Frelsar þvottavélin konur?

Komið þið sæl!

ég er sammála því að þvottavélar séu eitt besta heimilistækið,en að það frelsi konur,það er nokkuð villandi.Það er bara besti vinurinn hann Jesús sem frelsar fólk.En aftur að þessu góða heimilistæki,þá  vitum við húsmæður hvað það þarf allt að ganga vel og hratt fyrir sig varðandi þvottinn.En í dag er ég lasin, er með flensu og treysti mér ekki í stórræði núna.Ég lofa hins vegar Guð fyrir að ég þarf ekki að standa með gamla þvottabrettið! Ég get sett í vélina og tekið út úr henni aftur eftir klukkutíma eða svo og sett í þurrkara eða hengt á snúrur. (þurrkarinn minn er er orðinn gamall og lúinn og stendur ekki undir nafni lengur)Svo brytur maður saman tauið. Miklu minna verk á vorum dögum.Amma mín var með einhverskonar suðupott sem hún sauð tauið í  og svo var hún með gamaldags rullu eins og hún kallaði

þetta fyrirbæri sem hún vatt þvottinn með þvi að rúlla honum í gegn.Svo var straujað.Ég á minningu um hana sitja við strauvél.Hún straujaði lökin og sængurverin.Já ég held bara allann þvott! En hún ég strauja eiginlega ekkert.Enda flestur fatnaður strau frír.Við nútíma konur erum því lukkunnar pamfílar,því allt þetta þvotta stand er miklu auðveldara en hjá ömmum okkar.En nú er ekki spurt um flensu eða hausverk,ég verð að fara að setja í vélina!;

En í lokin skulum við muna að það var Guð sem gaf góðu fólki hæfileika til að útbúa svona græjur til þess að auðvelda okkur lífið. Já Guð er góður.

Mínar allra bestu kveðjur til þín

                                                  Halldóra.

 


mbl.is Þvottavélin frelsaði konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælið

Komið þið sæl!

Ég hef þjónað á mörgum stöðum í guðsríkinu gegnum tíðina, og hef notið þess af öllu hjarta að þjóna fyrir þetta ríki, sem er konungsríki.Því Drottinn er Konungur Konunga og drottinn drottna! Undanfarin ár hef ég þjónað á útvarpsstöðinni Lindin,fm102,9 við ymis störf.En hef verið fast við símsvörun í nokkur ár. Ég hef á þeim tíma  fengið að heyra fleiri bænasvör en flestir aðrir.Og boðskapur Lindarinnar hefur breytt lífi margra.Ég hef líka fengið að heyra þannig sögur. Meðal annars var maður sem leið mjög illa að hlusta á Mik útvarpsstjórann .Mik sagði eitthvað sem snerti hjarta þessa manns.Maðurinn var að keyra bíl og varð að leggja bílnum úti í kant, og gera upp málin við Guð.Það er sama hvar við erum og hvernig okkur líður Drottinn er sá sami í dag og í gær.Og það eru til fleiri slíkar sögur um það hvernig Guð hefur snert fólk sem hlustar á Lindina.En nú á Lindin afmæli, og það er söfnun í gangi þar. En það er aðeins þessi eina vika sem safnað .Ef einhver sem les þetta vill blessa þetta góða starf  er bara að hringja  í 567-1818.  Og á laugardaginn verður afmælisveisla, og allir eru velkomnir!

Guð hefur notað Lindina til að blessa svo marga, og ég óska Lindinni til hamingju með 14 ára afmælið!

      Guð blessi þig  og Lindina.

                                                  Halldóra.


Blessunar orðin

komið þið sæl!

Mig langar til þess að blessa ykkur með blessunar orðum Biblíunnar

Drottinn blessi þig,og varðveiti þig!

Drottinn láti sína ásjónu lysa yfir þig og sé þér náðugur!

drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig

og gefi þér frið!

 

Mig langar svo til að þú meðtakir þessa blessun frá himni Guðs.

Kanski ertu áhyggjufullur og kvíðinn.Besta leiðin er að biðja Drottinn um hjálp.

Það geri ég, og ég finn fyrir því hvernig Drottinn er með mér í öllum kringumstæðum lífsins.

Að hafa blessun Drottins Guðs yfir sér, er betra en allt. Lífið heldur áfram með allt sem því fylgir,

en það er svo gott að vita að augu Drottins vaka yfir mér.Hann hefur gætur á okkur eins og góður faðir gætir barnsins síns. Og ef þú ert friðlaus einhverra hluta vegna á Drottinn frið handa þér sem er æðri öllum skylningi! Þann frið er hvergi hægt að fá nema hjá Jesú.

 Að endingu kæru vinir!

                                 Drottinn blessi ykkur!

                                                             Halldóra Ásgeirsdóttir.


Ók bíl og gaf barni sínu brjóst

Sælt veri fólkið!

Fréttin er um unga konu sem gaf barni sínu brjóst um leið og hún ók bílnum og talaði í síma um leið.

Það ryfjaðist upp fyrir mér að ég sá mann keyra eftir Reykjanesbrautinni sendiferðabíl, sá var að tala í síma borða langloku og reykja.Ég var ofboðslega hissa.Svo kemur þessi frétt, um þessa konu með barnið sitt í fanginu.Hér á árunum áður var algeng sjón að sjá konur með börn sín í framsætinu við hlið  bónda síns.Það eru mörg ár síðan þetta var stranglega bannað hér.Svo kemur þessi stúlka og gefur barni sínu brjóst um leið og hún keyrir.Maður gerir svona ekki við það dyrmætasta sem maður á.

Við þurfum að passa vel uppá börnin okkar,styðja þau, gæta þeirra. Og ekki síst biðja fyrir þeim.

Ég bið Guð að vera með ykkur!

                                             Kær kveðja

                                                   Halldóra.

Gleðin

Góðan dag!

Það er svo margt dyrmætt í lífinu,sem við komum ekki endilega alltaf auga á. Bara það að hafa fengið að vakna í morgun er þakkarvert .Ég fór á samkomu í kirkjunni minni í morgun og var það yndisleg stund. Og fullur salur af fólki.Svo var fræðslan mjög góð.Og heilög kvöldmáltíð.Ætlaði að telja hversu margir fóru til altaris,en það voru svo margir að ég missti töluna á því.Mér finnst ég getað þakkað Guði fyrir allt þetta fólk og fyrir samfélagið sem ég á við það.Á heimleiðinni gladdist ég í hjartanu vegna þéss að það styttist í vorið, og alla byrtuna sem fylgir því.Og ég hugsaði til svo margra loforða úr Guðs orði sem uppörfuðu mig og blessuðu. Það var eins og égh heyrði rödd Drottins sjálfs sem ómaði innra með mér: Ég sjálfur hef  fyrirætlanir í hyggju með yður,fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Svona augnablik í lífinu þar sem Drottinn sjálfur uppörfar mann og blessar á svo einfaldan hátt eru svo dyrmæt.Göngutúr hefur líka gefið mér mikið,hressingu fyrir sál og líkama.

Nú er bara að syngja saman:

Ég er glaður,ég er glaðu

sérhvern sunnudag,mánudag

þriðjudag,miðvikudag,fimtudag

föstudag,laugardag.Ég er glaður 

ég er glaður!

Af því Jesús er minn besti

allra besti vin.

                            Þar til næst

                                         Bless,bless.

 

                                         Halldóra.


Leyndardómur naflalónnar leystur.

Komið sæl og blessuð!

Ekki er öll vitleysan eins, sagði  hann afi minn,meðan hann var og hét, og þegar gekk yfir hann.

Naflaló? Ég þurfti að lesa þetta nokkrum sinnum áður en ég kveikti. Hélt bara í fáfræði minni að svoleiðis fyrirbæri væri bara hreinn og klár sóðaskapur.Fór Steinhauser ekki í bað ?Hann hefði getað sparað sér þessar rannsóknir og skelt sér í bað drengurinn! Nei hann dundaði sér við það að rannsaka hvar þessi ló festist og tegundirnar af naflaló voru 503.Það sorglega er að ákveðnar tegundir festust við ákveðin hörnundshár sem draga lóna inn í naflann. Og hann kvetur fólk til að klæðast gömlum fötum þau dragi síður að sér ló sem fer inn í naflann.Eða raka naflann.  Við alla þá sem eiga við þetta stóra vandamál að stríða, er mitt ráð ein baðferð á dag kemur þessu í lag! Tíminn minn er og dyrmættur til að vera að gera eitthvað sem skiptir ekki máli.Kannski er þetta stórkostlegt vandamál meðal fólks,þá er bara að biðjast afsökunar á fáfræðinni. Samt finnst mér þetta broslegt,enda þarf lítið til hjá mérGrin

    Njótið dagsins ,farið varlega og Guð veri með ykkur.

                                     Halldóra.


mbl.is Leyndardómar naflalónnar leystir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankastjórinn beið átekta á hóteli.

Sælt veri fólkið!

Þá er þessu leiðinda Seðlabankamáli lokið,sem betur fer.

Ég sjálf og þjóðin öll var orðin hund leið á þessum frettum um

allt þetta hártog.Ég ætla ekki að koma með neina sleggju dóma um

það sem sagt hefur verið. En ég skammast mín fyrir alla þessa vitleysu.

Mér finnst að við ættum að spenna greypar  fyrir ráðamönnum þjóðarinnar 

sem aldrei fyrr, og þessum norska nyja Seðlabankastjóra.Því það er betra að hafa 

Drottinn með í verki.Ég trúi því að  allt eigi eftir að blessast hjá okkar yndislegu þjóð þó

að kreppi að eins og er. Verum bara bjartsyn og góð við hvert annað!

Kveðja frá mér til ykkar allra! 

    Drottinn blessi ykkur, styrki og hjálpi!

                                          Halldóra.


mbl.is Bankastjórinn beið átekta á hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofsöngur.

Komið þið blessuð!

Mig langar til að deila með ykkur lofsöng sem er einstaklega fallegur,og kraftmikill og mér þykir vænt um.

Þér lof vil ég ljóða,þú lausnari þjóða

Er gafst allt hið góða Af 

gæsku og náð.Þá miskun og mildi Ég 

miklaði éi sem skyldi,þótt vegsama'æ

ég vildi þá visku og dáð.

 

Er líkn þína lít ég ,Þá lofa þig hlyt ég.

Því náðar æ nyt ég ,sem ný er hvern dag.

Nú heyri ég hljóma þá helgu leyndar

dóma,sem englaraddir óma Við eilífðarlag.

 

Sjá lof allra lýða Og landa og tíða

þér ber, lamb Guðs blíða Frá blóðdrifnum

stig.Frá djöfli og dauða,Frá dómi 'og 

syndarnauða, þú leystir lyði snauða.Því 

lofum vér þig.

 

Ég vildi óska þess að ég gæti leyfi ykkur að heyra þennann gullfallega sálm sunginn,

en ef það er vel gert er það mjög tilkomu mikið.

En njótið lestursins !

                                 Guð blessi ykkur !

 

                                           Halldóra.


Þunnt er móður eyrað.

Komið þið sæl!

Það er vers í sálmunum sem hefur ómað í huga mínum undanfarna daga. Það er sálmur 25:10

Allir vegir Drottins eru elska og trúfest fyrir þá sem gæta sáttmála hans og vitnisburða.

Það er skrítið að allir vegir Drottins séu elska og trúfesti, samt göngum við í gegnum allt mögulegt.

Kæru vinir! Ef ekki væri það elsku Drottins að þakka þá væri allt í klessu í lífi okkar. Ég veit að hann hefur oft  tekið í taumana og reddað okkur út úr allskonar vanda. Augu okkar eru bara svo blind að við sjáum ekki í amstri dagana þessa leið Drottins. Séu hlutirnir slæmir hjá okkur væru þeir verri ef Drottinn hefði ekki auga með okkur. Alveg eins og þegar börnin okkar eru úti að leika sér þá höfum við foreldrarnir auga með þeim. Og grípum inní ef þörf gerist. Það er af elsku sem við gerum það! Þetta tímabil í lífi mínu er nú liðið,en ég á þessa minningu um að hafa  verið vel á verði gagnvart mínum sonum. Og við mæður könnumst vel flestar við að hafa rumskað við minnsta hóst  eða hreyfingu  barna okkar á nóttinni. Sagt er að þunnt sé móður eyrað. Þannig er Drottinn Guð. Hann vakir yfir  og gætir okkar af einstakri elsku sinni. Því að allir vegir Drottins eru elska og trúfesti!

    

 Þar til næst,verið Guði falin

                                     Halldóra.


Kanntu að ráða drauma?

Komið þið blessuð og sæl!

Ætla að deila með ykkur draum sem mig dreymdi í nótt.

Dreymdi að ég hélt á  blárri keramikk skál,og í henni var Lögberg á Þingvöllum.Mér fannst þetta vera keramikskál sem ég átti einu sinni en er löngu brotin.Lengi vel var brestur í botninum á þessari skál sem ég átti , og í draumnum var ég að velta því fyrir mér hvort skálin héldi Lögbergi.Mér fannst gamalt og þurrt gras eða hey vaxa frekar villt kringum þennan stað. Og alltaf var ég með þessa skál í höndunum.Svo allt í einu finnst mér ég standa við eldhúsgluggann á æskuheimilinu mínu á Langholtsveginum í  Reykjavík  og ég horfði út á sjóinn.Umhverfið var í draumnum eins og það var  þegar ég var barn. Og svo lýt ég á skálina sem ég hélt á og tók eftir því að Íslenski fáninn var ekki  á þessum bletti sem var í skálinni.Þá lyt ég aðeins til hliðar og sé  að fáninn var  á Þigvöllum nær Öxaráfossinum. Þá sé ég að hlutirnir eru ekki alveg eins og þeir eiga að vera,kirkjan orðin mjög lítil næstum eins og legó kubbur. Þá fatta ég að það er eitthvað rangt við þetta allt.Og sé að hlutirnir eru ekki eins og þeir eiga að vera.Í því brotnaði skálin og  ég sé að hún brotnaði eins og skálin sem ég átti  fyrir löngu.Fór í þrjá parta.Ég hélt á einum partinum  en hinir fóru í sitthvora áttina.

Nú vantar mig ráðninguna.

Kveð í þetta sinn! Og bið Drottinn minn að blessa ykkur öll!

 

                                   Halldóra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband