10.4.2009 | 10:02
Golgata.
Góðan dag!
Þegar ég var barn ólst ég upp við það að þessi dagur,föstudagurinn langi væri háheilagur og við yrðum að vera stillt og prúð. Hel að það hafi gengið misvel að haf hljótt,en minningin er að það varð einhvernvegin allt hljótt. Set hér inn sálm sem ég kann um það sem gerðist þennan dag.
Sjá, múgur til Golgata gengur
og Guðs sonur meðal hans fer.
Menn segja að hans lífi sé lokið.
Og lýðurinn hlæjandi er.Hann
saklaus til lífláts er seldur.
Úr sárum hans drypur á stig.
Ó Guð minn hann gaf sig í dauðann
hann gerði það allt fyrir mig.
Kór: Hann gerði það allt fyrir mig
hann gerði það allt fyrir mig.
Ó Guð minn hann gaf sig í dauðann
Hann gerði það allt fyrir mig.
Og dauðans í kvölum hann kallar
Frá krossi um níundu stund.
Hann píndist var þjáður af þorsta
og þar að auk blæðandi und.
Í sólskini og hádegis hita hann hékk þar við
almannastig.Ó Guð minn hann gaf sig í dauðann
Hann gerði það allt fyrir mig.
Kór:Hann gerði það allt fyrir mig......
Mig þyrstir hann hrópaði þjáður
Ó hugsa,þú maður um það.Hann þyrsti
eftir endurlausn okkar og um hana föður
sinn bað. Hann hugsaði um heiminn að frelsa
En hugsaði ekki um sig.Ó Guð minn hann gaf sig í dauðann.
Hann gerði það allt fyrir mig.
G.B.-Pétur Sigurðsson.
Ég vildi að þið gætuð heyrt þennan söng sunginn
en þetta verður að nægja í dag.
Guð blessi ykkur og varðveiti !
Blessunarkveðjur úr Garðabænum
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.4.2009 | 16:36
Er Guð til?
Komið þið sæl!
Þessi spurning hefur aldrei vafist fyrir mér, og Drottinn Guð hefur verið mitt skjól í stormviðrum lífsins.
Í dag upplifði ég sérlega elsku hans til mín á mjög sérstakan hátt.Var á gangi á Garðatorginu hér í Garðabæ,því torgi sem Hagkaup var.Það rigndi svo það undir tók í þakinu.Ég segi þá við Drottinn Guð þar sem ég var á leiðinni út af torginu: Það væri gaman ef þú syndir mér elsku þína með því að láta rigninguna hætta um leið og ég kem að hurðinni, sem tákn um elsku þína.Svo segi ég við Drottinn þetta er nú kanski frekja og lítilsvirðing við þig Guð.En það væri samt gaman að fá að upplifa kærleika þinn til mín.Nema hvað þegar ég kem að hurðinn hætti að rigna. Og mér fannst eins og Jesús Kristur gengi mér við hlið. Þetta var magnað augnablik fyrir mig.Og undirstrikar það sem gerðist á páskunum að Jesús er lifandi Guð.
Guð blessi ykkur öll!
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.4.2009 | 23:37
Brauð uppskrift
Komið þið sæl!
Fann uppskrift af bananabrauði á netinu í dag.
Búin að baka,en hef ekki smakkað það enþá.
250gr hveiti
150gr. sykur
1. egg
1. tesk salt
1. tesk. matarsódi
2 þroskaðir bananar.
Allt sett í skál og hrært saman. Deiginu hellt í smurt brauðform og
bakað á 175 gráðum í 45 mínútur.
Búin að baka brauðið en það er heitt í forminu eins og er og lytur ljómandi vel út.
Verði ykkur að góðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2009 | 22:30
Hetjan mín
Sæl verið þið!
Nú er tími ferminga og mikið að gera í veislu höldum þess vegna. Ég fagna því vegna þess að þetta er stór viðburður í lífi fermingarbarnsins.Ég fermdist 1971 í Bústaðakirkju, en frá Grensás sókn.Ástæðan var að þá var ekki kirkja í Grensás sókn bara safnaðarheimili. Eitt man ég betur en annað úr þessari fermingarathöfn og það er einn sálmurinn. Sigurhátíð sæl og blíð heitir hann. Og ég ætla að setja hann hér inn til þess að þið fáið notið textans sem ég man svo vel.
Sigurhátíð sæl og blíð.
Ljómar nú og gleði gefur.
Guðson dauðann sigrað hefur.
Nú er blessuð náðartíð.
Nú er fagur dyrðardagur Drottins
ljómar sigurhrós.
Nú vor blómgast náðarhagur .
Nú sér trúin eilíft ljós.
Ljósið eilíft lysir nú.
Dauðans nótt og dimmar grafir,
Drottins miklu náðargjafir,
sál mín auðmjúk þakka þú .
Fagna Guð þér frelsið gefur
fyrir Drottinn Jesú Krist.
Og af náð þér heitið hefur
himnaríkis dyrðar vist.
Drottinn Jesú
líf og ljós Oss þín
blessuð elska veitir .
Öllu stríði loks þú breytir
Sæluríkt í sigur hrós.
Mæðu og neyð þín miskunn sefi
Með oss stríði kraftur þinn.
Sigur þinn oss sigur gefi .
Sigurhetjan Drottinn minn.
Páll Jónsson.
Ég var alveg viss á þessum fermingardegi mínum að Jesús Kristur væri frelsari minn.
Og ég hugsaði Hann er sigurhetjan mín!
Njótið helgarinnar og farið í kirkju ykkur til blessunar.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 21:51
Mikilvægt að lesa.
Komið þið sæl!
Ég hef lesið talsvert í nyju þyðingu Biblíunnar, en samt er ég enþá að rekast á orð sem eru allt öðruvísi en í 81 þyðingunni.
Í sálmi 68:20 í þeirri eldri stendur: Lofaður sé Guð sem ber oss dag eftir dag. En í þessari nyju 2007 útgáfunni stendur : Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vorar dag eftir dag.
Ég kvet okkur öll til þess að lesa orð Guðs, og tileinka okkur það. Það er líka spennandi að sjá hvernig nyja þyðing Biblíunnar opnar okkur leið að því að skylja þetta blessaða orð Guðs. Ég kvet okkur sem kunnum alveg heilmikið í Biblíunni að lesa nyju þyðinguna til þess að vera með á nótunum,þegar umræður eru í gangi um orð Guðs Biblíuna. Við verðum að vera vel að okkur.
Hér er vers í sálmi 68:12 Drottinn lætur boð út ganga,heill her kvenna flytur sigurfréttina.
Í eldri þyðingunni er þetta svona: Konurnar sem sigur boða eru mikill her.
Endilega kynnið ykkur boðskap Biblíunnar.
Kærleiks kveðja til ykkar allra!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2009 | 16:03
Gosi
Komið þið sæl!
Verð að fá að segja ykkur stutta sögu af sjálfri mér. Allavega ! Hvað mér brá!
Það var eitt kvöldi í þessari viku sem ég lagðist til hvíldar,og var mjög þreytt.Og ég fann hvenig ég sveyf inn í svefninn.Þá allt í einu heyri ég þrusk, og mér brá alveg rosalega.Hugsaði,ég læsti úti hurðinni ég man það vel og svalahurðin er læst, ég man það líka.Svo lá ég graf kyrr og beið eftir að hinn óboðni gestur kæmi að rúminu mínu .Lá alveg hreyfingarlaus..............í hálf tíma! Og ekkert gerðist og ég heyrði ekkert ! Og ég hugsaði til mannsins míns sem þessa sömu nótt var á næturvakt .Og það merkilega gerðist hjá honum var að hann gómaði innbrotsþjóf þar sem hann var við störf.Nema hvað ég lá enn hreyfingarlaus og beið átekta.Þá sló klukkan tvö. Og ég heyrði bíl koma að húsinu.Þá fór fattarinn í gang hjá mér. Hér á heimilinu er dísarpáfi sem gengur undir nafninu Gosi.Þá rann það upp fyrir mér að Gosi hafði ekki vijað fara inn í búrið sitt um kvöldi, og hélt til í nokkurskonar leikgrind fyrir fugla,en þegar hann heyrði í bílnum fyrir utan vissi hann hver var að koma.Og hann tók gleðiflug á gólfið,enda ekki orðinn fleygur.Gunnar sonur minn var að koma úr vinnunni.Ég dreyf mig inn í herbergið og þá var Gosi bara á gólfinu, og vildi alls ekki koma. En ég lét hann ekki komast upp með það ,tók hann upp og setti í búrið.Og Gosi gargaði á mig. Ég fór alsæl uppí aftur og sofnaði rótt.En hún fór ekki úr huga mér setningin úr Biblíunna: Treystu Drottni og reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit!
Kveð ykkur í þetta sinn og minni ykkur á að treysta Drottni !
Kærar kveðjur Og Guð veri með ykkur.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2009 | 11:35
Vorboðinn ljúfi.
Góðan dag! Hér í Garðabænum skín sólin inn um gluggan og laðar mig út.Það er einhvernvegin vor í lofti.Svo kom þessi gleðifrétt að lóan sé komin! Ég hef alist upp með því að gleðjast yfir þessum viðburði náttúrunnar.Mér finnst líka alveg stórkostlegt að farfuglarnir koma yfir hafið á vorin og fara aftur á haustin.Hver getur staðið á bak við það? Guð! Ef maður efast um tilvist Guðs þá er þetta með þeim atburðum í lífinu sem undirstrikar tilvist Guðs.Svo er lóan og hinir far fuglarnir þvílíkur gleðigjafi fyrir okkur sem unna náttúrunni.Ég get ekki annað en dáðst að Guði föður sem gerði þetta allt svo yndislega fyrir okkur mannanna börn.Sumarið er minn tími ég játa það.Meira að segja fíflarnir sem vaxa undir húsveggjum fólki til ama gleðja mig. Þoð hugsið kanski konan er í gleði vímu.En mér finnst Drottinn Guð bara svo góður að koma með svona gleði tíðindi inn í líf okkar.Hann er alltaf að blessa okkur. Stundum í okkar persónulega lífi og stundum okkur öll saman Íslensku þjóðina. Mitt í öllu þessu neikvæða þá er þessi frétt um vorboðann ljúfa mikil blessun.Svo er annað sem égvil minnast á og það er bænin til GUðs.Notum bænina! Biðjum fyrir aðstðunum í lífi okkar hvert um sig. Biðjum Guð að vera með okkur í dag!
Bæn mín er að Guð blessi þig.
Kærleiks kveðja
Halldóra.
![]() |
Lóan er komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2009 | 15:04
Í dag.
Komið þið sæl og blessuð!
Þessa dagana raula ég bara sálma.Kjarnyrta og góða. Ætla að leyfa ykkur að sjá ofan í sálma sjóðinn minn.
Er við fætur Drottins dvel ég ,
Dyrleg orð hans 'heyra ég fæ.
Næðisstund í nálægð Jesú ,
náð og frið mér veitir æ.
Er við fætur Drottins dvel ég
daga liðna hugur sér.
Elska hans mér ávalt fylgdi.
Alla blessun veitti mér.
Er við fætur Drottins dvel ég
Dyrlegt athvarf trúin á.
Syndir mínar sorg og byrði
syni Guðs ég færi þá.
Er við fætur Drottins dvel ég .
Djúpri í þrá ég kryp og bið.
Sérhvern dag hann svar mér gefur.
Sálu minni gefur frið.
Drottinn blessa en mig auman
er ég sit við fætur þér.
Lít í náð og líknsemd til mín.
Leystu alla fjötra af mér.
Helga þú minn huga allan.
Hógvær þína veittu mér.
Svo það sjáist að ég átti .
Unaðsstund við fætur þér.
Sænskur sálmur- Bjarni Eyjólfsson.
Þetta er bænin mín í dag.
Guð blessi ykkur.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.3.2009 | 13:01
Lofsöngurinn.
Sæl og blessuð!
Æskunnar hirðir,heyr þú beiðni vora.
Leitaðu að þeim sem langar
en ei þora.Blekktir þó séu
heims á hálum vegi.
Hafna þeim eigi.
Og er þú merkir andvörp sem þeir dylja.
Óljósa þrá með skorti á föstum vilja.
Kenn þeim að biðja og velja veginn sanna.
Veg þinna manna.
Sjálfur þeim mættu að ljómi augun ungu.
Anda þinn gefðu 'að þeir á saurgun sinni
Sigurinn vinni.
Olfert Ricard- Friðrik Friðriksson.
Þessi sálmur hefur hljómað í huga mínum í allann dag.
Ég er svona sálma kona.Og kann mjög mikið af kröftugum
sálmum,sem og ljúfum lofgjörðar lögum. Og ég hef yndi af að lofa Guð með
þessum sálmum.
Nú er helgin framundan og ég kvet okkur öll til að lofa Drottinn í bústað hans.
Blessunar kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2009 | 10:28
Áfallahjálp
Góðan dag gott fólk!
Í morgun hef ég verið að lesa í Guðs orði Biblíunni,mér til styrktar og uppörfunar.Það er of langt mál að hafa hér Biblíulestur.En mig langar til þess að kvetja þig til að lesa Guðs orð.Sem ung kona upplifði ég og fjölskylda mín skelfilegan harmleik.Þá fann ég svo vel hversu gott það er að eiga trúna á Drottinn Jesú Krist.Og af því að það var okkur tamt að leita til Drottins undir öllum kringumstæðumlífsins þá þekktum við leið bænarinnar.Og þar var okkar styrkur. Við ákveðin áföll í lífinu er boðið uppá áfallahjálp, en það var ekki búið að finna upp þetta orð á þessum tíma. Við þurftum að treysta á Guð!
Já við þurftum að treysta á Guð! Og þegar ég lít til baka sé ég svo vel hvernig Guð hefur hjálpað og hvernig hægt er að rísa upp aftur með þeim styrk sem Drottinn einn gefur. Ef þú kæri vinur ert í svipuðum sporum um þessar mundir, og ég var fyrir þrjátíu árum, aðganga gegnum erfiðleika,þá get ég af heilu hjarta mælt með því að biðja til himna föðurins.Þar er þá bestu hjálp að fá. Og huggun.
Engir tveir erfiðleikar eru eins.En Jesús Kristur er sá sami, hann breytist ekki.
Kærleiks kveðjur til þín frá mér.
Guð blessi þig!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar