mun koma eitthvað gott út úr því

ef þú gefur honum aðgang að hjarta þínu.Og Biblían nefnir hann líka Eilífðarföður, og það er svo áríðandi  að þú gerir upp við Guð Hvort þú viljir fylgja honum og leyfa honum að vera vinur þinn.Ég kvet þig til að leggja líf þitt í Drottins hendur og fylgja honum.

 Guð gefi ykkur gleðileg jól og blessunarríkt nýtt ár í Jesú nafni!

       Kær kveðja úr Garðabæ 

                                            Halldóra.


Smáköku uppskrift

Komið þið sæl!

Ég er einhvernvegin á fullu  þessa dagana, og í mörg horn að líta. Samt verður mér nokkuð vel ágengt  í öllu þessu stússi. Bakað smákökur úr Hagkaupsbókinni sem heita valhnetu rjómatoppar og þær eru hreint út sagt mmmmm með mikilli tilfinningu!Þær eru að vísu búnar en hér er uppskriftin:

100 gr. smjörl

100 gr púðursykur

50 gr sykur

1 egg

1. tesk vanilludropar

150 gr hveiti

salt á hnífs oddi

1/4 tesk lyftiduft

100 gr valhnetu

150 gr rjómasúkkulaði.

Vinnið saman mjúkt smjörið og sykurinn, setjið eggið saman við  og vinnið þar til deigið er vel blandað. Saxið niður  súkkulaðið og hnetur og blandið því út í ásamt þurrefnunum,kælið og gerið kúlur á plötu.Bakað  við 190 gráður  í 10-12 mín.

Áður en ég kveð bendi ég á blogg síðu mansins míns hans Ásgeirs asglara.blog.is 

Njótið þess að borða þessar smákökur! Ég veit af egin reynslu að þær stoppa stutt við í boxinu, sem er bara gott,því þá veit mamma að hún er að gera góðar smákökurHalo

Friður Drottins sé með ykkur öllum!

                                                 Halldóra.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband